Taka verður alla gagnrýni alvarlega 26. apríl 2012 11:00 Hvalfjarðargöng Í gagnrýni á forsendur Vaðlaheiðarganga hefur verið bent á að aðstæður séu aðrar en í tilfelli Hvalfjarðarganga. Þá sé mikil óvissa um þróun vaxta og þar með endurfjármögnun lána að framkvæmdatíma loknum. Fréttablaðið/Pjetur Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld. Í umræðum um málið lýsti Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, efasemdum um að forsendur forsendur verksins stæðust. „Framkvæmdin verður að rísa algjörlega undir sjálfri sér með vegtollum," sagði hann. „Þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn hafði ég fyrirvara á því og sá fyrirvari stendur enn." Ögmundur kvaðst þess fullviss að kostnaður við verkið myndi að verulegu leyti falla á ríkissjóð. „Og ef svo er á þessi framkvæmd eins og aðrar að fara inn í samgönguáætlun." Þingmenn, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, hafa skiptar skoðanir um málið og eins er það innan fjárlaganefndar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar og varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, kveðst þó telja að innan nefndarinnar sé fyrir því ágætur meirihluti. „Við í fjárlaganefnd skoðum málið út frá hagsmunum ríkissjóðs," segir hún. Á fundi fjárlaganefndar um málið í gærmorgun fóru fulltrúar fjármálaráðuneytisins, Ríkisábyrgðasjóðs og Ríkisendurskoðunar yfir það og svöruðu spurningum nefndarmanna. Sigríður segir nefndina einnig taka málið fyrir á fundi sínum næsta mánudag. Þá verði farið yfir upplýsingar sem beðið var um í gær, auk upplýsinga Vegagerðar um umferðarspár. Sjálf kveðst Sigríður Ingibjörg telja að hluti gagnrýni sem sett hafi verið fram á málið sé óréttmætur. „Annað finnst mér þess eðlis að ástæða sé til að skoða málið dyggilega af hálfu fjárlaganefndar. Framkvæmdin er stór og fjárlaganefnd verður að taka alvarlega þá gagnrýni sem fram kemur og komast þá annað hvort að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki réttmæt eða að hluti hennar sé þess eðlis að gera þurfi einhverjar breytingar á frumvarpinu." Þá kveðst hún ósammála því að forsendur Vaðlaheiðarganga séu brostnar. Fyrir liggi að þau verði fjármögnuð að mestu af notendagjöldum. „Í þinginu benti fjármálaráðherra á að áhætta fylgdi alltaf þessum verkefnum. Við þurfum að leggja mat á þá áhættu. En verkefnið er mikilvægt yfir þetta svæði, sem er eitt helsta vaxtarsvæði landsins utan stórhöfuðborgarsvæðisins." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld. Í umræðum um málið lýsti Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, efasemdum um að forsendur forsendur verksins stæðust. „Framkvæmdin verður að rísa algjörlega undir sjálfri sér með vegtollum," sagði hann. „Þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn hafði ég fyrirvara á því og sá fyrirvari stendur enn." Ögmundur kvaðst þess fullviss að kostnaður við verkið myndi að verulegu leyti falla á ríkissjóð. „Og ef svo er á þessi framkvæmd eins og aðrar að fara inn í samgönguáætlun." Þingmenn, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, hafa skiptar skoðanir um málið og eins er það innan fjárlaganefndar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar og varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, kveðst þó telja að innan nefndarinnar sé fyrir því ágætur meirihluti. „Við í fjárlaganefnd skoðum málið út frá hagsmunum ríkissjóðs," segir hún. Á fundi fjárlaganefndar um málið í gærmorgun fóru fulltrúar fjármálaráðuneytisins, Ríkisábyrgðasjóðs og Ríkisendurskoðunar yfir það og svöruðu spurningum nefndarmanna. Sigríður segir nefndina einnig taka málið fyrir á fundi sínum næsta mánudag. Þá verði farið yfir upplýsingar sem beðið var um í gær, auk upplýsinga Vegagerðar um umferðarspár. Sjálf kveðst Sigríður Ingibjörg telja að hluti gagnrýni sem sett hafi verið fram á málið sé óréttmætur. „Annað finnst mér þess eðlis að ástæða sé til að skoða málið dyggilega af hálfu fjárlaganefndar. Framkvæmdin er stór og fjárlaganefnd verður að taka alvarlega þá gagnrýni sem fram kemur og komast þá annað hvort að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki réttmæt eða að hluti hennar sé þess eðlis að gera þurfi einhverjar breytingar á frumvarpinu." Þá kveðst hún ósammála því að forsendur Vaðlaheiðarganga séu brostnar. Fyrir liggi að þau verði fjármögnuð að mestu af notendagjöldum. „Í þinginu benti fjármálaráðherra á að áhætta fylgdi alltaf þessum verkefnum. Við þurfum að leggja mat á þá áhættu. En verkefnið er mikilvægt yfir þetta svæði, sem er eitt helsta vaxtarsvæði landsins utan stórhöfuðborgarsvæðisins." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira