Golf

Masters 2012: Aðeins þrír kylfingar hafa varið titilinn

Charl Schwartzel er ekki með tölfræðina með sér í titilvörninni á Augusta.
Charl Schwartzel er ekki með tölfræðina með sér í titilvörninni á Augusta.
Aðeins 16 kylfingar hafa náð því að sigra oftar en einu sinni á Mastersmótinu. Jack Nicklaus á metið en hann á 6 græna jakka. Arnold Palmer og Tiger Woods koma þar næstir með alls 4. Aðeins þrír kylfingar hafa náð að verja titilinn á Masters.

Bandaríkjamaðurinn Jack Nicklaus var sá fyrsti en hann sigraði árið 1965 og 1966. Englendingurinn Nick Faldo var annar í röðinni, 1989 og 1990. Og Tiger Woods er sá þriðji en hann varði titilinn 2002.

Tölfræðin er því ekki með Suður-Afríkumanninum Charl Schwartzel fyrir titilvörnina. Schwartzel sýndi enga snilldartakta um s.l. helgi á Shell meistaramótinu á PGA mótaröðinni en þar komst Suður-Afríkumaðurinn ekki í gegnum niðurskurðinn þegar keppni var hálfnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×