Iðnaðarsalt átti ekki að nota í matvæli 17. janúar 2012 08:00 Þó að litlar líkur séu á að iðnaðarsaltið sem Ölgerðin seldi sé mengað, taldi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ekki ástæðu til að heimila sölu umframbirgða til matvælafyrirtækja. Mynd af vef Ölgerðarinnar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var mótfallið því að MAST heimilaði Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja. Þótt saltið sé ekki heilsuspillandi í sjálfu sér getur það innihaldið ýmiss konar aðskotahluti. Ekkert hráefni ætti að nota til matvælagerðar nema það sé sérstaklega ætlað til slíks. Það segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, í samtali við Fréttablaðið. Eins og fram hefur komið setti eftirlitið sig á móti þeirri ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) að heimila Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja fyrr í vetur, eftir að upp komst um eðli saltsins. „Við gátum ekki skilið þessa ákvörðun,“ segir Óskar. „Við töldum að MAST hefði ekki heimild til að heimila áframhaldandi sölu hjá fyrirtæki sem er með starfsleyfi hjá okkur. Það hefði átt að upplýsa okkur um málið og þá hefðum við gengið í það.“ Óskar segir að mismunandi kröfur séu gerðar til iðnaðarsalts og salts til matvælaframleiðslu. „Við framleiðslu matarsalts eru gerðar kröfur um umgengni og geymslu vörunnar, sem þarf ekki að hlýða varðandi iðnaðarsalt. Það er geymt við aðrar aðstæður, ekki síað með sama hætti og ekki gerð krafa um eftirlit með aðskotahlutum í saltinu, enda er ekki ætlast til þess að þetta fari ofan í fólk.“ Óskar segir rétt að taka fram að málið snúist ekki um að þungmálma sé að finna í saltinu, eins og til dæmis gerst hefur í Asíu. „En saltið er ekki öruggt því að í því geta verið aðskotahlutir, til dæmis steinar, járn og annað sem er síað úr matarsalti. Því er ekki hægt að fullyrða að það sé alls engin hætta fólgin í notkun iðnaðarsalts til matvælaframleiðslu. Á þeim grunni teljum við að það sé okkar verkefni að taka afstöðu með neytendum. Ef varan er ekki örugg á hún ekki að vera á markaði.“ Heilbrigðiseftirlitið birti á sunnudag lista yfir þau fyrirtæki sem höfðu keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni, og var þar að finna mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þau fyrirtæki sem um er að ræða harðlega og sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, meðal annars að þar lægi ábyrgðin fyrst og fremst. Sláturfélag Suðurlands (SS) er meðal þeirra sem keyptu umrædda vöru. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir í samtali við Fréttablaðið að varan hafi verið keypt í góðri trú um að hún væri ætluð til matvælaframleiðslu. „Það hafa átt sér stað mistök hjá Ölgerðinni, en það eru líka okkar mistök að kalla ekki sjálf eftir vottun frá framleiðendum saltsins.“ Steinþór segir að í kjölfar þessa máls hafi starfsreglum SS verið breytt í þá veru og tekur jafnframt fram að SS hafi ekki notað umrætt salt í framleiðslu frá marsmánuði á síðasta ári. thorgils@frettabladid.is Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var mótfallið því að MAST heimilaði Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja. Þótt saltið sé ekki heilsuspillandi í sjálfu sér getur það innihaldið ýmiss konar aðskotahluti. Ekkert hráefni ætti að nota til matvælagerðar nema það sé sérstaklega ætlað til slíks. Það segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, í samtali við Fréttablaðið. Eins og fram hefur komið setti eftirlitið sig á móti þeirri ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) að heimila Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja fyrr í vetur, eftir að upp komst um eðli saltsins. „Við gátum ekki skilið þessa ákvörðun,“ segir Óskar. „Við töldum að MAST hefði ekki heimild til að heimila áframhaldandi sölu hjá fyrirtæki sem er með starfsleyfi hjá okkur. Það hefði átt að upplýsa okkur um málið og þá hefðum við gengið í það.“ Óskar segir að mismunandi kröfur séu gerðar til iðnaðarsalts og salts til matvælaframleiðslu. „Við framleiðslu matarsalts eru gerðar kröfur um umgengni og geymslu vörunnar, sem þarf ekki að hlýða varðandi iðnaðarsalt. Það er geymt við aðrar aðstæður, ekki síað með sama hætti og ekki gerð krafa um eftirlit með aðskotahlutum í saltinu, enda er ekki ætlast til þess að þetta fari ofan í fólk.“ Óskar segir rétt að taka fram að málið snúist ekki um að þungmálma sé að finna í saltinu, eins og til dæmis gerst hefur í Asíu. „En saltið er ekki öruggt því að í því geta verið aðskotahlutir, til dæmis steinar, járn og annað sem er síað úr matarsalti. Því er ekki hægt að fullyrða að það sé alls engin hætta fólgin í notkun iðnaðarsalts til matvælaframleiðslu. Á þeim grunni teljum við að það sé okkar verkefni að taka afstöðu með neytendum. Ef varan er ekki örugg á hún ekki að vera á markaði.“ Heilbrigðiseftirlitið birti á sunnudag lista yfir þau fyrirtæki sem höfðu keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni, og var þar að finna mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þau fyrirtæki sem um er að ræða harðlega og sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, meðal annars að þar lægi ábyrgðin fyrst og fremst. Sláturfélag Suðurlands (SS) er meðal þeirra sem keyptu umrædda vöru. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir í samtali við Fréttablaðið að varan hafi verið keypt í góðri trú um að hún væri ætluð til matvælaframleiðslu. „Það hafa átt sér stað mistök hjá Ölgerðinni, en það eru líka okkar mistök að kalla ekki sjálf eftir vottun frá framleiðendum saltsins.“ Steinþór segir að í kjölfar þessa máls hafi starfsreglum SS verið breytt í þá veru og tekur jafnframt fram að SS hafi ekki notað umrætt salt í framleiðslu frá marsmánuði á síðasta ári. thorgils@frettabladid.is
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira