Hótar að fara fram á gjaldþrot Framsóknar 22. febrúar 2012 07:00 Skulda Kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009 hefur getið af sér tvö dómsmál.Fréttablaðið/valli Sýslumaðurinn í Reykjavík gerði árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík á mánudaginn fyrir viku að kröfu JCDecaux á Íslandi, sem á og rekur velflest strætóskýli í Reykjavík. Flokkurinn birti auglýsingar í strætóskýlunum fyrir alþingiskosningarnar 2009 og skuldaði fyrirtækinu vegna þess 2,3 milljónir króna. Sú skuld stendur nú í 3,6 milljónum. Eftir fjárnámið árangurslausa hefur JCDecaux þrjár vikur til að fara fram á að flokksfélagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn, Einar Hermannsson, segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann grípi til þess úrræðis. „Ég er nú talsmaður samninga en það er náttúrulega ekki hægt að láta þá komast upp með þetta," segir Einar. Flokkurinn hefur gert ágreining um skuldina og málið fór alla leið fyrir héraðsdóm sem dæmdi JCDecaux í vil. Framsóknarflokkurinn boðaði að málinu yrði vísað til Hæstaréttar en í millitíðinni ákvað fyrirtækið að verða sér úti um tryggingu fyrir greiðslunni með fjárnámi. Þegar til kastanna kom mætti enginn frá Framsóknarflokknum til að vera viðstaddur fjárnámsgerðina hjá sýslumanni og því var það lýst árangurslaust. „Þeir eru búnir að tapa málinu í héraði og ber að greiða þessa skuld," segir Einar, sem furðar sig á vinnubrögðum stjórnmálaflokksins. „Ég er mjög hissa á að flokkurinn skuli láta þetta fara þessa leið," segir hann. Deilan er við flokksfélagið í Reykjavík en Einar útilokar ekki að reyna að sækja að æðri stofnunum. „Ég veit ekki hvernig regnhlífin virkar – hvort Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á þeim – en það er klárlega eitthvað sem við munum kanna." Þetta er í annað sinn á þessu ári – hið minnsta – sem gert er árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum. Í janúar gerði Sýslumaðurinn í Reykjavík fjárnám sem reyndist árangurslaust hjá flokknum sjálfum, en ekki Reykjavíkurfélaginu eins og í tilfelli JCDecaux, að kröfu þrotabús auglýsingastofunnar Góðs fólks. Þar var einnig um að ræða vinnu við kosningaherferðina árið 2009 og sú tveggja milljóna króna krafa fór líka fyrir dóm þar sem flokkurinn taldi að stofan hefði verðlagt vinnu sína of hátt. Skuldin fékkst ekki greidd fyrr en eftir fjárnámið árangurslausa. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík gerði árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík á mánudaginn fyrir viku að kröfu JCDecaux á Íslandi, sem á og rekur velflest strætóskýli í Reykjavík. Flokkurinn birti auglýsingar í strætóskýlunum fyrir alþingiskosningarnar 2009 og skuldaði fyrirtækinu vegna þess 2,3 milljónir króna. Sú skuld stendur nú í 3,6 milljónum. Eftir fjárnámið árangurslausa hefur JCDecaux þrjár vikur til að fara fram á að flokksfélagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn, Einar Hermannsson, segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann grípi til þess úrræðis. „Ég er nú talsmaður samninga en það er náttúrulega ekki hægt að láta þá komast upp með þetta," segir Einar. Flokkurinn hefur gert ágreining um skuldina og málið fór alla leið fyrir héraðsdóm sem dæmdi JCDecaux í vil. Framsóknarflokkurinn boðaði að málinu yrði vísað til Hæstaréttar en í millitíðinni ákvað fyrirtækið að verða sér úti um tryggingu fyrir greiðslunni með fjárnámi. Þegar til kastanna kom mætti enginn frá Framsóknarflokknum til að vera viðstaddur fjárnámsgerðina hjá sýslumanni og því var það lýst árangurslaust. „Þeir eru búnir að tapa málinu í héraði og ber að greiða þessa skuld," segir Einar, sem furðar sig á vinnubrögðum stjórnmálaflokksins. „Ég er mjög hissa á að flokkurinn skuli láta þetta fara þessa leið," segir hann. Deilan er við flokksfélagið í Reykjavík en Einar útilokar ekki að reyna að sækja að æðri stofnunum. „Ég veit ekki hvernig regnhlífin virkar – hvort Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á þeim – en það er klárlega eitthvað sem við munum kanna." Þetta er í annað sinn á þessu ári – hið minnsta – sem gert er árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum. Í janúar gerði Sýslumaðurinn í Reykjavík fjárnám sem reyndist árangurslaust hjá flokknum sjálfum, en ekki Reykjavíkurfélaginu eins og í tilfelli JCDecaux, að kröfu þrotabús auglýsingastofunnar Góðs fólks. Þar var einnig um að ræða vinnu við kosningaherferðina árið 2009 og sú tveggja milljóna króna krafa fór líka fyrir dóm þar sem flokkurinn taldi að stofan hefði verðlagt vinnu sína of hátt. Skuldin fékkst ekki greidd fyrr en eftir fjárnámið árangurslausa. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira