Þvingaður til að flytja efnið inn Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. apríl 2012 11:00 Myndin er úr safni. Vísir/GVA Þrír menn hafa verið dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir smygl á tæpu kílói af mjög hreinu kókaíni. Þá var maður á áttræðisaldri dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja efnið til landsins. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn sem hlaut þyngstan dóminn heitir Andri Þór Eyjólfsson og er 25 ára gamall. Hann hefur áður hlotið fjölda refsidóma fyrir margvísleg brot. Hinir tveir, Ágúst Jón Óskarsson og Hafþór Logi Hlynsson, hlutu báðir tveggja ára dóm fyrir smyglið. Ágúst Jón verður þrítugur á árinu en Hafþór 25 ára. Fram kemur í dómnum að kókaínið var af miklum styrkleika og hefði mátt drýgja þannig að úr yrðu rúm þrjú kíló í sölu. Maðurinn sem flutti efnin til landsins er fæddur árið 1941. Hann var handtekinn í febrúar 2010 þegar hann kom til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Efnið var falið í ferðatösku. Við yfirheyrslur hjá lögreglu bar maðurinn að hann hefði verið þvingaður til þess að flytja efnið til landsins, meðal annars með líflátshótunum. Hann varð tvísaga um hvort hann hefði vitað að um kókaín væri að ræða. Fram kemur í dómnum að við uppkvaðningu refsingar yfir manninum sem flutti efnin til landsins hafi verið litið til þess að hann upplýsti lögreglu um málið auk þess sem tekið hafi verið tillit til aldurs mannsins. Ekkert benti til annars en að maðurinn hefði verið burðardýr, þótt framburður hans hefði verið mjög reikull. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Þrír menn hafa verið dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir smygl á tæpu kílói af mjög hreinu kókaíni. Þá var maður á áttræðisaldri dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja efnið til landsins. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn sem hlaut þyngstan dóminn heitir Andri Þór Eyjólfsson og er 25 ára gamall. Hann hefur áður hlotið fjölda refsidóma fyrir margvísleg brot. Hinir tveir, Ágúst Jón Óskarsson og Hafþór Logi Hlynsson, hlutu báðir tveggja ára dóm fyrir smyglið. Ágúst Jón verður þrítugur á árinu en Hafþór 25 ára. Fram kemur í dómnum að kókaínið var af miklum styrkleika og hefði mátt drýgja þannig að úr yrðu rúm þrjú kíló í sölu. Maðurinn sem flutti efnin til landsins er fæddur árið 1941. Hann var handtekinn í febrúar 2010 þegar hann kom til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Efnið var falið í ferðatösku. Við yfirheyrslur hjá lögreglu bar maðurinn að hann hefði verið þvingaður til þess að flytja efnið til landsins, meðal annars með líflátshótunum. Hann varð tvísaga um hvort hann hefði vitað að um kókaín væri að ræða. Fram kemur í dómnum að við uppkvaðningu refsingar yfir manninum sem flutti efnin til landsins hafi verið litið til þess að hann upplýsti lögreglu um málið auk þess sem tekið hafi verið tillit til aldurs mannsins. Ekkert benti til annars en að maðurinn hefði verið burðardýr, þótt framburður hans hefði verið mjög reikull.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira