Óverðtryggðu lánin hækka 11. apríl 2012 07:00 Horfur á vaxandi verðbólgu og stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðasta mánuði hafa valdið því að allir viðskiptabankarnir fjórir hafa nú hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum. Vextir óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hafa alls staðar hækkað og vextir lána með föstum vöxtum í þrjú eða fimm ár hafa hækkað hjá tveimur bönkum auk þess sem sá þriðji er líklegur til að fylgja í kjölfarið. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en viðskiptabankarnir hófu að bjóða slík lán á seinni hluta síðasta árs. Hafa lánin notið talsverðra vinsælda og hefur meirihluti lántakenda hjá bönkunum valið að taka óverðtryggð lán frá því að þau komu á markað. Íbúðalánasjóður hefur hins vegar enn ekki hafið að bjóða upp á óverðtryggð lán en sjóðurinn áformar að gera það frá og með næsta hausti. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endurspegla þá þróun í þessum kjörum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi hjá Arion banka, aðspurður um ástæður hækkunarinnar. „En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán. Þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti," segir Haraldur Guðni. Ólíkt því sem lántakendur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðum lánum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á milli tímabila. Hækkanir bankanna á vöxtum óverðtryggðu lánanna nú eru því væntanlega einungis fyrsta dæmið um slíka sveiflu en vaxtahækkanir bankanna munu hafa bein áhrif á það sem skuldarar með óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum greiða um næstu mánaðamót. Vegna aukinna vinsælda óverðtryggðu lánanna má gera ráð fyrir að áhrifamáttur peningastefnu Seðlabankans aukist. Seðlabankinn hefur bent á að verðtryggðu jafngreiðslulánin, sem enn eru langútbreiddasta fasteignalánaformið, veiti skuldurum að nokkru leyti meira skjól fyrir áhrifum stýrivaxtahækkana en ella, að minnsta kosti til skemmri tíma. - mþl Fréttir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Horfur á vaxandi verðbólgu og stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðasta mánuði hafa valdið því að allir viðskiptabankarnir fjórir hafa nú hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum. Vextir óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hafa alls staðar hækkað og vextir lána með föstum vöxtum í þrjú eða fimm ár hafa hækkað hjá tveimur bönkum auk þess sem sá þriðji er líklegur til að fylgja í kjölfarið. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en viðskiptabankarnir hófu að bjóða slík lán á seinni hluta síðasta árs. Hafa lánin notið talsverðra vinsælda og hefur meirihluti lántakenda hjá bönkunum valið að taka óverðtryggð lán frá því að þau komu á markað. Íbúðalánasjóður hefur hins vegar enn ekki hafið að bjóða upp á óverðtryggð lán en sjóðurinn áformar að gera það frá og með næsta hausti. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endurspegla þá þróun í þessum kjörum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi hjá Arion banka, aðspurður um ástæður hækkunarinnar. „En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán. Þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti," segir Haraldur Guðni. Ólíkt því sem lántakendur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðum lánum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á milli tímabila. Hækkanir bankanna á vöxtum óverðtryggðu lánanna nú eru því væntanlega einungis fyrsta dæmið um slíka sveiflu en vaxtahækkanir bankanna munu hafa bein áhrif á það sem skuldarar með óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum greiða um næstu mánaðamót. Vegna aukinna vinsælda óverðtryggðu lánanna má gera ráð fyrir að áhrifamáttur peningastefnu Seðlabankans aukist. Seðlabankinn hefur bent á að verðtryggðu jafngreiðslulánin, sem enn eru langútbreiddasta fasteignalánaformið, veiti skuldurum að nokkru leyti meira skjól fyrir áhrifum stýrivaxtahækkana en ella, að minnsta kosti til skemmri tíma. - mþl
Fréttir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira