Nýr spítali þjónar 125 þúsund manns 21. mars 2012 06:30 Afhenti spítala Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti malavískum stjórnvöldum fullbúið sjúkrahús í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn. Mynd/Utanríkisráðuneytið Nýr spítali sem byggður hefur verið fyrir þróunarfé frá Íslandi hefur þegar fengið ríflega milljón heimsóknir, þó að formlega hafi hann verið vígður í gær. Sjúkrahúsið þjónar um 125 þúsund manna svæði í Malaví í Suðaustur-Afríku. „Þarna var enginn spítali og nær engin læknisþjónusta þegar Íslendingar hófu hjálparstarf sitt við Malaví-vatnið og spítalinn gjörbreytir lífsgæðum fólksins hér," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem afhenti stjórnvöldum í Malaví fullbúið sjúkrahúsið formlega í gær. Bygging sjúkrahússins er stærsta einstaka verkefnið í þróunarsamvinnu sem Ísland hefur staðið fyrir, en verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2000. Össur afhenti spítalann við hátíðlega athöfn í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn í gær. Callista Mutharika, forsetafrú Malaví, veitti spítalanum viðtöku. Viðstaddir voru auk hennar ráðherrar, héraðshöfðingjar og embættismenn. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu fagnaði mikill mannfjöldi við afhendinguna. Sjúkrahúsið hefur haft í för með sér byltingu í heilbrigðisþjónustu á þessu fátæka svæði í Malaví. Á spítalanum er göngudeild, skurðdeild og fæðingardeild. Fyrir tilstilli fæðingardeildarinnar hefur mæðradauði og barnadauði minnkað verulega á svæðinu. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á barnavernd og aðstoð við mæður, og meðal annars komið á fót tveimur öðrum fæðingardeildum fyrir utan þá sem er við nýja sjúkrahúsið í Monkey Bay. Það segir sína sögu að samtals hafa fast að sextán þúsund börn fæðst á íslensku fæðingardeildunum," segir Össur. „Konurnar koma langt að til að fæða þar, því þær vita að þar eru þær í eins öruggum höndum og hægt er að bjóða upp á við þær aðstæður sem ríkja í örbirgðinni við Malaví-vatnið." Össur lýsti því yfir við afhendingu spítalans að Ísland myndi áfram styðja verkefni til að tryggja íbúum svæðisins hreint vatn. Þegar hafa verið boraðir nærri 500 vatnsbrunnar, og með þeim aðgerðum hefur kóleru verið útrýmt á þeim svæðum. Áður var algengt að vel á annað hundrað tilvik kóleru kæmu upp á þessum svæðum, en síðan brunnarnir voru teknir í notkun hefur ekkert tilvik komið upp. Ísland mun áfram styðja vel við fátæka íbúa Malaví, sagði Össur. Hann kynnti í ræðu sinni fjögurra ára áætlun um aukin fjárframlög til heilbrigðis- og menntamála í Mangochi-héraði, auk vatns og hreinlætismála. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Nýr spítali sem byggður hefur verið fyrir þróunarfé frá Íslandi hefur þegar fengið ríflega milljón heimsóknir, þó að formlega hafi hann verið vígður í gær. Sjúkrahúsið þjónar um 125 þúsund manna svæði í Malaví í Suðaustur-Afríku. „Þarna var enginn spítali og nær engin læknisþjónusta þegar Íslendingar hófu hjálparstarf sitt við Malaví-vatnið og spítalinn gjörbreytir lífsgæðum fólksins hér," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem afhenti stjórnvöldum í Malaví fullbúið sjúkrahúsið formlega í gær. Bygging sjúkrahússins er stærsta einstaka verkefnið í þróunarsamvinnu sem Ísland hefur staðið fyrir, en verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2000. Össur afhenti spítalann við hátíðlega athöfn í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn í gær. Callista Mutharika, forsetafrú Malaví, veitti spítalanum viðtöku. Viðstaddir voru auk hennar ráðherrar, héraðshöfðingjar og embættismenn. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu fagnaði mikill mannfjöldi við afhendinguna. Sjúkrahúsið hefur haft í för með sér byltingu í heilbrigðisþjónustu á þessu fátæka svæði í Malaví. Á spítalanum er göngudeild, skurðdeild og fæðingardeild. Fyrir tilstilli fæðingardeildarinnar hefur mæðradauði og barnadauði minnkað verulega á svæðinu. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á barnavernd og aðstoð við mæður, og meðal annars komið á fót tveimur öðrum fæðingardeildum fyrir utan þá sem er við nýja sjúkrahúsið í Monkey Bay. Það segir sína sögu að samtals hafa fast að sextán þúsund börn fæðst á íslensku fæðingardeildunum," segir Össur. „Konurnar koma langt að til að fæða þar, því þær vita að þar eru þær í eins öruggum höndum og hægt er að bjóða upp á við þær aðstæður sem ríkja í örbirgðinni við Malaví-vatnið." Össur lýsti því yfir við afhendingu spítalans að Ísland myndi áfram styðja verkefni til að tryggja íbúum svæðisins hreint vatn. Þegar hafa verið boraðir nærri 500 vatnsbrunnar, og með þeim aðgerðum hefur kóleru verið útrýmt á þeim svæðum. Áður var algengt að vel á annað hundrað tilvik kóleru kæmu upp á þessum svæðum, en síðan brunnarnir voru teknir í notkun hefur ekkert tilvik komið upp. Ísland mun áfram styðja vel við fátæka íbúa Malaví, sagði Össur. Hann kynnti í ræðu sinni fjögurra ára áætlun um aukin fjárframlög til heilbrigðis- og menntamála í Mangochi-héraði, auk vatns og hreinlætismála. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira