Þungavigtarmaður í fagráði fyrir RFF 23. janúar 2012 11:00 Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF, og Ellen Loftsdóttir, listrænn stjórnandi, eru byrjaðar á fullu í undirbúningi hátíðarinnar. fréttablaðið/stefan Í ár fer tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fram dagana 30. mars til 1. apríl og verða tískusýningar bæði í Hörpunni og í Gamla bíói en Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri RFF. Umsóknarfrestur fyrir hönnuði rann út í síðustu viku og var aðsóknin framar vonum. „Alls sóttu 35 hönnuðir um og í raun öll stærstu nöfnin í íslenska fatahönnunarbransanum í dag. Það verður mjög erfitt fyrir fagráðið að sía út,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi RFF en mörg þekkt nöfn sitja í fagráðinu í ár. Þar ber hæst nafn Geraldo Conceicao. Hann er fatahönnuður sem hefur unnið sem listrænn stjórnandi hjá tískuhúsunum Miu Miu og Yves Saint Laurent. „Að hafa þetta nafn í fagráði gefur hátíðinni óneitanlega mikla vigt og sýnir að í ár verður meiri pressa á hönnuði að standa sig,“ segir Ellen. „Hann hefur komið hingað áður og verið prófdómari hjá Listaháskólanum svo hann kannast við íslenska fatahönnun og var meira en til í að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Ellen og bætir við að hann sé kunningi Lindu Bjargar Árnadóttir, fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ sem einnig situr í fagráði. Aðrir sem skipa fagráðið eru Dorrit Moussaieff forsetafrú, Edda Guðmundsdóttir, stílisti og ráðgjafi, Anna Clausen stílisti og Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Mode Operandi ásamt Ellen. „Með því að hafa fólk úr ólíkum áttum í fagráðinu erum við að reyna að gæta hlutleysis. Það er til dæmis mjög gott að fá Dorrit með okkur í lið því hún er ekki bara smekkkona heldur hefur hún reynst íslenskri fatahönnun mjög vel.“ -áp RFF Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Í ár fer tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fram dagana 30. mars til 1. apríl og verða tískusýningar bæði í Hörpunni og í Gamla bíói en Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri RFF. Umsóknarfrestur fyrir hönnuði rann út í síðustu viku og var aðsóknin framar vonum. „Alls sóttu 35 hönnuðir um og í raun öll stærstu nöfnin í íslenska fatahönnunarbransanum í dag. Það verður mjög erfitt fyrir fagráðið að sía út,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi RFF en mörg þekkt nöfn sitja í fagráðinu í ár. Þar ber hæst nafn Geraldo Conceicao. Hann er fatahönnuður sem hefur unnið sem listrænn stjórnandi hjá tískuhúsunum Miu Miu og Yves Saint Laurent. „Að hafa þetta nafn í fagráði gefur hátíðinni óneitanlega mikla vigt og sýnir að í ár verður meiri pressa á hönnuði að standa sig,“ segir Ellen. „Hann hefur komið hingað áður og verið prófdómari hjá Listaháskólanum svo hann kannast við íslenska fatahönnun og var meira en til í að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Ellen og bætir við að hann sé kunningi Lindu Bjargar Árnadóttir, fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ sem einnig situr í fagráði. Aðrir sem skipa fagráðið eru Dorrit Moussaieff forsetafrú, Edda Guðmundsdóttir, stílisti og ráðgjafi, Anna Clausen stílisti og Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Mode Operandi ásamt Ellen. „Með því að hafa fólk úr ólíkum áttum í fagráðinu erum við að reyna að gæta hlutleysis. Það er til dæmis mjög gott að fá Dorrit með okkur í lið því hún er ekki bara smekkkona heldur hefur hún reynst íslenskri fatahönnun mjög vel.“ -áp
RFF Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira