Taka verður alla gagnrýni alvarlega 26. apríl 2012 11:00 Hvalfjarðargöng Í gagnrýni á forsendur Vaðlaheiðarganga hefur verið bent á að aðstæður séu aðrar en í tilfelli Hvalfjarðarganga. Þá sé mikil óvissa um þróun vaxta og þar með endurfjármögnun lána að framkvæmdatíma loknum. Fréttablaðið/Pjetur Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld. Í umræðum um málið lýsti Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, efasemdum um að forsendur forsendur verksins stæðust. „Framkvæmdin verður að rísa algjörlega undir sjálfri sér með vegtollum," sagði hann. „Þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn hafði ég fyrirvara á því og sá fyrirvari stendur enn." Ögmundur kvaðst þess fullviss að kostnaður við verkið myndi að verulegu leyti falla á ríkissjóð. „Og ef svo er á þessi framkvæmd eins og aðrar að fara inn í samgönguáætlun." Þingmenn, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, hafa skiptar skoðanir um málið og eins er það innan fjárlaganefndar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar og varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, kveðst þó telja að innan nefndarinnar sé fyrir því ágætur meirihluti. „Við í fjárlaganefnd skoðum málið út frá hagsmunum ríkissjóðs," segir hún. Á fundi fjárlaganefndar um málið í gærmorgun fóru fulltrúar fjármálaráðuneytisins, Ríkisábyrgðasjóðs og Ríkisendurskoðunar yfir það og svöruðu spurningum nefndarmanna. Sigríður segir nefndina einnig taka málið fyrir á fundi sínum næsta mánudag. Þá verði farið yfir upplýsingar sem beðið var um í gær, auk upplýsinga Vegagerðar um umferðarspár. Sjálf kveðst Sigríður Ingibjörg telja að hluti gagnrýni sem sett hafi verið fram á málið sé óréttmætur. „Annað finnst mér þess eðlis að ástæða sé til að skoða málið dyggilega af hálfu fjárlaganefndar. Framkvæmdin er stór og fjárlaganefnd verður að taka alvarlega þá gagnrýni sem fram kemur og komast þá annað hvort að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki réttmæt eða að hluti hennar sé þess eðlis að gera þurfi einhverjar breytingar á frumvarpinu." Þá kveðst hún ósammála því að forsendur Vaðlaheiðarganga séu brostnar. Fyrir liggi að þau verði fjármögnuð að mestu af notendagjöldum. „Í þinginu benti fjármálaráðherra á að áhætta fylgdi alltaf þessum verkefnum. Við þurfum að leggja mat á þá áhættu. En verkefnið er mikilvægt yfir þetta svæði, sem er eitt helsta vaxtarsvæði landsins utan stórhöfuðborgarsvæðisins." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld. Í umræðum um málið lýsti Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, efasemdum um að forsendur forsendur verksins stæðust. „Framkvæmdin verður að rísa algjörlega undir sjálfri sér með vegtollum," sagði hann. „Þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn hafði ég fyrirvara á því og sá fyrirvari stendur enn." Ögmundur kvaðst þess fullviss að kostnaður við verkið myndi að verulegu leyti falla á ríkissjóð. „Og ef svo er á þessi framkvæmd eins og aðrar að fara inn í samgönguáætlun." Þingmenn, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, hafa skiptar skoðanir um málið og eins er það innan fjárlaganefndar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar og varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, kveðst þó telja að innan nefndarinnar sé fyrir því ágætur meirihluti. „Við í fjárlaganefnd skoðum málið út frá hagsmunum ríkissjóðs," segir hún. Á fundi fjárlaganefndar um málið í gærmorgun fóru fulltrúar fjármálaráðuneytisins, Ríkisábyrgðasjóðs og Ríkisendurskoðunar yfir það og svöruðu spurningum nefndarmanna. Sigríður segir nefndina einnig taka málið fyrir á fundi sínum næsta mánudag. Þá verði farið yfir upplýsingar sem beðið var um í gær, auk upplýsinga Vegagerðar um umferðarspár. Sjálf kveðst Sigríður Ingibjörg telja að hluti gagnrýni sem sett hafi verið fram á málið sé óréttmætur. „Annað finnst mér þess eðlis að ástæða sé til að skoða málið dyggilega af hálfu fjárlaganefndar. Framkvæmdin er stór og fjárlaganefnd verður að taka alvarlega þá gagnrýni sem fram kemur og komast þá annað hvort að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki réttmæt eða að hluti hennar sé þess eðlis að gera þurfi einhverjar breytingar á frumvarpinu." Þá kveðst hún ósammála því að forsendur Vaðlaheiðarganga séu brostnar. Fyrir liggi að þau verði fjármögnuð að mestu af notendagjöldum. „Í þinginu benti fjármálaráðherra á að áhætta fylgdi alltaf þessum verkefnum. Við þurfum að leggja mat á þá áhættu. En verkefnið er mikilvægt yfir þetta svæði, sem er eitt helsta vaxtarsvæði landsins utan stórhöfuðborgarsvæðisins." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira