Ísland gerir ekki nóg til að fyrirbyggja kynþáttafordóma 21. febrúar 2012 05:00 Árið 2006 var hugmyndin að reisa mmosku við hliðina á Staldrinu. Þá áttu Múslimar fá lóð á hálfgerðu malarsvæði í jaðrinum á Elliðaárdalnum, nánar tiltekið við hliðina á Staldrinu í Reykjavík. Fréttablaðið/hari Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðs (ECRI) um Ísland sem kynnt verður í dag. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur til úrbóta og mælist ECRI til þess að íslensk stjórnvöld setji þrjú mál í sérstakan forgang. Í fyrsta lagi skuli múslimar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu. Í annan stað eru stjórnvöld hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Loks er hvatt til þess að í hegningarlögum verði metið til refsiþyngingar ef kynþáttafordómar liggi að baki brotum. Á næstu tveimur árum hyggst ECRI fylgja þessum þremur atriðum eftir. Skýrsluhöfundar benda auk þess á ýmislegt annað sem betur megi fara hérlendis. Til dæmis hafi enn ekki verið komið á fót sérhæfðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna við kynþáttafordómum og mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis og ekki hafi heldur verið komið á fót óháðu embætti sem fara eigi með rannsókn ásakana um ósæmilega hegðun af hálfu lögreglunnar. Þá hafi fjármagn til íslenskukennslu fyrir útlendinga verið skorið niður, fjölmiðlar tiltaki oft þjóðerni einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot, án þess að það tengist málinu beint og hlutfall þeirra sem hætta námi í framhaldsskóla sé mun hærra meðal nemenda sem koma úr röðum innflytjenda en meðal íslenskra nemenda. Það er mat skýrsluhöfunda að margt hafi verið fært til betri vegar frá því að síðasta skýrsla kom út árið 2006. Þar má nefna að lög sem banni mismunun á grundvelli kynþáttar séu í undirbúningi og aðgerðir til að tryggja að erlendar konur neyðist ekki til að vera áfram í ofbeldissamböndum af ótta við að missa rétt sinn til veru á Íslandi. Þá hafi reglur um hælisleitendur hér á landi verið bættar. - þj Fréttir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðs (ECRI) um Ísland sem kynnt verður í dag. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur til úrbóta og mælist ECRI til þess að íslensk stjórnvöld setji þrjú mál í sérstakan forgang. Í fyrsta lagi skuli múslimar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu. Í annan stað eru stjórnvöld hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Loks er hvatt til þess að í hegningarlögum verði metið til refsiþyngingar ef kynþáttafordómar liggi að baki brotum. Á næstu tveimur árum hyggst ECRI fylgja þessum þremur atriðum eftir. Skýrsluhöfundar benda auk þess á ýmislegt annað sem betur megi fara hérlendis. Til dæmis hafi enn ekki verið komið á fót sérhæfðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna við kynþáttafordómum og mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis og ekki hafi heldur verið komið á fót óháðu embætti sem fara eigi með rannsókn ásakana um ósæmilega hegðun af hálfu lögreglunnar. Þá hafi fjármagn til íslenskukennslu fyrir útlendinga verið skorið niður, fjölmiðlar tiltaki oft þjóðerni einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot, án þess að það tengist málinu beint og hlutfall þeirra sem hætta námi í framhaldsskóla sé mun hærra meðal nemenda sem koma úr röðum innflytjenda en meðal íslenskra nemenda. Það er mat skýrsluhöfunda að margt hafi verið fært til betri vegar frá því að síðasta skýrsla kom út árið 2006. Þar má nefna að lög sem banni mismunun á grundvelli kynþáttar séu í undirbúningi og aðgerðir til að tryggja að erlendar konur neyðist ekki til að vera áfram í ofbeldissamböndum af ótta við að missa rétt sinn til veru á Íslandi. Þá hafi reglur um hælisleitendur hér á landi verið bættar. - þj
Fréttir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira