Lærir leikstjórn í New York 11. apríl 2012 12:00 Jörundur Ragnarsson leikari er kominn inn í meistaranám í kvikmyndaleikstjórn og handritagerð í Columbia-háskólanum í New York og fer út í haust. „Þetta verður nýtt og spennandi ævintýri fyrir okkur," segir Jörundur Ragnarsson leikari en hann hefur fengið inngöngu í Columbia-háskólann í New York og heldur utan í haust. Jörundur, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Vakta-seríunum og nú síðast Heimsendi, ætlar í meistaranám í kvikmyndaleikstjórn og handritagerð, en hann hefur lengi langað til að spreyta sig fyrir aftan linsuna. „Ég fékk nasaþefinn af þessu ferli í vinnu minni með Ragnari Bragasyni og höfundahópnum. Það var frábær reynsla að taka þátt í að móta hugmynd frá grunni og jafnt og þétt jókst áhugi minn á fleiri sviðum kvikmyndagerðar," segir Jörundur en námið er lágmark þrjú ár. Nám við kvikmyndadeild Columbia-háskólans er mjög eftirsótt og segir Jörundur að einungis sex prósent umsækjenda hafi fengið inngöngu. Leikstjórarnir Ísold Uggadóttir og Hafsteinn Sigurðsson hafa bæði lokið þessu námi við skólann. Jörundur var kallaður í viðtal í febrúar og fór það fram á Skype sem að hans sögn gekk ekki alveg að óskum. „Ég fékk vitlausar upplýsingar um tímamismuninn og var því hálf óundirbúinn fyrir framan tölvuna í viðtalinu. Það bætti ekki á stressið og ég var viss um að ég væri búinn að klúðra þessu," segir Jörundur sem fékk svo þær gleðifregnir fyrir stuttu að hann hefði komist inn. Jörundur er í sambúð með leikkonunni Dóru Jóhannsdóttur og saman eiga þau einn son. Jörundur á von á því að mæðginin fari út til hans í lok árs. „Stærsti þröskuldurinn er að fjármagna námið en það er dýrt að læra í Bandaríkjunum. Ég er samt vongóður og bjartsýnn og hlakka til að prófa að búa í New York þar sem skapandi orka blómstrar." -áp Lífið Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta verður nýtt og spennandi ævintýri fyrir okkur," segir Jörundur Ragnarsson leikari en hann hefur fengið inngöngu í Columbia-háskólann í New York og heldur utan í haust. Jörundur, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Vakta-seríunum og nú síðast Heimsendi, ætlar í meistaranám í kvikmyndaleikstjórn og handritagerð, en hann hefur lengi langað til að spreyta sig fyrir aftan linsuna. „Ég fékk nasaþefinn af þessu ferli í vinnu minni með Ragnari Bragasyni og höfundahópnum. Það var frábær reynsla að taka þátt í að móta hugmynd frá grunni og jafnt og þétt jókst áhugi minn á fleiri sviðum kvikmyndagerðar," segir Jörundur en námið er lágmark þrjú ár. Nám við kvikmyndadeild Columbia-háskólans er mjög eftirsótt og segir Jörundur að einungis sex prósent umsækjenda hafi fengið inngöngu. Leikstjórarnir Ísold Uggadóttir og Hafsteinn Sigurðsson hafa bæði lokið þessu námi við skólann. Jörundur var kallaður í viðtal í febrúar og fór það fram á Skype sem að hans sögn gekk ekki alveg að óskum. „Ég fékk vitlausar upplýsingar um tímamismuninn og var því hálf óundirbúinn fyrir framan tölvuna í viðtalinu. Það bætti ekki á stressið og ég var viss um að ég væri búinn að klúðra þessu," segir Jörundur sem fékk svo þær gleðifregnir fyrir stuttu að hann hefði komist inn. Jörundur er í sambúð með leikkonunni Dóru Jóhannsdóttur og saman eiga þau einn son. Jörundur á von á því að mæðginin fari út til hans í lok árs. „Stærsti þröskuldurinn er að fjármagna námið en það er dýrt að læra í Bandaríkjunum. Ég er samt vongóður og bjartsýnn og hlakka til að prófa að búa í New York þar sem skapandi orka blómstrar." -áp
Lífið Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira