Helmingur erlendra fanga búsettur hér 24. janúar 2012 06:30 Margrét Frímannsdóttir Hlutfall erlendra fanga sem búsettir eru hér á landi hefur aukist mikið síðan árið 2000. Í dag býr um helmingur fanga hér, en árið 2000 sátu sjö erlendir einstaklingar í fangelsi á Íslandi og af þeim var einungis einn búsettur hér. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, segir meginmuninn á þeim erlendu föngum sem búa hér og erlendis vera heimsóknir fjölskyldu og vina. Þeir sem ekki búi hér fái engar heimsóknir. „Þeir sem eru búsettir á landinu reyna að gera sig skiljanlega. Ef þeir tala ekki íslensku þá reyna þeir við enskuna. Þeir sem búa í útlöndum eru ekki mikið að reyna það," segir Margrét og bætir við að þó fangarnir tali hvorki íslensku né ensku, einangrist þeir þó ekki félagslega. Mennirnir haldi mikið hópinn eftir þjóðernum og sækist eðlilega í það að hittast úti við. Þá ganga samskiptin yfirleitt vel við íslensku fangana inni á deildunum. Flestir erlendir ríkisborgarar sem sitja hér í fangelsum gera það vegna auðgunarbrota. Næstalgengustu brotin eru tengd fíkniefnum. Í október á þessu ári voru um 20 erlendir fangar í íslenskum fangelsum, sem gerir um 15 prósent fangafjöldans. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir málið snúa að því hvernig einstaklingar tengist samfélaginu og nærhópum sínum. „Ef tengslin eru traust eru minni líkur á afbrotum, en ef þau eru lausbeisluð og veik aukast líkurnar," segir hann. Vegna tilfinningalegra tengsla við aðra vilji fólk ekki valda öðrum vonbrigðum með afbrotum og ekki gera öðrum þann óleik að valda því tjóni. Því megi líta á mikinn félagsauð í samfélaginu sem nokkurs konar tryggingafélag samfélagsins gegn afbrotum. „Með því er einnig hægt að sýna fram á að við ættum að efla félagsauð fólks og styrkja tengslin hvert við annað, ekki síst þá sem eru af erlendum uppruna," segir Helgi. „Það er besta forvörnin gegn afbrotum." RÚV greindi frá því í desember að utanríkisráðuneytinu sé kunnugt um sextán Íslendinga sem sitja nú í fangelsum erlendis. Dómarnir sem þeir eru með á bakinu eru allt að 20 ára langir. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Hlutfall erlendra fanga sem búsettir eru hér á landi hefur aukist mikið síðan árið 2000. Í dag býr um helmingur fanga hér, en árið 2000 sátu sjö erlendir einstaklingar í fangelsi á Íslandi og af þeim var einungis einn búsettur hér. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, segir meginmuninn á þeim erlendu föngum sem búa hér og erlendis vera heimsóknir fjölskyldu og vina. Þeir sem ekki búi hér fái engar heimsóknir. „Þeir sem eru búsettir á landinu reyna að gera sig skiljanlega. Ef þeir tala ekki íslensku þá reyna þeir við enskuna. Þeir sem búa í útlöndum eru ekki mikið að reyna það," segir Margrét og bætir við að þó fangarnir tali hvorki íslensku né ensku, einangrist þeir þó ekki félagslega. Mennirnir haldi mikið hópinn eftir þjóðernum og sækist eðlilega í það að hittast úti við. Þá ganga samskiptin yfirleitt vel við íslensku fangana inni á deildunum. Flestir erlendir ríkisborgarar sem sitja hér í fangelsum gera það vegna auðgunarbrota. Næstalgengustu brotin eru tengd fíkniefnum. Í október á þessu ári voru um 20 erlendir fangar í íslenskum fangelsum, sem gerir um 15 prósent fangafjöldans. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir málið snúa að því hvernig einstaklingar tengist samfélaginu og nærhópum sínum. „Ef tengslin eru traust eru minni líkur á afbrotum, en ef þau eru lausbeisluð og veik aukast líkurnar," segir hann. Vegna tilfinningalegra tengsla við aðra vilji fólk ekki valda öðrum vonbrigðum með afbrotum og ekki gera öðrum þann óleik að valda því tjóni. Því megi líta á mikinn félagsauð í samfélaginu sem nokkurs konar tryggingafélag samfélagsins gegn afbrotum. „Með því er einnig hægt að sýna fram á að við ættum að efla félagsauð fólks og styrkja tengslin hvert við annað, ekki síst þá sem eru af erlendum uppruna," segir Helgi. „Það er besta forvörnin gegn afbrotum." RÚV greindi frá því í desember að utanríkisráðuneytinu sé kunnugt um sextán Íslendinga sem sitja nú í fangelsum erlendis. Dómarnir sem þeir eru með á bakinu eru allt að 20 ára langir. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira