Innlent

Eignarhald á orku verði óskert

Orkuver Ísland mun fara fram á að eignarhald og stjórn á orkuauðlindum verði óskert við inngöngu í Evrópusambandið. Fréttablaðið/VAlli
Orkuver Ísland mun fara fram á að eignarhald og stjórn á orkuauðlindum verði óskert við inngöngu í Evrópusambandið. Fréttablaðið/VAlli
Íslensk stjórnvöld munu fara fram á sérlausnir í aðildarviðræðum við ESB um orkumál til að tryggt verði að eignarhald Íslands á orkuauðlindum verði ekki skert á nokkurn hátt, né heldur rétturinn til þess að þess að stjórna auðlindum.

Þetta kemur fram í samningsafstöðu Íslands í nokkrum flokkum sem voru gefnir út í vikunni. Flokkarnir eru orkumál, samkeppnismál, hagtölur, félags- og vinnumál, utanríkis-, öryggis- og varnarmál, neytenda- og heilsuvernd, og fjárhagslegt eftirlit.

Flestir umræddra kafla falla að fullu eða mestu leyti undir EES-samninginn, en Ísland gerir þó ýmiss konar fyrirvara.

Meðal annars er kveðið á um að Ísland hyggist viðhalda einkasölu ríkisins á áfengi og tóbaki í óbreyttri mynd, auk þess sem lagt er til að gefin verði út yfirlýsing Íslands og ESB um að sameiginleg stefna sambandsins í öryggis- og varnarmálum muni ekki hafa áhrif á sérstöðu Íslands sem herlaust land, ef af aðild verður, og að Ísland muni halda valdheimildum sínum í þeim málaflokki. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×