Innlent

Verðlaun afhent í HÍ í kvöld

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands klukkan 19 í dag. Þetta er í 50. skipti sem verðlaunin verða veitt, og í fyrsta skipti sem ekki er tilkynnt um verðlaunahafana fyrir verðlaunaathöfnina.

Íslensku rithöfundarnir Gerður Kristný og Bergsveinn Birgisson eru tilnefnd til verðlaunanna í ár.

Markmiðið með verðlaununum er að auka áhuga Norðurlandabúa á bókmenntum og tungumálum nágrannalandanna, sem og á sameiginlegri menningararfleifð. Veitt verða verðlaun fyrir skáldsögu, leikrit eða ljóða-, smásagna- eða ritgerðasafn. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×