Byrjað á hrunráðherrum 3. mars 2012 09:00 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sakborningur, verður fyrstur í vitnastúku í landsdómsmálinu á mánudag. Samkvæmt áætlun á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra í aðdraganda hrunsins, einnig að bera vitni á mánudag. Það fer þó eftir því hvort hún nái til landsins í tæka tíð, en Ingibjörg Sólrún starfar sem yfirmaður UN Women í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Heimildir Fréttablaðsins herma að stefnt sé á að alls sex vitni verði kölluð fyrir á þriðjudag. Fyrst eiga fjórir ráðherrar úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem Geir veitti forstöðu fram í febrúar 2009, að setjast í vitnastúkuna. Þeir eru Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, sem var efnahags- og viðskiptaráðherra, Össur Skarphéðinsson sitjandi utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Óvissa er þó um að Árni verði kominn til landsins, en hann starfar sem aðstoðarframkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Róm á Ítalíu. Í kjölfarið mun Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og núverandi aðstoðarseðlabankastjóri, bera vitni. Að því loknu mun Davíð Oddsson, sem var formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands frá september 2005 og fram í febrúar 2009, setjast í vitnastúkuna. Davíð, sem er einnig fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra til þrettán ára, er í dag annar ritstjóra Morgunblaðsins. Alls er búist við því að á sjötta tug vitna verði kölluð fyrir í málsmeðferðinni. Alþingi samþykkti 28. september 2010 að ákæra Geir fyrir Landsdómi. Við sama tækifæri hafnaði þingið því að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvin og Árna. Alþingi höfðaði síðan málið með ákæru 10. maí 2011. Landsdómur vísaði tveimur ákæruliðum frá í október síðastliðnum. Eftir standa fjórir ákæruliðir. Bjarni Benediktsson lagði fram tillögu um að afturkalla ákæruna á hendur Geir í desember síðastliðnum. Alþingi samþykkti á fimmtudag með 33 atkvæðum gegn 27 að vísa tillögunni frá. Því munu vitnaleiðslur hefjast á mánudag, 5. mars. - þsj Landsdómur Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sakborningur, verður fyrstur í vitnastúku í landsdómsmálinu á mánudag. Samkvæmt áætlun á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra í aðdraganda hrunsins, einnig að bera vitni á mánudag. Það fer þó eftir því hvort hún nái til landsins í tæka tíð, en Ingibjörg Sólrún starfar sem yfirmaður UN Women í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Heimildir Fréttablaðsins herma að stefnt sé á að alls sex vitni verði kölluð fyrir á þriðjudag. Fyrst eiga fjórir ráðherrar úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem Geir veitti forstöðu fram í febrúar 2009, að setjast í vitnastúkuna. Þeir eru Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, sem var efnahags- og viðskiptaráðherra, Össur Skarphéðinsson sitjandi utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Óvissa er þó um að Árni verði kominn til landsins, en hann starfar sem aðstoðarframkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Róm á Ítalíu. Í kjölfarið mun Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og núverandi aðstoðarseðlabankastjóri, bera vitni. Að því loknu mun Davíð Oddsson, sem var formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands frá september 2005 og fram í febrúar 2009, setjast í vitnastúkuna. Davíð, sem er einnig fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra til þrettán ára, er í dag annar ritstjóra Morgunblaðsins. Alls er búist við því að á sjötta tug vitna verði kölluð fyrir í málsmeðferðinni. Alþingi samþykkti 28. september 2010 að ákæra Geir fyrir Landsdómi. Við sama tækifæri hafnaði þingið því að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvin og Árna. Alþingi höfðaði síðan málið með ákæru 10. maí 2011. Landsdómur vísaði tveimur ákæruliðum frá í október síðastliðnum. Eftir standa fjórir ákæruliðir. Bjarni Benediktsson lagði fram tillögu um að afturkalla ákæruna á hendur Geir í desember síðastliðnum. Alþingi samþykkti á fimmtudag með 33 atkvæðum gegn 27 að vísa tillögunni frá. Því munu vitnaleiðslur hefjast á mánudag, 5. mars. - þsj
Landsdómur Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira