Innlent

Unnið að frávísunartillögu

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde
Þingflokkar funduðu í gær um tillögu Bjarna Benediktssonar um að draga ákæru á hendur Geir H. Haarde til baka. Tillagan verður til umræðu á morgun og hefur hún valdið miklum titringi innan stjórnarflokkanna.

Innan Samfylkingarinnar eru skoðanir um tillöguna einnig skiptar. Þingmenn flokksins greiddu atkvæði sitt á hvað með ákærunni á hendur Geir, þegar hún var samþykkt í september. Eins er komið nú, sumir flokksmenn munu fella tillögu Bjarna, aðrir samþykkja og einhverjir jafnvel sitja hjá.

Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð þeirra sem verða kallaðir til sem vitni í málinu; hvort rétt sé að þeir greiði atkvæði um hvort af málaferlunum verður. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gæti það átt við um fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, Jóhönnu Sigurðardóttur, Össur Skarphéðinsson, Kristján L. Möller og Björgvin G. Sigurðsson, sem og þau Magnús Orra Schram og Oddnýju G. Harðardóttur, sem sæti áttu í þingmannanefndinni sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis.

Enn er á huldu hver afdrif málsins verða. Ljóst er hins vegar að tillaga formanns Sjálfstæðisflokksins ætlar að reynast stjórnarflokkunum erfið og gæti dregið dilk á eftir sér. - kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×