Smá djók Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 8. mars 2012 11:00 Klaufar, trúðar og allt annað Umfjöllunarefni Úps! er grín í víðri merkingu. dans. ÚPS!. Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan sýnir í Tjarnarbíói. Leikstjóri: Víkingur Kristjánsson. Flytjendur: Hannes Óli Ágústsson, Katrín Gunnarsdóttir, Melkorka Sigríður og Ragnheiður Bjarnarson, tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson, leikmynd: Tinna Ottesen. Fimmtudagskvöldið 1. mars frumsýndi Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan þriðja dansleikhúsverkið sitt þar sem sóttur er innblástur í verk Williams Shakespeares. Í þetta sinn voru gamanleikirnir skoðaðir í því markmiði að velta fyrir sér húmor þá og nú. Í verkinu voru teknar til umfjöllunar allar gerðir húmors, öll trixin í bókinni sýnd. Þátttakendurnir duttu á bossann, runnu á bananahýði, eltust við draumsýnir og misskilning, sögðu grófa og niðrandi brandara og grínuðust hvert með annað. Þeir voru klaufar, trúðar og allt það annað sem finna má í gamanþáttum, gamanleikritum, gamanmyndum, uppistandi og öðru því sem gaman á að vera að. Efnislega var Shakespeare í fjarlægum bakgrunni þó að vel mætti sjá beina skírskotun í verk hans í sumum atriðunum. Andi hans sveif þó yfir vötnum, ekki síst vegna snilldarlega gerðra búninga. Sviðsmynd verksins var falleg og gaf verkinu klaufalegan en um leið ævintýralegan blæ. Lýsingin vann algjörlega með sviðsmyndinni og tónlistin var þegar henni bar en annars ekki. Umfjöllunarefni dansverksins Úps! er grín í víðri merkingu. Sýningin sjálf er líka partur af umfjöllunarefninu að því leyti að hún er uppfull af sviðsettum klaufaskap, mistökum og vandræðagangi sýnendanna. Ofan á allt þetta er æfingaferlið og undirbúningur sýningarinnar partur af gríninu. Afhjúpaðir eru árekstrar sem upp koma í mótunarferlinu meðal annars á milli listformanna, leiklistar og dans, gert er grín að samspili þessara listforma sem og samvinnu einstaklinganna sem unnu að sýningunni. Þessi marglaga efnistök kölluðu á margbreytilega framsetningu efnisins. Það komu fram kaflar þar sem skýr kóreógrafía réð ríkjum, sýnendur komu líka fram og fluttu sín atriði líkt og uppistand, talað var til áhorfenda í fyrirlestrastíl og gripið var til tækni trúðsins, leikarans og dansarans. Verkið náði því ekki að renna sem fastmótuð heild heldur upplifðist sem samansafn atriða sem öll áttu það sameiginlegt að vera grín. Brotin voru skemmtileg og í sumum þeirra mátti finna hárbeittar athugasemdir innan gamanseminnar. Það að safna saman öllu þessu gríni á einn stað og gera síðan grín að því er í sjálfu sér frábær hugmynd sem hópnum tókst að vinna vel úr. Hugmyndin kallaði samt á sterkari efnistök því að grín er dauðans alvara þó að það sé til gamans gert. Frammistaða þátttakandanna var ágæt. Þau skiluðu sínu á afslappaðan hátt og mynduðu góða heild. Sýningin Úps! ber þess þó merki, eins og flestar þær danssýningar sem settar eru upp hér á landi, fyrir utan sýningar Íslenska dansflokksins, að danslistamenn fá ekki nægilega mörg tækifæri til að halda sér við í listinni. Því til þess að vera atvinnumanneskja í einhverri grein verður að stunda hana oft og mikið allan ársins hring. Niðurstaða: Efnisval sýningarinnar er frumlegt og aðstandendum hennar tekst að skemmta áhorfendum með uppátækjum sínum. Það vantar samt upp á skýrari þráð til að skapa sterkari heild. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
dans. ÚPS!. Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan sýnir í Tjarnarbíói. Leikstjóri: Víkingur Kristjánsson. Flytjendur: Hannes Óli Ágústsson, Katrín Gunnarsdóttir, Melkorka Sigríður og Ragnheiður Bjarnarson, tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson, leikmynd: Tinna Ottesen. Fimmtudagskvöldið 1. mars frumsýndi Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan þriðja dansleikhúsverkið sitt þar sem sóttur er innblástur í verk Williams Shakespeares. Í þetta sinn voru gamanleikirnir skoðaðir í því markmiði að velta fyrir sér húmor þá og nú. Í verkinu voru teknar til umfjöllunar allar gerðir húmors, öll trixin í bókinni sýnd. Þátttakendurnir duttu á bossann, runnu á bananahýði, eltust við draumsýnir og misskilning, sögðu grófa og niðrandi brandara og grínuðust hvert með annað. Þeir voru klaufar, trúðar og allt það annað sem finna má í gamanþáttum, gamanleikritum, gamanmyndum, uppistandi og öðru því sem gaman á að vera að. Efnislega var Shakespeare í fjarlægum bakgrunni þó að vel mætti sjá beina skírskotun í verk hans í sumum atriðunum. Andi hans sveif þó yfir vötnum, ekki síst vegna snilldarlega gerðra búninga. Sviðsmynd verksins var falleg og gaf verkinu klaufalegan en um leið ævintýralegan blæ. Lýsingin vann algjörlega með sviðsmyndinni og tónlistin var þegar henni bar en annars ekki. Umfjöllunarefni dansverksins Úps! er grín í víðri merkingu. Sýningin sjálf er líka partur af umfjöllunarefninu að því leyti að hún er uppfull af sviðsettum klaufaskap, mistökum og vandræðagangi sýnendanna. Ofan á allt þetta er æfingaferlið og undirbúningur sýningarinnar partur af gríninu. Afhjúpaðir eru árekstrar sem upp koma í mótunarferlinu meðal annars á milli listformanna, leiklistar og dans, gert er grín að samspili þessara listforma sem og samvinnu einstaklinganna sem unnu að sýningunni. Þessi marglaga efnistök kölluðu á margbreytilega framsetningu efnisins. Það komu fram kaflar þar sem skýr kóreógrafía réð ríkjum, sýnendur komu líka fram og fluttu sín atriði líkt og uppistand, talað var til áhorfenda í fyrirlestrastíl og gripið var til tækni trúðsins, leikarans og dansarans. Verkið náði því ekki að renna sem fastmótuð heild heldur upplifðist sem samansafn atriða sem öll áttu það sameiginlegt að vera grín. Brotin voru skemmtileg og í sumum þeirra mátti finna hárbeittar athugasemdir innan gamanseminnar. Það að safna saman öllu þessu gríni á einn stað og gera síðan grín að því er í sjálfu sér frábær hugmynd sem hópnum tókst að vinna vel úr. Hugmyndin kallaði samt á sterkari efnistök því að grín er dauðans alvara þó að það sé til gamans gert. Frammistaða þátttakandanna var ágæt. Þau skiluðu sínu á afslappaðan hátt og mynduðu góða heild. Sýningin Úps! ber þess þó merki, eins og flestar þær danssýningar sem settar eru upp hér á landi, fyrir utan sýningar Íslenska dansflokksins, að danslistamenn fá ekki nægilega mörg tækifæri til að halda sér við í listinni. Því til þess að vera atvinnumanneskja í einhverri grein verður að stunda hana oft og mikið allan ársins hring. Niðurstaða: Efnisval sýningarinnar er frumlegt og aðstandendum hennar tekst að skemmta áhorfendum með uppátækjum sínum. Það vantar samt upp á skýrari þráð til að skapa sterkari heild.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira