Skjótur frami Nicki Minaj 2. apríl 2012 23:00 Nicki Minaj sendir þessa dagana frá sér sína aðra plötu. Frægðarsól hennar hefur risið hratt upp á skömmum tíma. Önnur plata söngkonunnar Nicki Minaj, Pink Friday: Roman Reloaded, kemur í verslanir 3. apríl. Grípandi danspoppið er allsráðandi í fyrsta smáskífulaginu, Starships, sem kom út í febrúar og næsta lag, Right By My Side sem hún syngur með Chris Brown, er nýkomið í loftið. Nýju plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hlaut sú fyrsta, Pink Friday sem kom út í nóvember 2010, fínar viðtökur. Hún komst í efsta sæti bandaríska Billboard-listans og annað smáskífulagið, Your Love, náði miklum vinsældum en það var unnið upp úr laginu No More I Love You"s sem Annie Lennox úr Eurythmics gaf út 1994. Minaj varð í framhaldinu áberandi sem gestasöngkona hjá stjörnum á borð við David Guetta, Usher, Kanye West, Drake, Britney Spears og Madonnu. Með þeirri síðastnefndu söng hún, ásamt M.I.A., lagið Gimme All Your Luvin af nýjustu plötu Madonnu. Margir muna eflaust eftir söngatriði þeirra þriggja í hálfleik bandarísku Ofurskálarinnar í febrúar sem vakti mikla athygli. Frami Nicki Minaj hefur verið mjög skjótur. Hún heitir réttu nafni Onika Maraj og fæddist í Tríniad og Tóbagó árið 1982 en fluttist til New York með foreldrum sínum þegar hún var fimm ára. Hún útskrifaðist úr LaGuardia-listaskólanum sem er frægur sem skólinn úr sjónvarpsþáttunum Fame. Eftir hafa gefið út þrjár mix-spólur sem vöktu á henni athygli gerði hún útgáfusamning við Young Money Entertainment sem rapparinn Lil Wayne stofnaði. Pink Friday leit síðan dagsins ljós og birtist Minaj þar með fullskapaða og litríka ímynd, staðráðin í að stela senunni hvert sem hún kæmi. Það virðist hafa tekist, því auk þess að fá mikla útvarpsspilun og hafa setið fyrir í tímaritum á borð við Elle, W og Cosmopolitan hefur hún hlotið Bandarísku tónlistarverðlaunin og tilnefningu til Grammy-verðlauna. Minaj hitaði upp fyrir Britney Spears á tónleikaferð hennar í fyrra en í ár ætlar hún að fylgja nýju plötunni eftir með eigin tónleikaferð. Hún ferðast um Evrópu í sumar og verða fyrstu tónleikarnir í Stokkhólmi 8. júní. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Nicki Minaj sendir þessa dagana frá sér sína aðra plötu. Frægðarsól hennar hefur risið hratt upp á skömmum tíma. Önnur plata söngkonunnar Nicki Minaj, Pink Friday: Roman Reloaded, kemur í verslanir 3. apríl. Grípandi danspoppið er allsráðandi í fyrsta smáskífulaginu, Starships, sem kom út í febrúar og næsta lag, Right By My Side sem hún syngur með Chris Brown, er nýkomið í loftið. Nýju plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hlaut sú fyrsta, Pink Friday sem kom út í nóvember 2010, fínar viðtökur. Hún komst í efsta sæti bandaríska Billboard-listans og annað smáskífulagið, Your Love, náði miklum vinsældum en það var unnið upp úr laginu No More I Love You"s sem Annie Lennox úr Eurythmics gaf út 1994. Minaj varð í framhaldinu áberandi sem gestasöngkona hjá stjörnum á borð við David Guetta, Usher, Kanye West, Drake, Britney Spears og Madonnu. Með þeirri síðastnefndu söng hún, ásamt M.I.A., lagið Gimme All Your Luvin af nýjustu plötu Madonnu. Margir muna eflaust eftir söngatriði þeirra þriggja í hálfleik bandarísku Ofurskálarinnar í febrúar sem vakti mikla athygli. Frami Nicki Minaj hefur verið mjög skjótur. Hún heitir réttu nafni Onika Maraj og fæddist í Tríniad og Tóbagó árið 1982 en fluttist til New York með foreldrum sínum þegar hún var fimm ára. Hún útskrifaðist úr LaGuardia-listaskólanum sem er frægur sem skólinn úr sjónvarpsþáttunum Fame. Eftir hafa gefið út þrjár mix-spólur sem vöktu á henni athygli gerði hún útgáfusamning við Young Money Entertainment sem rapparinn Lil Wayne stofnaði. Pink Friday leit síðan dagsins ljós og birtist Minaj þar með fullskapaða og litríka ímynd, staðráðin í að stela senunni hvert sem hún kæmi. Það virðist hafa tekist, því auk þess að fá mikla útvarpsspilun og hafa setið fyrir í tímaritum á borð við Elle, W og Cosmopolitan hefur hún hlotið Bandarísku tónlistarverðlaunin og tilnefningu til Grammy-verðlauna. Minaj hitaði upp fyrir Britney Spears á tónleikaferð hennar í fyrra en í ár ætlar hún að fylgja nýju plötunni eftir með eigin tónleikaferð. Hún ferðast um Evrópu í sumar og verða fyrstu tónleikarnir í Stokkhólmi 8. júní. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira