Kostnaður við snjómokstur sprengir kostnaðaráætlun 26. janúar 2012 07:00 Stanslaus mokstur Vinnudagarnir eru langir um þessar mundir hjá þeim sem hreinsa snjóinn af götum borgarinnar. Fréttablaðið/GVA Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni er löngu búinn að sprengja allar áætlanir, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Kostnaður borgarinnar við snjómokstur á öllu síðasta ári var um 385 milljónir króna, þar af nærri 150 milljónir króna vegna moksturs í desember. Árið áður var kostnaðurinn um 200 milljónir króna. Þegar er búið að bóka reikninga fyrir um 50 milljónir króna vegna moksturs í janúar, en sú tala á eftir að hækka verulega. „Menn reyna að fara vel með peningana, en við þurfum að halda ákveðnu þjónustustigi," segir Sighvatur. Þrátt fyrir fannfergið gekk vel að halda stofnæðum borgarinnar opnum, segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingastjóri framkvæmdasviðs borgarinnar. Hann segir að á nokkrum stöðum í húsagötum hafi snjóruðningsmenn lent í vandræðum þar sem fólk hafi skilið bíla eftir úti í kanti þar sem ófært hafi verið inn á bílastæði. „Við verðum fram eftir í dag [í gær] að hreinsa, það hefur verið mikið um það. Þetta eru oft langir dagar í snjóhreinsuninni en við erum áfram bjartsýn og jákvæð," segir Jón Halldór. Fleiri finna fyrir snjóþyngslunum en þeir sem þurfa að ryðja snjóinn. „Það er ansi erfitt fyrir blaðberana að vinna þessa dagana," segir Dagný Ragnarsdóttir, dreifingarstjóri hjá Póstdreifingu, sem dreifir meðal annars Fréttablaðinu. Hún segir allt of mikið um að fólk moki seint og illa leiðina frá götu að útidyrum, og segir víða þurfa að huga betur að lýsingu. „Það hefur verið meira um það í vetur en áður að fólkið okkar slasist við útburðinn," segir Dagný. Hún segir dæmi um handleggsbrot og brákuð rifbein eftir byltu í snjó og hálku, og sumir séu lengi frá vinnu. Blaðberunum er uppálagt að leggja sig ekki í hættu, og sleppa því að bera út í hús þar sem þeir treysta sér ekki yfir svellbunka eða snævi þaktar tröppur að útidyrum. Útburður hjá Póstinum hefur tafist vegna snjóþyngsla á höfuðborgarsvæðinu, segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum. „Það er borið út þó það taki lengri tíma en á góðum sumardegi," segir Ágústa. Hún segir útburðinn hafa gengið þokkalega víðast hvar, en ekki hafi tekist að koma pósti til Tálknafjarðar og Bíldudals vegna ófærðar, og því ekki borið út þar í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira
Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni er löngu búinn að sprengja allar áætlanir, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Kostnaður borgarinnar við snjómokstur á öllu síðasta ári var um 385 milljónir króna, þar af nærri 150 milljónir króna vegna moksturs í desember. Árið áður var kostnaðurinn um 200 milljónir króna. Þegar er búið að bóka reikninga fyrir um 50 milljónir króna vegna moksturs í janúar, en sú tala á eftir að hækka verulega. „Menn reyna að fara vel með peningana, en við þurfum að halda ákveðnu þjónustustigi," segir Sighvatur. Þrátt fyrir fannfergið gekk vel að halda stofnæðum borgarinnar opnum, segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingastjóri framkvæmdasviðs borgarinnar. Hann segir að á nokkrum stöðum í húsagötum hafi snjóruðningsmenn lent í vandræðum þar sem fólk hafi skilið bíla eftir úti í kanti þar sem ófært hafi verið inn á bílastæði. „Við verðum fram eftir í dag [í gær] að hreinsa, það hefur verið mikið um það. Þetta eru oft langir dagar í snjóhreinsuninni en við erum áfram bjartsýn og jákvæð," segir Jón Halldór. Fleiri finna fyrir snjóþyngslunum en þeir sem þurfa að ryðja snjóinn. „Það er ansi erfitt fyrir blaðberana að vinna þessa dagana," segir Dagný Ragnarsdóttir, dreifingarstjóri hjá Póstdreifingu, sem dreifir meðal annars Fréttablaðinu. Hún segir allt of mikið um að fólk moki seint og illa leiðina frá götu að útidyrum, og segir víða þurfa að huga betur að lýsingu. „Það hefur verið meira um það í vetur en áður að fólkið okkar slasist við útburðinn," segir Dagný. Hún segir dæmi um handleggsbrot og brákuð rifbein eftir byltu í snjó og hálku, og sumir séu lengi frá vinnu. Blaðberunum er uppálagt að leggja sig ekki í hættu, og sleppa því að bera út í hús þar sem þeir treysta sér ekki yfir svellbunka eða snævi þaktar tröppur að útidyrum. Útburður hjá Póstinum hefur tafist vegna snjóþyngsla á höfuðborgarsvæðinu, segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum. „Það er borið út þó það taki lengri tíma en á góðum sumardegi," segir Ágústa. Hún segir útburðinn hafa gengið þokkalega víðast hvar, en ekki hafi tekist að koma pósti til Tálknafjarðar og Bíldudals vegna ófærðar, og því ekki borið út þar í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira