Lífeyrissjóðirnir plataðir Bankahólfið - Þórður Snær Júlíusson skrifar 8. febrúar 2012 14:00 Forsvarsmenn lífeyrissjóða keppast nú um að túlka niðurstöðu nefndar sem gerði úttekt á starfsemi sjóðanna fyrir hrun sér í hag eða segja hana fulla af rangfærslum. Þeir virðast ekki ætla að taka helstu niðurstöðu skýrslunnar til sín. Þá að þeir voru, allt of oft, plataðir til að fjárfesta í vafasömum gerningum. Þeir juku til dæmis gjaldmiðlavarnir sínar um rúmlega helming frá miðju ári 2007 og fram að bankahruni. Þetta gerðist á sama tíma og krónan var að veikjast og mikil umræða var í gangi í fjölmiðlum um að bankarnir væru sjálfir að fella krónuna. Ein helsta röksemd lífeyrissjóðanna í deilum þeirra um uppgjör þessara samninga nú er sú að þeir hafi verið plataðir. Að sumir bankarnir hafi verið að gera nákvæmlega það sem allir voru að tala um í aðdraganda hrunsins, að fella vísvitandi krónuna til að auka hagnað sinn og vildarviðskipta sinna. Þessir samningar munu kosta sjóðina að minnsta kosti vel á fjórða tug milljarða. Þá er ljóst að skilmálar óveðtryggðra fyrirtækjaskuldabréfa voru almennt of veikir, en lífeyrissjóðirnir hafa þegar tapað rúmlega 90 milljörðum króna á slíkum bréfum. Í skýrslunni segir að það megi „sjá að þeir sem náðu undirtökum í hlutafélagi, náðu ekki aðeins tangarhaldi á sjóðum félagsins, heldur gátu þeir einnig gefið út skuldabréf í nafni félagsins væri það í góðu áliti. Síðan mátti færa sjóðina og lánsféð í annað félag (eignarhaldsfélag) og skilja skelina eina eftir handa kröfuhöfunum til að bítast um". Með öðrum orðum þá var hlutafélögum sem voru „í góðu áliti" gert kleift að gefa út skuldabréf, selja lífeyrissjóðunum, færa síðan allar eignir frá útgefandanum og skilja ekkert eftir handa sjóðunum. Engir skilmálar voru settir til að koma í veg fyrir þetta. Séðir menn plötuðu sjóðina til að kaupa verðlausa pappíra. Sjóðirnir virðast líka hafa verið plataðir til að taka þátt í hlutabréfaviðskiptum sem virtust byggð á vafasömum grunni. Í skýrslunni er til að mynda rakið hvernig sjóðirnir ákváðu að taka þátt í hlutabréfaútboði FL Group í desember 2007 þrátt fyrir að virði bréfa í félaginu hefði fallið mikið í aðdraganda þess. Tveimur mánuðum eftir hlutabréfaútboðið var tilkynnt um að tap FL Group á árinu 2007 hefði numið 67,3 milljörðum króna. Það getur varla verið að stjórnendur lífeyrissjóðanna hafi haft vitneskju um raunverulega stöðu FL Group á þessum tíma. Þeir hljóta að hafa verið plataðir. Það skiptir ekki öllu máli hver krónutala taps sjóðanna var. Það skiptir ekki máli frá hvaða degi það er reiknað eða miðað við hvaða gengisvísitölu. Það sem skiptir máli er að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna kynntu sér fjárfestingarnar oft á tíðum ekki nægilega vel. Þeir stóðu ekki nægilegan vörð um peningana okkar. Það var of auðvelt að plata þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Forsvarsmenn lífeyrissjóða keppast nú um að túlka niðurstöðu nefndar sem gerði úttekt á starfsemi sjóðanna fyrir hrun sér í hag eða segja hana fulla af rangfærslum. Þeir virðast ekki ætla að taka helstu niðurstöðu skýrslunnar til sín. Þá að þeir voru, allt of oft, plataðir til að fjárfesta í vafasömum gerningum. Þeir juku til dæmis gjaldmiðlavarnir sínar um rúmlega helming frá miðju ári 2007 og fram að bankahruni. Þetta gerðist á sama tíma og krónan var að veikjast og mikil umræða var í gangi í fjölmiðlum um að bankarnir væru sjálfir að fella krónuna. Ein helsta röksemd lífeyrissjóðanna í deilum þeirra um uppgjör þessara samninga nú er sú að þeir hafi verið plataðir. Að sumir bankarnir hafi verið að gera nákvæmlega það sem allir voru að tala um í aðdraganda hrunsins, að fella vísvitandi krónuna til að auka hagnað sinn og vildarviðskipta sinna. Þessir samningar munu kosta sjóðina að minnsta kosti vel á fjórða tug milljarða. Þá er ljóst að skilmálar óveðtryggðra fyrirtækjaskuldabréfa voru almennt of veikir, en lífeyrissjóðirnir hafa þegar tapað rúmlega 90 milljörðum króna á slíkum bréfum. Í skýrslunni segir að það megi „sjá að þeir sem náðu undirtökum í hlutafélagi, náðu ekki aðeins tangarhaldi á sjóðum félagsins, heldur gátu þeir einnig gefið út skuldabréf í nafni félagsins væri það í góðu áliti. Síðan mátti færa sjóðina og lánsféð í annað félag (eignarhaldsfélag) og skilja skelina eina eftir handa kröfuhöfunum til að bítast um". Með öðrum orðum þá var hlutafélögum sem voru „í góðu áliti" gert kleift að gefa út skuldabréf, selja lífeyrissjóðunum, færa síðan allar eignir frá útgefandanum og skilja ekkert eftir handa sjóðunum. Engir skilmálar voru settir til að koma í veg fyrir þetta. Séðir menn plötuðu sjóðina til að kaupa verðlausa pappíra. Sjóðirnir virðast líka hafa verið plataðir til að taka þátt í hlutabréfaviðskiptum sem virtust byggð á vafasömum grunni. Í skýrslunni er til að mynda rakið hvernig sjóðirnir ákváðu að taka þátt í hlutabréfaútboði FL Group í desember 2007 þrátt fyrir að virði bréfa í félaginu hefði fallið mikið í aðdraganda þess. Tveimur mánuðum eftir hlutabréfaútboðið var tilkynnt um að tap FL Group á árinu 2007 hefði numið 67,3 milljörðum króna. Það getur varla verið að stjórnendur lífeyrissjóðanna hafi haft vitneskju um raunverulega stöðu FL Group á þessum tíma. Þeir hljóta að hafa verið plataðir. Það skiptir ekki öllu máli hver krónutala taps sjóðanna var. Það skiptir ekki máli frá hvaða degi það er reiknað eða miðað við hvaða gengisvísitölu. Það sem skiptir máli er að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna kynntu sér fjárfestingarnar oft á tíðum ekki nægilega vel. Þeir stóðu ekki nægilegan vörð um peningana okkar. Það var of auðvelt að plata þá.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun