Yfirlýsing vegna gjaldmiðlaskipta týnd í ráðuneytinu 14. mars 2012 08:00 Steingrímur J. Sigfússon sagðist í Landsdómi í gær hafa það skjalfest meðal annars með ræðum og frumvörpum frá Alþingi að hann hafi talið efnahagsmálin stefna í óefni frá árinu 2005. Fréttablaðið/GVA Steingrímur J. Sigfússon, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir kosningar vorið 2009, sagðist fyrir Landsdómi í gær ekki hafa verið upplýstur um yfirlýsingu um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna gjaldmiðlaskiptasamnings við Noreg, Danmörku og Svíþjóð við komuna í ráðuneytið. Hann sagði það hafa verið afar auðmýkjandi að komast að tilvist plaggsins, sem hann kallaði samkomulag, í samræðum við sænska fjármálaráðherrann og sænska seðlabankastjórann nokkrum mánuðum eftir að hann hefði tekið við embætti fjármálaráðherra. Skjalið, sem Steingrímur kallaði samkomulag en Geir H. Haarde hefur kallað yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda, fannst ekki í fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir mikla leit, sagði Steingrímur. Þó var það undirritað af fjármálaráðherra, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og seðlabankastjóra. Á endanum sagðist Steingrímur hafa þurft að fá afrit af samkomulaginu frá Seðlabankanum þar sem frumrit hefðu ekki fundist í ráðuneytinu. Í skjalinu lýsa íslensk stjórnvöld því yfir einhliða að þau muni grípa til aðgerða, meðal annars til að minnka bankakerfið. Norrænu seðlabankarnir settu slíka yfirlýsingu sem skilyrði fyrir því að opna lánalínur til Íslands í aðdraganda hrunsins. Steingrímur sagði fyrir Landsdómi í gær að í ferð sinni til Svíþjóðar hefði fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Svíþjóðar kvartað yfir því að stjórnvöld hafi ekki efnt efni yfirlýsingarinnar. Spurður af Andra Árnasyni, verjanda Geirs, hvað nákvæmlega Svíarnir hefðu talið óefnt gat Steingrímur ekki svarað. Hann sagði að ekki hefði verið farið í skjalið lið fyrir lið heldur aðeins minnst á það í heild, enda hefði hann á þeim tíma ekki séð skjalið. Í samtali við Fréttablaðið að vitnaleiðslum loknum sagði Steingrímur það sinn skilning að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hefði átt að vekja athygli sína á skjalinu þegar hann tók við ráðherradómi. Spurður hvort ekki væri alvarlegt að þessi yfirlýsing eða samningur hefði horfið úr ráðuneytinu sagði Steingrímur ekki víst að skjalið væri horfið, en vissulega hefði það ekki enn fundist. Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir kosningar vorið 2009, sagðist fyrir Landsdómi í gær ekki hafa verið upplýstur um yfirlýsingu um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna gjaldmiðlaskiptasamnings við Noreg, Danmörku og Svíþjóð við komuna í ráðuneytið. Hann sagði það hafa verið afar auðmýkjandi að komast að tilvist plaggsins, sem hann kallaði samkomulag, í samræðum við sænska fjármálaráðherrann og sænska seðlabankastjórann nokkrum mánuðum eftir að hann hefði tekið við embætti fjármálaráðherra. Skjalið, sem Steingrímur kallaði samkomulag en Geir H. Haarde hefur kallað yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda, fannst ekki í fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir mikla leit, sagði Steingrímur. Þó var það undirritað af fjármálaráðherra, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og seðlabankastjóra. Á endanum sagðist Steingrímur hafa þurft að fá afrit af samkomulaginu frá Seðlabankanum þar sem frumrit hefðu ekki fundist í ráðuneytinu. Í skjalinu lýsa íslensk stjórnvöld því yfir einhliða að þau muni grípa til aðgerða, meðal annars til að minnka bankakerfið. Norrænu seðlabankarnir settu slíka yfirlýsingu sem skilyrði fyrir því að opna lánalínur til Íslands í aðdraganda hrunsins. Steingrímur sagði fyrir Landsdómi í gær að í ferð sinni til Svíþjóðar hefði fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Svíþjóðar kvartað yfir því að stjórnvöld hafi ekki efnt efni yfirlýsingarinnar. Spurður af Andra Árnasyni, verjanda Geirs, hvað nákvæmlega Svíarnir hefðu talið óefnt gat Steingrímur ekki svarað. Hann sagði að ekki hefði verið farið í skjalið lið fyrir lið heldur aðeins minnst á það í heild, enda hefði hann á þeim tíma ekki séð skjalið. Í samtali við Fréttablaðið að vitnaleiðslum loknum sagði Steingrímur það sinn skilning að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hefði átt að vekja athygli sína á skjalinu þegar hann tók við ráðherradómi. Spurður hvort ekki væri alvarlegt að þessi yfirlýsing eða samningur hefði horfið úr ráðuneytinu sagði Steingrímur ekki víst að skjalið væri horfið, en vissulega hefði það ekki enn fundist.
Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira