Heldur íslenska menningarhátíð í Frakklandi 13. apríl 2012 09:00 Meðal listamanna Hljómsveitin For a Minor Reflection kemur fram á tvennum tónleikum hátíðarinnar. Auk þeirra stíga þar á stokk hljómsveitirnar Kimono, Lazyblood, Reykjavík!, Kría Brekkan og Snorri Helgason. „Markmiðið er að fólk komi á hátíðina, uppgötvi eitthvað nýtt og kynnist íslenskri menningu og íslenskri list betur," segir Ari Allansson sem stendur fyrir íslensku menningarhátíðinni Air d'Islande í Frakklandi. Ari hefur verið búsettur í Frakklandi frá árinu 2005 og er giftur franskri konu. Hann fékk hugmyndina árið 2007, fékk þá nokkra Frakka í lið með sér og hélt fyrstu hátíðina í desember 2008. Hátíðin hefur gengið undir nafninu Air d'Islande, sem á íslensku þýðir eitthvað sem kemur frá Íslandi. „Nafnið tengist ekkert Icelandair eins og margir kunna að halda," segir Ari og hlær. Hátíðin hefur breyst og stækkað mikið frá því að hún var fyrst haldin. „Á fyrstu hátíðinni sýndum við fjórtán íslenskar kvikmyndir og héldum eina tónleika. Núna er tónlistin farin að hafa meira vægi og við erum búin að bæta samtímalist inn í dagskrána," segir Ari. Nú í ár er hátíðin í fyrsta skipti haldin á tveimur stöðum, í París og smábænum Chessy sem er um 50 kílómetra fyrir utan París. Hún er haldin í samstarfi við nokkra aðila. „Við erum þrjú sem berum hitann og þungann af verkefninu: ég, Cedric Delannoy og Charlotte Sohm sem bæði eru frönsk. Íslenska sendiráðið í París hefur svo staðið dyggilega við bakið á okkur," segir Ari, en Iceland Airwaves, Kimi Records og Promote Iceland koma einnig að hátíðinni. „Með þessari hátíð gefst okkur til dæmis færi á að kynna Iceland Airwaves-hátíðina, en við höldum eina tónleika undir þeirra formerkjum og aðra undir formerkjum Kimi Records. Svo erum við líka í samstarfi við Inspired by Iceland-átakið," bætir hann við. Það er ekki mikill gróði sem kemur af hátíðinni og að sögn Ara snýst hún meira um hugsjón. „Við náum að halda hátíðina og gera það vel. Við borgum tónlistarfólkinu sem kemur, borgum flug út og höldum því uppi meðan það er hér, svo við erum mjög ánægð með það," segir hann. Hátíðin hófst í Chessy 2. apríl síðastliðinn og stendur til 15. en í París hófst hún 11. apríl og stendur í tíu daga. - trs Menning Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Markmiðið er að fólk komi á hátíðina, uppgötvi eitthvað nýtt og kynnist íslenskri menningu og íslenskri list betur," segir Ari Allansson sem stendur fyrir íslensku menningarhátíðinni Air d'Islande í Frakklandi. Ari hefur verið búsettur í Frakklandi frá árinu 2005 og er giftur franskri konu. Hann fékk hugmyndina árið 2007, fékk þá nokkra Frakka í lið með sér og hélt fyrstu hátíðina í desember 2008. Hátíðin hefur gengið undir nafninu Air d'Islande, sem á íslensku þýðir eitthvað sem kemur frá Íslandi. „Nafnið tengist ekkert Icelandair eins og margir kunna að halda," segir Ari og hlær. Hátíðin hefur breyst og stækkað mikið frá því að hún var fyrst haldin. „Á fyrstu hátíðinni sýndum við fjórtán íslenskar kvikmyndir og héldum eina tónleika. Núna er tónlistin farin að hafa meira vægi og við erum búin að bæta samtímalist inn í dagskrána," segir Ari. Nú í ár er hátíðin í fyrsta skipti haldin á tveimur stöðum, í París og smábænum Chessy sem er um 50 kílómetra fyrir utan París. Hún er haldin í samstarfi við nokkra aðila. „Við erum þrjú sem berum hitann og þungann af verkefninu: ég, Cedric Delannoy og Charlotte Sohm sem bæði eru frönsk. Íslenska sendiráðið í París hefur svo staðið dyggilega við bakið á okkur," segir Ari, en Iceland Airwaves, Kimi Records og Promote Iceland koma einnig að hátíðinni. „Með þessari hátíð gefst okkur til dæmis færi á að kynna Iceland Airwaves-hátíðina, en við höldum eina tónleika undir þeirra formerkjum og aðra undir formerkjum Kimi Records. Svo erum við líka í samstarfi við Inspired by Iceland-átakið," bætir hann við. Það er ekki mikill gróði sem kemur af hátíðinni og að sögn Ara snýst hún meira um hugsjón. „Við náum að halda hátíðina og gera það vel. Við borgum tónlistarfólkinu sem kemur, borgum flug út og höldum því uppi meðan það er hér, svo við erum mjög ánægð með það," segir hann. Hátíðin hófst í Chessy 2. apríl síðastliðinn og stendur til 15. en í París hófst hún 11. apríl og stendur í tíu daga. - trs
Menning Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira