Hótar að fara fram á gjaldþrot Framsóknar 22. febrúar 2012 07:00 Skulda Kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009 hefur getið af sér tvö dómsmál.Fréttablaðið/valli Sýslumaðurinn í Reykjavík gerði árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík á mánudaginn fyrir viku að kröfu JCDecaux á Íslandi, sem á og rekur velflest strætóskýli í Reykjavík. Flokkurinn birti auglýsingar í strætóskýlunum fyrir alþingiskosningarnar 2009 og skuldaði fyrirtækinu vegna þess 2,3 milljónir króna. Sú skuld stendur nú í 3,6 milljónum. Eftir fjárnámið árangurslausa hefur JCDecaux þrjár vikur til að fara fram á að flokksfélagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn, Einar Hermannsson, segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann grípi til þess úrræðis. „Ég er nú talsmaður samninga en það er náttúrulega ekki hægt að láta þá komast upp með þetta," segir Einar. Flokkurinn hefur gert ágreining um skuldina og málið fór alla leið fyrir héraðsdóm sem dæmdi JCDecaux í vil. Framsóknarflokkurinn boðaði að málinu yrði vísað til Hæstaréttar en í millitíðinni ákvað fyrirtækið að verða sér úti um tryggingu fyrir greiðslunni með fjárnámi. Þegar til kastanna kom mætti enginn frá Framsóknarflokknum til að vera viðstaddur fjárnámsgerðina hjá sýslumanni og því var það lýst árangurslaust. „Þeir eru búnir að tapa málinu í héraði og ber að greiða þessa skuld," segir Einar, sem furðar sig á vinnubrögðum stjórnmálaflokksins. „Ég er mjög hissa á að flokkurinn skuli láta þetta fara þessa leið," segir hann. Deilan er við flokksfélagið í Reykjavík en Einar útilokar ekki að reyna að sækja að æðri stofnunum. „Ég veit ekki hvernig regnhlífin virkar – hvort Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á þeim – en það er klárlega eitthvað sem við munum kanna." Þetta er í annað sinn á þessu ári – hið minnsta – sem gert er árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum. Í janúar gerði Sýslumaðurinn í Reykjavík fjárnám sem reyndist árangurslaust hjá flokknum sjálfum, en ekki Reykjavíkurfélaginu eins og í tilfelli JCDecaux, að kröfu þrotabús auglýsingastofunnar Góðs fólks. Þar var einnig um að ræða vinnu við kosningaherferðina árið 2009 og sú tveggja milljóna króna krafa fór líka fyrir dóm þar sem flokkurinn taldi að stofan hefði verðlagt vinnu sína of hátt. Skuldin fékkst ekki greidd fyrr en eftir fjárnámið árangurslausa. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík gerði árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík á mánudaginn fyrir viku að kröfu JCDecaux á Íslandi, sem á og rekur velflest strætóskýli í Reykjavík. Flokkurinn birti auglýsingar í strætóskýlunum fyrir alþingiskosningarnar 2009 og skuldaði fyrirtækinu vegna þess 2,3 milljónir króna. Sú skuld stendur nú í 3,6 milljónum. Eftir fjárnámið árangurslausa hefur JCDecaux þrjár vikur til að fara fram á að flokksfélagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn, Einar Hermannsson, segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann grípi til þess úrræðis. „Ég er nú talsmaður samninga en það er náttúrulega ekki hægt að láta þá komast upp með þetta," segir Einar. Flokkurinn hefur gert ágreining um skuldina og málið fór alla leið fyrir héraðsdóm sem dæmdi JCDecaux í vil. Framsóknarflokkurinn boðaði að málinu yrði vísað til Hæstaréttar en í millitíðinni ákvað fyrirtækið að verða sér úti um tryggingu fyrir greiðslunni með fjárnámi. Þegar til kastanna kom mætti enginn frá Framsóknarflokknum til að vera viðstaddur fjárnámsgerðina hjá sýslumanni og því var það lýst árangurslaust. „Þeir eru búnir að tapa málinu í héraði og ber að greiða þessa skuld," segir Einar, sem furðar sig á vinnubrögðum stjórnmálaflokksins. „Ég er mjög hissa á að flokkurinn skuli láta þetta fara þessa leið," segir hann. Deilan er við flokksfélagið í Reykjavík en Einar útilokar ekki að reyna að sækja að æðri stofnunum. „Ég veit ekki hvernig regnhlífin virkar – hvort Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á þeim – en það er klárlega eitthvað sem við munum kanna." Þetta er í annað sinn á þessu ári – hið minnsta – sem gert er árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum. Í janúar gerði Sýslumaðurinn í Reykjavík fjárnám sem reyndist árangurslaust hjá flokknum sjálfum, en ekki Reykjavíkurfélaginu eins og í tilfelli JCDecaux, að kröfu þrotabús auglýsingastofunnar Góðs fólks. Þar var einnig um að ræða vinnu við kosningaherferðina árið 2009 og sú tveggja milljóna króna krafa fór líka fyrir dóm þar sem flokkurinn taldi að stofan hefði verðlagt vinnu sína of hátt. Skuldin fékkst ekki greidd fyrr en eftir fjárnámið árangurslausa. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira