Hæg og angurvær Trausti Júlíusson skrifar 14. mars 2012 10:15 Myrra Rós. Tónlist. Kveldúlfur. Myrra Rós. Myrra Rós Þrastardóttir fór ekki að spila á hljóðfæri fyrr en hún var orðin tvítug. Þá keypti hún sér gítar, byrjaði að læra á hann og fór svo að semja lög. Hún vakti fyrst athygli sem hluti af félagsskapnum Trúbatrixur og hún hefur verið dugleg að spila á tónleikum undanfarin ár, bæði undir þeirra hatti og á eigin vegum. Kveldúlfur er hennar fyrsta plata. Myrra var greinilega ekki að flýta sér að koma henni út. Platan var tekin upp á löngum tíma, á nokkrum stöðum og með aðstoð fjölmargra tónlistarmanna, m.a. meðlima Hjálma, KK sem spilar á kassagítar í titillaginu og Ryan Karazija sem bakraddar í laginu Sail on. Kveldúlfur lætur frekar lítið yfir sér við fyrstu kynni, en við frekari spilun koma gæði þessara laga og útsetninga í ljós. Það eru níu lög á plötunni og öll góð. Best er Myrra í rólegustu og angurværustu lögunum, t.d. Sail On, Við og við tvö, River og Láru lagi sem er mitt uppáhaldslag á plötunni. Lögin Milo, Kveldúlfur og Animal, sem eru aðeins hraðari, gefa þeim samt lítið eftir. Myrra er fín söngkona og greinilega ágætur lagasmiður. Hún semur lögin á Kveldúlfi ásamt bassaleikaranum Andrési Lárussyni. Textarnir, sem Myrra semur ein, eru líka fínir, en þeir eru ýmist á ensku eða íslensku. Það er góð leið til þess að ná beint til íslenskra hlustenda (íslenskir textar snerta okkur oft meira), án þess að loka á hlustendur úti í hinum stóra heimi. Á heildina litið er Kveldúlfur mjög fín plata. Fyrsta ómissandi íslenska poppplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Fyrsta plata Myrru Rósar er gæðagripur. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Kveldúlfur. Myrra Rós. Myrra Rós Þrastardóttir fór ekki að spila á hljóðfæri fyrr en hún var orðin tvítug. Þá keypti hún sér gítar, byrjaði að læra á hann og fór svo að semja lög. Hún vakti fyrst athygli sem hluti af félagsskapnum Trúbatrixur og hún hefur verið dugleg að spila á tónleikum undanfarin ár, bæði undir þeirra hatti og á eigin vegum. Kveldúlfur er hennar fyrsta plata. Myrra var greinilega ekki að flýta sér að koma henni út. Platan var tekin upp á löngum tíma, á nokkrum stöðum og með aðstoð fjölmargra tónlistarmanna, m.a. meðlima Hjálma, KK sem spilar á kassagítar í titillaginu og Ryan Karazija sem bakraddar í laginu Sail on. Kveldúlfur lætur frekar lítið yfir sér við fyrstu kynni, en við frekari spilun koma gæði þessara laga og útsetninga í ljós. Það eru níu lög á plötunni og öll góð. Best er Myrra í rólegustu og angurværustu lögunum, t.d. Sail On, Við og við tvö, River og Láru lagi sem er mitt uppáhaldslag á plötunni. Lögin Milo, Kveldúlfur og Animal, sem eru aðeins hraðari, gefa þeim samt lítið eftir. Myrra er fín söngkona og greinilega ágætur lagasmiður. Hún semur lögin á Kveldúlfi ásamt bassaleikaranum Andrési Lárussyni. Textarnir, sem Myrra semur ein, eru líka fínir, en þeir eru ýmist á ensku eða íslensku. Það er góð leið til þess að ná beint til íslenskra hlustenda (íslenskir textar snerta okkur oft meira), án þess að loka á hlustendur úti í hinum stóra heimi. Á heildina litið er Kveldúlfur mjög fín plata. Fyrsta ómissandi íslenska poppplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Fyrsta plata Myrru Rósar er gæðagripur.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira