Gerir allt vitlaust þriðja hvern dag 8. mars 2012 09:30 „Ég treysti mér alveg til að gera allt vitlaust þriðja hvern dag," segir Eiríkur Jónsson. Blaðamaðurinn umdeildi er í þann mund að setja í loftið vefsíðuna Eirikurjonsson.is. „Þetta er nýr vefur sem byggir á löngum ferli mínum. Ég hef verið að blogga á Eyjunni með 35 til 40 þúsund lesendur á viku og þetta byggir á því. En það verður meira á síðunni og þetta verður nýstárlega sett upp." Búið er að stofna hlutafélagið Eiríkur Jónsson ehf. og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fjársterkir aðilar sem koma að því. Eiríkur kveðst ekki ætla að elta aðra netmiðla enda sjái þeir sjálfir um að elta hver annan. Nýjar fréttir í hinum sérstæða stíl hans verða í fyrirrúmi og í framtíðinni verður sjónvarp á síðunni þar sem gamlir viðtalsþættir hans verða hugsanlega endurvaktir. „Þetta verður eins og fjölmiðill en algjörlega á mínum forsendum." Eiríkur hefur komið víða við á blaðamannaferli sínum. Undanfarið hefur hann bloggað á Eyjunni en þar áður var hann einnig blaðamaður á Pressunni. Netið á hug hans allan enda segir hann framtíðina vera þar. „Ég ætla ekki að koma hægt og hljótt inn í þetta. Þessi vefsíða byggist á þessari tröllatrú sem ég hef á netinu til framtíðar. Sá sem er búinn að koma sér sæmilega fyrir á netinu hefur mikið forskot." Spurður hvort stofnun síðunnar eigi sér langan aðdraganda neitar Eiríkur því. Ástandið í samfélaginu hafi kallað á að hann gerði eitthvað upp á eigin spýtur. „Ef þú ætlar að biðja um vinnu einhversstaðar þá er sagt: „Við vorum að reka sex áðan". Það er allt lamað í samfélaginu og hvað gerirðu þá? Þá verðurðu að skapa." -fb Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
„Ég treysti mér alveg til að gera allt vitlaust þriðja hvern dag," segir Eiríkur Jónsson. Blaðamaðurinn umdeildi er í þann mund að setja í loftið vefsíðuna Eirikurjonsson.is. „Þetta er nýr vefur sem byggir á löngum ferli mínum. Ég hef verið að blogga á Eyjunni með 35 til 40 þúsund lesendur á viku og þetta byggir á því. En það verður meira á síðunni og þetta verður nýstárlega sett upp." Búið er að stofna hlutafélagið Eiríkur Jónsson ehf. og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fjársterkir aðilar sem koma að því. Eiríkur kveðst ekki ætla að elta aðra netmiðla enda sjái þeir sjálfir um að elta hver annan. Nýjar fréttir í hinum sérstæða stíl hans verða í fyrirrúmi og í framtíðinni verður sjónvarp á síðunni þar sem gamlir viðtalsþættir hans verða hugsanlega endurvaktir. „Þetta verður eins og fjölmiðill en algjörlega á mínum forsendum." Eiríkur hefur komið víða við á blaðamannaferli sínum. Undanfarið hefur hann bloggað á Eyjunni en þar áður var hann einnig blaðamaður á Pressunni. Netið á hug hans allan enda segir hann framtíðina vera þar. „Ég ætla ekki að koma hægt og hljótt inn í þetta. Þessi vefsíða byggist á þessari tröllatrú sem ég hef á netinu til framtíðar. Sá sem er búinn að koma sér sæmilega fyrir á netinu hefur mikið forskot." Spurður hvort stofnun síðunnar eigi sér langan aðdraganda neitar Eiríkur því. Ástandið í samfélaginu hafi kallað á að hann gerði eitthvað upp á eigin spýtur. „Ef þú ætlar að biðja um vinnu einhversstaðar þá er sagt: „Við vorum að reka sex áðan". Það er allt lamað í samfélaginu og hvað gerirðu þá? Þá verðurðu að skapa." -fb
Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira