Opinbera afskriftir yfir 100 milljónum 26. apríl 2012 09:30 Fyrsti flutningsmaður Eygló segir málið ekki varða bankaleynd, enda sé um upplýsingar í skattskýrslum að ræða. Um sé að ræða kröfu á þá sem eru skattskyldir til þess að skila upplýsingum til Ríkisskattstjóra.fréttablaðið/gva Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu skulu allir framtalsskyldir aðilar tilgreina allar skuldaeftirgjafir sem þeir hafa fengið, óháð því hvort þær teljist til tekna eða ekki. Allar afskriftir að fjárhæð 100 milljónir eða meira verði síðan birtar í álagningaskrá og skattskrá, ásamt upplýsingum um frá hverjum þær stafa. Eygló segir tilgang frumvarpsins þann að gæta jafnræðis. Ljóst sé að afskrifa þurfi hluta skulda og mikilvægt sé að taka þann hluta sem ekki er hægt að borga út úr kerfinu. „Það er mikilvægt að jafnræðis og sanngirnis sé gætt við það. Að fjármálafyrirtæki geti staðið fyrir framan þjóðina og rökstutt hvernig staðið er að afskriftunum. Með þessu er verið að tryggja gagnsæi." Eygló segir ekki síður mikilvægt að tryggja jafnræði varðandi það hvaða upplýsingar eru gerðar opinberar. „Það hafa vaknað ýmsar spurningar um það af hverju upplýsingar um sum fyrirtæki koma fram í fjölmiðlum, en önnur ekki. Það er óeðlilegt að handvelja þær upplýsingar sem almenningur fær um afskriftir." Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir þetta. Óheppilegt sé að til þessa hafi opinberlega birst upplýsingar um sumar afskriftir, en aðrar ekki og mikilvægt sé að gæta jafnræðis í því. Verulegir almannahagsmunir standi til þess að upplýsingarnar verði birtar. „Leynd um verulegar afskriftir er til þess fallin að skapa tortryggni. Það er mikilvægur hluti endurreisnarstarfsins að eyða óþarfa tortryggni og skapa á ný traust á fjármálakerfið. Það verður best gert með opnum og gagnsæjum ferlum og skipulegri miðlun upplýsinga. Þess vegna er það niðurstaða nefndarinnar að mæla með því að frumvarp þingmannanna verði að lögum." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu skulu allir framtalsskyldir aðilar tilgreina allar skuldaeftirgjafir sem þeir hafa fengið, óháð því hvort þær teljist til tekna eða ekki. Allar afskriftir að fjárhæð 100 milljónir eða meira verði síðan birtar í álagningaskrá og skattskrá, ásamt upplýsingum um frá hverjum þær stafa. Eygló segir tilgang frumvarpsins þann að gæta jafnræðis. Ljóst sé að afskrifa þurfi hluta skulda og mikilvægt sé að taka þann hluta sem ekki er hægt að borga út úr kerfinu. „Það er mikilvægt að jafnræðis og sanngirnis sé gætt við það. Að fjármálafyrirtæki geti staðið fyrir framan þjóðina og rökstutt hvernig staðið er að afskriftunum. Með þessu er verið að tryggja gagnsæi." Eygló segir ekki síður mikilvægt að tryggja jafnræði varðandi það hvaða upplýsingar eru gerðar opinberar. „Það hafa vaknað ýmsar spurningar um það af hverju upplýsingar um sum fyrirtæki koma fram í fjölmiðlum, en önnur ekki. Það er óeðlilegt að handvelja þær upplýsingar sem almenningur fær um afskriftir." Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir þetta. Óheppilegt sé að til þessa hafi opinberlega birst upplýsingar um sumar afskriftir, en aðrar ekki og mikilvægt sé að gæta jafnræðis í því. Verulegir almannahagsmunir standi til þess að upplýsingarnar verði birtar. „Leynd um verulegar afskriftir er til þess fallin að skapa tortryggni. Það er mikilvægur hluti endurreisnarstarfsins að eyða óþarfa tortryggni og skapa á ný traust á fjármálakerfið. Það verður best gert með opnum og gagnsæjum ferlum og skipulegri miðlun upplýsinga. Þess vegna er það niðurstaða nefndarinnar að mæla með því að frumvarp þingmannanna verði að lögum." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira