Segja ekki hafa verið rétt gefið í upphafi 22. mars 2012 09:00 á Hvanneyri Ráðuneytið kveðst hafa viljað fella niður eldri skuldir Landbúnaðarháskóla Íslands.Fréttablaðið/GVA Stjórnendur Landbúnaðarháskólans segja þungbært að ekki hafi tekist að reka hann innan fjárheimilda og gera reksturinn sjálfbæran til lengri tíma. „Ástæðurnar eru okkur mjög ljóslega þær að í upphafi var ekki rétt gefið og stofnunin hefur ekki fengið þann stuðning sem hún hefur þurft," segir í viðbrögðum sem skólinn sendi frá sér í gær vegna athugasemda Ríkisendurskoðunar í skýrslu til Alþingis sem birt var á þriðjudag. Bent er á að heimanmundur skólans við stofnun hafi verið 115 milljóna króna halli frá árinu 2004, frá þeim stofnunum sem runnu saman og mynduðu skólann. Heildarskuldir skólans nema nú 739 milljónum króna. Þar af skuldar skólinn ríkinu um 695 milljónir. Í viðbrögðum mennta- og menningarráðuneytisins í skýrslu Ríkisendurskoðunar er tekið undir sjónarmið skólans og segir ráðuneytið mál metin á þann hátt að óraunhæft sé að krefja skólann um endurgreiðslu skuldarinnar við ríkissjóð á meðan hagræðingaraðgerðir ganga yfir. Í svörum skólans er líka hafnað efasemdum um heimtur á skuldabréfaeign skólans vegna sölu hans árið 2009 á hlut sínum í ORF líftækni. „Umrædd skuldabréf eru á gjalddaga síðar á þessu ári og væntir skólinn þess að allri óvissu um verðgildi þeirra verði eytt innan ársins með því að þau verði greidd upp."- óká Fréttir Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Stjórnendur Landbúnaðarháskólans segja þungbært að ekki hafi tekist að reka hann innan fjárheimilda og gera reksturinn sjálfbæran til lengri tíma. „Ástæðurnar eru okkur mjög ljóslega þær að í upphafi var ekki rétt gefið og stofnunin hefur ekki fengið þann stuðning sem hún hefur þurft," segir í viðbrögðum sem skólinn sendi frá sér í gær vegna athugasemda Ríkisendurskoðunar í skýrslu til Alþingis sem birt var á þriðjudag. Bent er á að heimanmundur skólans við stofnun hafi verið 115 milljóna króna halli frá árinu 2004, frá þeim stofnunum sem runnu saman og mynduðu skólann. Heildarskuldir skólans nema nú 739 milljónum króna. Þar af skuldar skólinn ríkinu um 695 milljónir. Í viðbrögðum mennta- og menningarráðuneytisins í skýrslu Ríkisendurskoðunar er tekið undir sjónarmið skólans og segir ráðuneytið mál metin á þann hátt að óraunhæft sé að krefja skólann um endurgreiðslu skuldarinnar við ríkissjóð á meðan hagræðingaraðgerðir ganga yfir. Í svörum skólans er líka hafnað efasemdum um heimtur á skuldabréfaeign skólans vegna sölu hans árið 2009 á hlut sínum í ORF líftækni. „Umrædd skuldabréf eru á gjalddaga síðar á þessu ári og væntir skólinn þess að allri óvissu um verðgildi þeirra verði eytt innan ársins með því að þau verði greidd upp."- óká
Fréttir Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira