Sameining bankanna var áhugamál JP Morgan 13. mars 2012 07:00 Lárus sagði það hafa verið vonbrigði að tíminn fram að gjalddaga á láni Glitnis, um þrjár vikur, hafi ekki verið nýttur í stað þess að þjóðnýta bankann strax í lok september. fréttablaðið/GVA Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í gær að viðbrögð Seðlabankans í aðdraganda „Glitnishelgarinnar“ hafi verið „gríðarleg vonbrigði“. Seðlabankinn tók 75% hlut í Glitni þá helgi sem markaði upphaf hins formlega bankahruns á Íslandi. Lárus sagði aðstæður hafa breyst mikið í upphafi árs 2008. Í mars hefði Glitnir unnið ansi viðamikla aðgerðaáætlun sem miðaði að því að auka lausafé bankans. Lárus leit svo á að bankinn hefði átt gott samstarf við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið (FME). Á meðal þeirra aðgerða sem unnið var að, var að selja starfsemi bankans í Noregi, selja lánasafn í Lúxemborg og loka ráðgjafaskrifstofu í Kaupmannahöfn. Auk þess hefði verið unnið að því að tvískrá hlutabréf bankans, en því verkefni var breytt þegar leið á árið á þá leið að reyna að sækja fé beint til fjárfestingasjóða. Þá var sameining Glitnis við Landsbankann sérstakt áhugamál bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan, helsta ráðgjafa Glitnis, sagði Lárus. Aldrei hefði þó komið nein niðurstaða í það mál þrátt fyrir ýmiss konar viðræður. Lárus sagði ástæðu þess að Glitnir leitaði til Seðlabankans í aðdraganda Glitnishelgarinnar svokölluðu vera þá að JP Morgan hefði mælt með því að Glitnir myndi athuga hvort Seðlabankinn gæti lánað sér gegn veði í norsku lánasöfnunum. Eftir fyrstu fundina með bankastjórum Seðlabankans hefði Lárus síðan ekkert heyrt frá þeim fyrr en á sunnudagskvöld þegar honum var tilkynnt að ríkið ætlaði að taka 75% hlut í bankanum. Það voru, að hans mati, gríðarleg vonbrigði, enda voru enn um þrjár vikur fram að gjalddaganum sem Glitnir var mögulega að lenda í vandræðum með að standa við. Lárus sagði að hann hefði viljað fá skýrari stefnu um hvernig yfirtakan myndi líta út og að hugmyndin yrði útfærð betur, meðal annars með því að hafa samband við alþjóðlegu matsfyrirtækin. Landsdómur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í gær að viðbrögð Seðlabankans í aðdraganda „Glitnishelgarinnar“ hafi verið „gríðarleg vonbrigði“. Seðlabankinn tók 75% hlut í Glitni þá helgi sem markaði upphaf hins formlega bankahruns á Íslandi. Lárus sagði aðstæður hafa breyst mikið í upphafi árs 2008. Í mars hefði Glitnir unnið ansi viðamikla aðgerðaáætlun sem miðaði að því að auka lausafé bankans. Lárus leit svo á að bankinn hefði átt gott samstarf við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið (FME). Á meðal þeirra aðgerða sem unnið var að, var að selja starfsemi bankans í Noregi, selja lánasafn í Lúxemborg og loka ráðgjafaskrifstofu í Kaupmannahöfn. Auk þess hefði verið unnið að því að tvískrá hlutabréf bankans, en því verkefni var breytt þegar leið á árið á þá leið að reyna að sækja fé beint til fjárfestingasjóða. Þá var sameining Glitnis við Landsbankann sérstakt áhugamál bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan, helsta ráðgjafa Glitnis, sagði Lárus. Aldrei hefði þó komið nein niðurstaða í það mál þrátt fyrir ýmiss konar viðræður. Lárus sagði ástæðu þess að Glitnir leitaði til Seðlabankans í aðdraganda Glitnishelgarinnar svokölluðu vera þá að JP Morgan hefði mælt með því að Glitnir myndi athuga hvort Seðlabankinn gæti lánað sér gegn veði í norsku lánasöfnunum. Eftir fyrstu fundina með bankastjórum Seðlabankans hefði Lárus síðan ekkert heyrt frá þeim fyrr en á sunnudagskvöld þegar honum var tilkynnt að ríkið ætlaði að taka 75% hlut í bankanum. Það voru, að hans mati, gríðarleg vonbrigði, enda voru enn um þrjár vikur fram að gjalddaganum sem Glitnir var mögulega að lenda í vandræðum með að standa við. Lárus sagði að hann hefði viljað fá skýrari stefnu um hvernig yfirtakan myndi líta út og að hugmyndin yrði útfærð betur, meðal annars með því að hafa samband við alþjóðlegu matsfyrirtækin.
Landsdómur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira