Fjársjóð fornminja að finna á hafsbotni 22. mars 2012 08:30 diskar á hafsbotni Póstskipið var byggt í Skotlandi 1861, það var 60 metra langt gufu- og seglskip. Skipið var í eigu "Det forenede Dampskibsselskab“ (DFDS) í Danmörku sem gerði það út til Íslands. Teikningin er frá árinu 1864. mynd/ragnar edvardsson „Fyrir fornleifafræðina gefa þessi skipsflök ekki aðeins upplýsingar um ákveðið augnablik í tíma heldur eru þau heimild um samfélagið í heild. Í sokknu skipi er að finna fjársjóð upplýsinga um það sem við Íslendingar vorum að flytja hér inn. Þessar rannsóknir geta gefið okkur vitneskju um eitt og annað sem vantar inn í verslunarsögu okkar," segir Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur hjá rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Einni af fyrstu kerfisbundnu fornleifarannsókninni neðarsjávar hér við land verður framhaldið í vor en forrannsókn árið 2011 gekk vel. Skipið sem um ræðir er póstskipið Phönix sem fórst í aftakaveðri í janúar árið 1881 og liggur við Löngufjörur á Snæfellsnesi. Heimildir sýna að um borð í skipinu, sem var um 400 tonn að stærð, gæti verið að finna hluta af dánarbúi Jóns Sigurðssonar forseta og konu hans Ingibjargar, legsteinn Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds auk persónulegra muna áhafnarinnar. Forrannsóknin sýnir að mikið er af gripum í skipinu en frekari uppgröftur mun leiða í ljós hvað eftir er heillegt af farmi þess. Skipið var allt í senn farþega- og flutningaskip og fjölbreytileiki fornleifa í flakinu eftir því. Ragnar, sem er verkefnisstjóri ásamt Arnari Þór Egilssyni sem fann flakið, segir að skipsflök við landið séu í raun óplægður akur í íslenskri fornleifafræði. Rannsóknin á Phönix sé því fyrst og síðast hugsuð til að þróa aðferðafræði við slíkar rannsóknir og þjálfa kafara og sérfræðinga til að takast á við slíkar rannsóknir. Póstskipið liggur á kjördýpi til köfunar, eða um tíu metrum. En póstskipið er aðeins eitt fjölmargra skipa sem liggja við strendur landsins. „Ég er með skrá yfir 22 fundin flök, sum þeirra liggja í of djúpu vatni til að raunhæft sé að kafa niður í þau til fornleifarannsókna en fjögur til sex skip, sem ég veit um, eru á það grunnu vatni að raunhæft er að rannsaka þau," segir Ragnar en getur þess einnig að fornleifarannsókn á hafsbotni er allt að því þrisvar sinnum dýrari en sú sem framkvæmd er á landi. Skipin eru þó mun fleiri, en skipin sem Ragnar hefur á skrá eru svo gömul sem frá 15. til 17. aldar. Einnig hefur Ragnar fundið heimildir um hvar mögulegt væri að finna yfir 70 skipsflök frá 11. til 14. öld, og eru þau öll stór. Ragnar segir að upplýsingar sem koma úr sónarmyndatökum við gamlar verslunar- og hvalveiðastöðvar sýni ekki aðeins sokkin skip heldur einnig byggingar og annað sem tengist umsvifum manna fyrr á öldum. „Tækifærin eru endalaus," segir Ragnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Fyrir fornleifafræðina gefa þessi skipsflök ekki aðeins upplýsingar um ákveðið augnablik í tíma heldur eru þau heimild um samfélagið í heild. Í sokknu skipi er að finna fjársjóð upplýsinga um það sem við Íslendingar vorum að flytja hér inn. Þessar rannsóknir geta gefið okkur vitneskju um eitt og annað sem vantar inn í verslunarsögu okkar," segir Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur hjá rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Einni af fyrstu kerfisbundnu fornleifarannsókninni neðarsjávar hér við land verður framhaldið í vor en forrannsókn árið 2011 gekk vel. Skipið sem um ræðir er póstskipið Phönix sem fórst í aftakaveðri í janúar árið 1881 og liggur við Löngufjörur á Snæfellsnesi. Heimildir sýna að um borð í skipinu, sem var um 400 tonn að stærð, gæti verið að finna hluta af dánarbúi Jóns Sigurðssonar forseta og konu hans Ingibjargar, legsteinn Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds auk persónulegra muna áhafnarinnar. Forrannsóknin sýnir að mikið er af gripum í skipinu en frekari uppgröftur mun leiða í ljós hvað eftir er heillegt af farmi þess. Skipið var allt í senn farþega- og flutningaskip og fjölbreytileiki fornleifa í flakinu eftir því. Ragnar, sem er verkefnisstjóri ásamt Arnari Þór Egilssyni sem fann flakið, segir að skipsflök við landið séu í raun óplægður akur í íslenskri fornleifafræði. Rannsóknin á Phönix sé því fyrst og síðast hugsuð til að þróa aðferðafræði við slíkar rannsóknir og þjálfa kafara og sérfræðinga til að takast á við slíkar rannsóknir. Póstskipið liggur á kjördýpi til köfunar, eða um tíu metrum. En póstskipið er aðeins eitt fjölmargra skipa sem liggja við strendur landsins. „Ég er með skrá yfir 22 fundin flök, sum þeirra liggja í of djúpu vatni til að raunhæft sé að kafa niður í þau til fornleifarannsókna en fjögur til sex skip, sem ég veit um, eru á það grunnu vatni að raunhæft er að rannsaka þau," segir Ragnar en getur þess einnig að fornleifarannsókn á hafsbotni er allt að því þrisvar sinnum dýrari en sú sem framkvæmd er á landi. Skipin eru þó mun fleiri, en skipin sem Ragnar hefur á skrá eru svo gömul sem frá 15. til 17. aldar. Einnig hefur Ragnar fundið heimildir um hvar mögulegt væri að finna yfir 70 skipsflök frá 11. til 14. öld, og eru þau öll stór. Ragnar segir að upplýsingar sem koma úr sónarmyndatökum við gamlar verslunar- og hvalveiðastöðvar sýni ekki aðeins sokkin skip heldur einnig byggingar og annað sem tengist umsvifum manna fyrr á öldum. „Tækifærin eru endalaus," segir Ragnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira