Fullyrtu að lánið til Kaupþings væri traust - fréttaskýring 24. mars 2012 09:00 Hvernig var láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings háttað? Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljón evrur, um 80 milljarða króna, 6. október 2008. Mikill flýtir var við afgreiðslu lánsins en með því átti að reyna að bjarga lausafjárþurrð Kaupþings. Nær allur gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans fór í lánið, en Kaupþing féll engu að síður nokkrum dögum síðar. Kaupþing lagði hlutabréf sín í danska bankanum FIH sem veð, en lán Seðlabankans var veitt til fjögurra daga. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fullyrti í samtali við Kastljós 6. október 2008, sama dag og lánið var veitt, að hann gæti kinnroðalaust fullyrt að lánið væri öruggt. Hann gæti því vel réttlætt „það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu þar sem þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka." Davíð Oddsson, sem þá var formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagðist í sama þætti engar áhyggjur hafa þótt lánið fengist ekki greitt, því þá myndi „Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH." Þremur dögum eftir veitingu lánsins féll Kaupþing og Seðlabankinn viðurkennir nú að hluti lánsins muni tapast. Hann hefur upplýst að ekki hafi unnist tími til að kanna stöðu Seðlabankans gagnvart fullnustu á veðunum. Þá hafi verklagsreglum ekki verið fylgt varðandi afgreiðslu lánsins, en öll meðferð þess og ákvarðanataka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. Seðlabankinn seldi hlut sinn í FIH í september 2010, ekki síst þar sem raunveruleg hætta var á því að dönsk stjórnvöld myndu taka hann yfir. Kaupverðið var 109 milljarðar króna, en aðeins 41 milljarður af þeim var staðgreiddur. Hann lánaði nýjum eigendum afganginn, um 68 milljarða króna, til loka ársins 2014. Það seljandalán ber enga vexti. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, spurði Seðlabankann út í málið á dögunum. Í svari bankans kemur fram að aðstæður þennan dag í október hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja verklagsreglum eftir. Davíð Oddsson hafi hins vegar verið í samskiptum við Geir H. Haarde um málið og upptaka af símtali þeirra sé til í bankanum. Þá kemur fram að talsverð óvissa ríki um heimturnar á seljendaláninu sem veitt var við söluna á FIH-bankanum „ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast." Seðlabankinn hefur því fengið 41 af þeim u.þ.b. 80 milljörðum króna, eða helminginn, til baka. Óvíst er með heimtur á hinum helmingnum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Hvernig var láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings háttað? Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljón evrur, um 80 milljarða króna, 6. október 2008. Mikill flýtir var við afgreiðslu lánsins en með því átti að reyna að bjarga lausafjárþurrð Kaupþings. Nær allur gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans fór í lánið, en Kaupþing féll engu að síður nokkrum dögum síðar. Kaupþing lagði hlutabréf sín í danska bankanum FIH sem veð, en lán Seðlabankans var veitt til fjögurra daga. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fullyrti í samtali við Kastljós 6. október 2008, sama dag og lánið var veitt, að hann gæti kinnroðalaust fullyrt að lánið væri öruggt. Hann gæti því vel réttlætt „það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu þar sem þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka." Davíð Oddsson, sem þá var formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagðist í sama þætti engar áhyggjur hafa þótt lánið fengist ekki greitt, því þá myndi „Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH." Þremur dögum eftir veitingu lánsins féll Kaupþing og Seðlabankinn viðurkennir nú að hluti lánsins muni tapast. Hann hefur upplýst að ekki hafi unnist tími til að kanna stöðu Seðlabankans gagnvart fullnustu á veðunum. Þá hafi verklagsreglum ekki verið fylgt varðandi afgreiðslu lánsins, en öll meðferð þess og ákvarðanataka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. Seðlabankinn seldi hlut sinn í FIH í september 2010, ekki síst þar sem raunveruleg hætta var á því að dönsk stjórnvöld myndu taka hann yfir. Kaupverðið var 109 milljarðar króna, en aðeins 41 milljarður af þeim var staðgreiddur. Hann lánaði nýjum eigendum afganginn, um 68 milljarða króna, til loka ársins 2014. Það seljandalán ber enga vexti. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, spurði Seðlabankann út í málið á dögunum. Í svari bankans kemur fram að aðstæður þennan dag í október hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja verklagsreglum eftir. Davíð Oddsson hafi hins vegar verið í samskiptum við Geir H. Haarde um málið og upptaka af símtali þeirra sé til í bankanum. Þá kemur fram að talsverð óvissa ríki um heimturnar á seljendaláninu sem veitt var við söluna á FIH-bankanum „ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast." Seðlabankinn hefur því fengið 41 af þeim u.þ.b. 80 milljörðum króna, eða helminginn, til baka. Óvíst er með heimtur á hinum helmingnum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira