Kostnaður við snjómokstur sprengir kostnaðaráætlun 26. janúar 2012 07:00 Stanslaus mokstur Vinnudagarnir eru langir um þessar mundir hjá þeim sem hreinsa snjóinn af götum borgarinnar. Fréttablaðið/GVA Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni er löngu búinn að sprengja allar áætlanir, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Kostnaður borgarinnar við snjómokstur á öllu síðasta ári var um 385 milljónir króna, þar af nærri 150 milljónir króna vegna moksturs í desember. Árið áður var kostnaðurinn um 200 milljónir króna. Þegar er búið að bóka reikninga fyrir um 50 milljónir króna vegna moksturs í janúar, en sú tala á eftir að hækka verulega. „Menn reyna að fara vel með peningana, en við þurfum að halda ákveðnu þjónustustigi," segir Sighvatur. Þrátt fyrir fannfergið gekk vel að halda stofnæðum borgarinnar opnum, segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingastjóri framkvæmdasviðs borgarinnar. Hann segir að á nokkrum stöðum í húsagötum hafi snjóruðningsmenn lent í vandræðum þar sem fólk hafi skilið bíla eftir úti í kanti þar sem ófært hafi verið inn á bílastæði. „Við verðum fram eftir í dag [í gær] að hreinsa, það hefur verið mikið um það. Þetta eru oft langir dagar í snjóhreinsuninni en við erum áfram bjartsýn og jákvæð," segir Jón Halldór. Fleiri finna fyrir snjóþyngslunum en þeir sem þurfa að ryðja snjóinn. „Það er ansi erfitt fyrir blaðberana að vinna þessa dagana," segir Dagný Ragnarsdóttir, dreifingarstjóri hjá Póstdreifingu, sem dreifir meðal annars Fréttablaðinu. Hún segir allt of mikið um að fólk moki seint og illa leiðina frá götu að útidyrum, og segir víða þurfa að huga betur að lýsingu. „Það hefur verið meira um það í vetur en áður að fólkið okkar slasist við útburðinn," segir Dagný. Hún segir dæmi um handleggsbrot og brákuð rifbein eftir byltu í snjó og hálku, og sumir séu lengi frá vinnu. Blaðberunum er uppálagt að leggja sig ekki í hættu, og sleppa því að bera út í hús þar sem þeir treysta sér ekki yfir svellbunka eða snævi þaktar tröppur að útidyrum. Útburður hjá Póstinum hefur tafist vegna snjóþyngsla á höfuðborgarsvæðinu, segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum. „Það er borið út þó það taki lengri tíma en á góðum sumardegi," segir Ágústa. Hún segir útburðinn hafa gengið þokkalega víðast hvar, en ekki hafi tekist að koma pósti til Tálknafjarðar og Bíldudals vegna ófærðar, og því ekki borið út þar í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni er löngu búinn að sprengja allar áætlanir, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Kostnaður borgarinnar við snjómokstur á öllu síðasta ári var um 385 milljónir króna, þar af nærri 150 milljónir króna vegna moksturs í desember. Árið áður var kostnaðurinn um 200 milljónir króna. Þegar er búið að bóka reikninga fyrir um 50 milljónir króna vegna moksturs í janúar, en sú tala á eftir að hækka verulega. „Menn reyna að fara vel með peningana, en við þurfum að halda ákveðnu þjónustustigi," segir Sighvatur. Þrátt fyrir fannfergið gekk vel að halda stofnæðum borgarinnar opnum, segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingastjóri framkvæmdasviðs borgarinnar. Hann segir að á nokkrum stöðum í húsagötum hafi snjóruðningsmenn lent í vandræðum þar sem fólk hafi skilið bíla eftir úti í kanti þar sem ófært hafi verið inn á bílastæði. „Við verðum fram eftir í dag [í gær] að hreinsa, það hefur verið mikið um það. Þetta eru oft langir dagar í snjóhreinsuninni en við erum áfram bjartsýn og jákvæð," segir Jón Halldór. Fleiri finna fyrir snjóþyngslunum en þeir sem þurfa að ryðja snjóinn. „Það er ansi erfitt fyrir blaðberana að vinna þessa dagana," segir Dagný Ragnarsdóttir, dreifingarstjóri hjá Póstdreifingu, sem dreifir meðal annars Fréttablaðinu. Hún segir allt of mikið um að fólk moki seint og illa leiðina frá götu að útidyrum, og segir víða þurfa að huga betur að lýsingu. „Það hefur verið meira um það í vetur en áður að fólkið okkar slasist við útburðinn," segir Dagný. Hún segir dæmi um handleggsbrot og brákuð rifbein eftir byltu í snjó og hálku, og sumir séu lengi frá vinnu. Blaðberunum er uppálagt að leggja sig ekki í hættu, og sleppa því að bera út í hús þar sem þeir treysta sér ekki yfir svellbunka eða snævi þaktar tröppur að útidyrum. Útburður hjá Póstinum hefur tafist vegna snjóþyngsla á höfuðborgarsvæðinu, segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum. „Það er borið út þó það taki lengri tíma en á góðum sumardegi," segir Ágústa. Hún segir útburðinn hafa gengið þokkalega víðast hvar, en ekki hafi tekist að koma pósti til Tálknafjarðar og Bíldudals vegna ófærðar, og því ekki borið út þar í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira