EFTA mun skera úr um heimildir ÁTVR 24. febrúar 2012 06:00 Bannaður Myndir og texti á umbúðum Tempt-eplamjaðarins þóttu kynferðislegar og ákvað ÁTVR að heimila ekki sölu á drykknum. EFTA-dómstóllinn mun gefa ráðgefandi álit á heimildum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) til að hafna því að taka áfengistegundir í sölu. Áfengisheildsalar hafa deilt hart á stofnunina fyrir að neita að selja áfengistegundir vegna umbúðanna. Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri áfengisheildsölunnar HOB vín, segir ákvarðanir stjórnenda ÁTVR iðulega gerræðislegar og byggja á afar hæpnum forsendum. ÁTVR hafnaði því á síðasta ári að taka Tempt-eplamjöð (cider) í dósum í tilraunasölu meðal annars á þeim forsendum að umbúðirnar væru með kynferðislegum skírskotunum og brytu í bága við almennt velsæmi. Sigurður segir synjun ÁTVR algerlega ómálefnalega, og það eigi við um margar aðrar ákvarðanir sem snúi að honum og öðrum heildsölum. Sigurður höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um heimildir ÁTVR. Stofnunin tók til varna fyrir dómi og taldi enga ástæðu til að fá slíkt álit. Dómurinn tók undir kröfu Sigurðar, og Hæstiréttur staðfesti nýverið að afla skuli álits dómstólsins. Í átta blaðsíðna greinargerð sem unnin var af sjálfstætt starfandi lögmanni fyrir ÁTVR vegna epladrykkjarins er rýnt ítarlega í myndir á umbúðunum og þær sagðar til þess fallnar að gera drykkinn „spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt", og að „kynferðisleg skírskotun" blasi við. Umbúðir eplamjaðarins segir lögmaðurinn vera í „síðrómantískum stíl" sem minni helst á „Moulin Rouge þema" með smágerðum fígúrum, blómum, fuglum og öðru „dúlleríi". Þar segir jafnframt: „Ekki er þörf á því að vera kaþólskari en páfinn til að sjá að slíkur undirtónn hlaðinn slíkum gildum, samrýmist engan veginn áfengisstefnu íslenskra stjórnvalda, hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á berum kvenmannskroppum." Í reglum sem gilda um vöruúrval í ÁTVR segir meðal annars að umbúðir vöru megi aðeins innihalda skilaboð sem tengist vörunni. Ekki megi vera þar skilaboð sem innihaldi gildishlaðnar upplýsingar, eða gefi til kynna að áfengi auki líkamlega, andlega, félagslega eða kynferðislega getu. Þá megi þær ekki brjóta í bága við almennt velsæmi, meðal annars með því að vera klámfengnar. Lögmaðurinn lagði til að ÁTVR hafnaði því að taka vöruna í sölu meðal annars vegna þess að það gæti opnað dyr fyrir enn grófari umbúðir. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
EFTA-dómstóllinn mun gefa ráðgefandi álit á heimildum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) til að hafna því að taka áfengistegundir í sölu. Áfengisheildsalar hafa deilt hart á stofnunina fyrir að neita að selja áfengistegundir vegna umbúðanna. Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri áfengisheildsölunnar HOB vín, segir ákvarðanir stjórnenda ÁTVR iðulega gerræðislegar og byggja á afar hæpnum forsendum. ÁTVR hafnaði því á síðasta ári að taka Tempt-eplamjöð (cider) í dósum í tilraunasölu meðal annars á þeim forsendum að umbúðirnar væru með kynferðislegum skírskotunum og brytu í bága við almennt velsæmi. Sigurður segir synjun ÁTVR algerlega ómálefnalega, og það eigi við um margar aðrar ákvarðanir sem snúi að honum og öðrum heildsölum. Sigurður höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um heimildir ÁTVR. Stofnunin tók til varna fyrir dómi og taldi enga ástæðu til að fá slíkt álit. Dómurinn tók undir kröfu Sigurðar, og Hæstiréttur staðfesti nýverið að afla skuli álits dómstólsins. Í átta blaðsíðna greinargerð sem unnin var af sjálfstætt starfandi lögmanni fyrir ÁTVR vegna epladrykkjarins er rýnt ítarlega í myndir á umbúðunum og þær sagðar til þess fallnar að gera drykkinn „spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt", og að „kynferðisleg skírskotun" blasi við. Umbúðir eplamjaðarins segir lögmaðurinn vera í „síðrómantískum stíl" sem minni helst á „Moulin Rouge þema" með smágerðum fígúrum, blómum, fuglum og öðru „dúlleríi". Þar segir jafnframt: „Ekki er þörf á því að vera kaþólskari en páfinn til að sjá að slíkur undirtónn hlaðinn slíkum gildum, samrýmist engan veginn áfengisstefnu íslenskra stjórnvalda, hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á berum kvenmannskroppum." Í reglum sem gilda um vöruúrval í ÁTVR segir meðal annars að umbúðir vöru megi aðeins innihalda skilaboð sem tengist vörunni. Ekki megi vera þar skilaboð sem innihaldi gildishlaðnar upplýsingar, eða gefi til kynna að áfengi auki líkamlega, andlega, félagslega eða kynferðislega getu. Þá megi þær ekki brjóta í bága við almennt velsæmi, meðal annars með því að vera klámfengnar. Lögmaðurinn lagði til að ÁTVR hafnaði því að taka vöruna í sölu meðal annars vegna þess að það gæti opnað dyr fyrir enn grófari umbúðir. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira