Þörf á endurskoðun 24. apríl 2012 06:00 róbert Spanó Nú þegar Landsdómur hefur lokið störfum sínum í fyrsta skipti, með úrskurði í máli Geirs Haarde, telur Róbert Spanó, lagaprófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, tilefni til að endurskoða fyrirkomulag málshöfðunar til Landsdóms. „Við ættum að íhuga hvort við viljum hafa sambærilegt kerfi til framtíðar," segir Róbert. „Sérstaklega hvað varðar það fyrirkomulag sem fjórtánda grein stjórnarskrár gerir ráð fyrir, að ákæruvald á hendur ráðherra sé á höndum Alþingis." Burtséð frá þessu ákveðna máli segir hann ákvörðun Alþingis um ákæru í slíkum málum ekki mega bjóða upp á deilur á flokkspólitískum forsendum. Ákæran og málarekstur yfir Geir hafi skapað úlfúð í samfélaginu og ásakanir hafi gengið á báða bóga um hvort ákvörðunin hafi verið tekin á réttum forsendum. „Það verður að ríkja traust um málsmeðferðina og þess vegna held ég að ástæða sé til þess að velta fyrir sér hvort að annað fyrirkomulag gæti verið hentugra." Róbert tekur fram að ferlið sé tvíþætt, annars vegar ákvörðunin um málshöfðun og hins vegar meðferð málsins fyrir Landsdómi. Varðandi hið síðarnefnda, hafi hann enn ekki séð annað en að málsmeðferð dómsins hafi verið í samræmi við gildandi reglur. Guðmundur Hálfdanarsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir ákveðin skilaboð felast í dómnum. „Þarna eru skilaboð um að taka beri rannsóknarskýrslu Alþingis alvarlega. Þar komu fram alvarlegar athugasemdir um stjórnsýslu á Íslandi í aðdraganda hrunsins." Guðmundur segir jafnframt að meðferð Alþingis á málinu hafi orkað tvímælis. Annars vegar hafi þingmannanefnd lagt til að fjórir fyrrverandi ráðherrar yrðu ákærðir, en ekki þrír eins og rannsóknarnefndin lagði til, og hins vegar hafi Geir einn verið ákærður. „Það hefði verið sterkara að tengja málið við skýrsluna og líta á Landsdóm sem ákveðinn dómsúrskurð um gildi rannsóknarnefndarinnar," segir hann. Spurður hvort Landsdómur hafi fest sig í sessi með málinu segir Guðmundur það vera óljóst. „Ég held ekki að nokkur maður geti talið það góða hugmynd að Alþingi sé að ákæra menn í nokkurs konar pólitískum kappleik." thorgils@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Nú þegar Landsdómur hefur lokið störfum sínum í fyrsta skipti, með úrskurði í máli Geirs Haarde, telur Róbert Spanó, lagaprófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, tilefni til að endurskoða fyrirkomulag málshöfðunar til Landsdóms. „Við ættum að íhuga hvort við viljum hafa sambærilegt kerfi til framtíðar," segir Róbert. „Sérstaklega hvað varðar það fyrirkomulag sem fjórtánda grein stjórnarskrár gerir ráð fyrir, að ákæruvald á hendur ráðherra sé á höndum Alþingis." Burtséð frá þessu ákveðna máli segir hann ákvörðun Alþingis um ákæru í slíkum málum ekki mega bjóða upp á deilur á flokkspólitískum forsendum. Ákæran og málarekstur yfir Geir hafi skapað úlfúð í samfélaginu og ásakanir hafi gengið á báða bóga um hvort ákvörðunin hafi verið tekin á réttum forsendum. „Það verður að ríkja traust um málsmeðferðina og þess vegna held ég að ástæða sé til þess að velta fyrir sér hvort að annað fyrirkomulag gæti verið hentugra." Róbert tekur fram að ferlið sé tvíþætt, annars vegar ákvörðunin um málshöfðun og hins vegar meðferð málsins fyrir Landsdómi. Varðandi hið síðarnefnda, hafi hann enn ekki séð annað en að málsmeðferð dómsins hafi verið í samræmi við gildandi reglur. Guðmundur Hálfdanarsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir ákveðin skilaboð felast í dómnum. „Þarna eru skilaboð um að taka beri rannsóknarskýrslu Alþingis alvarlega. Þar komu fram alvarlegar athugasemdir um stjórnsýslu á Íslandi í aðdraganda hrunsins." Guðmundur segir jafnframt að meðferð Alþingis á málinu hafi orkað tvímælis. Annars vegar hafi þingmannanefnd lagt til að fjórir fyrrverandi ráðherrar yrðu ákærðir, en ekki þrír eins og rannsóknarnefndin lagði til, og hins vegar hafi Geir einn verið ákærður. „Það hefði verið sterkara að tengja málið við skýrsluna og líta á Landsdóm sem ákveðinn dómsúrskurð um gildi rannsóknarnefndarinnar," segir hann. Spurður hvort Landsdómur hafi fest sig í sessi með málinu segir Guðmundur það vera óljóst. „Ég held ekki að nokkur maður geti talið það góða hugmynd að Alþingi sé að ákæra menn í nokkurs konar pólitískum kappleik." thorgils@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira