Þjóðin fái að kjósa um stjórnarskrána 22. febrúar 2012 05:45 Stjórnarskrá Til stendur að kalla stjórnlagaráð saman á ný í sumar fyrir væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu.Fréttablaðið/GVA Drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt í dag. Hart var deilt um málið á þingi í gær. Seinni umræðu lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi en atkvæði verða greidd um málið síðdegis í dag. Deilt var um breytingatillögu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við tillögu Þórs Saari og fleiri um málið í gær. Samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni stendur til að leggja fram spurningar um helstu atriði stjórnarskrárinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni gagnrýndu málsmeðferðina og töldu tillöguna ekki þingtæka. Þeir töldu breytingartillöguna svo umfangsmikla að í raun væri um nýja tillögu að ræða. Þá fylgdi henni ekki skrifleg kostnaðaráætlun, líkt og kveður á um í þingsköpum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði hins vegar að um breytingartillögu væri að ræða, meðal annars vegna þess að tillagan bæri enn sama heiti og sú upphaflega. Þá sagði hún að hefð væri fyrir því að ganga ekki hart eftir því að skrifleg kostnaðaráætlun fylgdi. Þá hygðist fyrsti flutningsmaður breytingartillögunnar, Valgerður H. Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, upplýsa um kostnaðinn í framsögu sinni. Olli þetta nokkru orðaskaki hjá þingmönnum, en að því loknu var tillagan tekin á dagskrá. Valgerður sagði eðlilegt að leggja fram breytingar á tillögunni þar sem hún mundi ganga aftur til stjórnlagaráðs áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Tími væri kominn til að stíga næsta skref í málinu. „Við þurfum að efla samráð, fyrst við stjórnlagaráð sem gjörþekkir tillögurnar sem liggja fyrir, og síðan við fólkið í landinu." Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, gagnrýndi að tillögur að þeim spurningum sem beina ætti til stjórnlagaráðs að leggja ætti fyrir þjóðina samhliða atkvæðagreiðslunni lægju ekki fyrir við upphaf umræðunnar, slíkt væri óðagotið. Undir það tóku fleiri. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, hafði uppi miklar efasemdir um að tillagan væri þingtæk. Efnislega sagði hann hana vera skemmri skírn á tillögu Þórs Saari. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri þingmenn kvörtuðu yfir því að Alþingi hefði ekki fengið að ræða málið efnislega og segja skoðun sína á breytingum stjórnarskrárinnar. Það væri ótækt með jafn mikilvægt efni. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt í dag. Hart var deilt um málið á þingi í gær. Seinni umræðu lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi en atkvæði verða greidd um málið síðdegis í dag. Deilt var um breytingatillögu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við tillögu Þórs Saari og fleiri um málið í gær. Samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni stendur til að leggja fram spurningar um helstu atriði stjórnarskrárinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni gagnrýndu málsmeðferðina og töldu tillöguna ekki þingtæka. Þeir töldu breytingartillöguna svo umfangsmikla að í raun væri um nýja tillögu að ræða. Þá fylgdi henni ekki skrifleg kostnaðaráætlun, líkt og kveður á um í þingsköpum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði hins vegar að um breytingartillögu væri að ræða, meðal annars vegna þess að tillagan bæri enn sama heiti og sú upphaflega. Þá sagði hún að hefð væri fyrir því að ganga ekki hart eftir því að skrifleg kostnaðaráætlun fylgdi. Þá hygðist fyrsti flutningsmaður breytingartillögunnar, Valgerður H. Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, upplýsa um kostnaðinn í framsögu sinni. Olli þetta nokkru orðaskaki hjá þingmönnum, en að því loknu var tillagan tekin á dagskrá. Valgerður sagði eðlilegt að leggja fram breytingar á tillögunni þar sem hún mundi ganga aftur til stjórnlagaráðs áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Tími væri kominn til að stíga næsta skref í málinu. „Við þurfum að efla samráð, fyrst við stjórnlagaráð sem gjörþekkir tillögurnar sem liggja fyrir, og síðan við fólkið í landinu." Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, gagnrýndi að tillögur að þeim spurningum sem beina ætti til stjórnlagaráðs að leggja ætti fyrir þjóðina samhliða atkvæðagreiðslunni lægju ekki fyrir við upphaf umræðunnar, slíkt væri óðagotið. Undir það tóku fleiri. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, hafði uppi miklar efasemdir um að tillagan væri þingtæk. Efnislega sagði hann hana vera skemmri skírn á tillögu Þórs Saari. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri þingmenn kvörtuðu yfir því að Alþingi hefði ekki fengið að ræða málið efnislega og segja skoðun sína á breytingum stjórnarskrárinnar. Það væri ótækt með jafn mikilvægt efni. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira