Innlent

Nýmjólkin á sama verði í öllum búðum

Kostar 115 krónur alls staðar Lítri af nýmjólk kostar það sama í öllum þeim búðum sem ASÍ kannaði í vikunni.Fréttablaðið/Pjetur
Kostar 115 krónur alls staðar Lítri af nýmjólk kostar það sama í öllum þeim búðum sem ASÍ kannaði í vikunni.Fréttablaðið/Pjetur
Lægsta matvöruverð landsins er að finna í verslunum Bónuss, samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ. Matarkarfan kostaði 20.404 krónur í Bónus, en 24.680 krónur í verslun Nóatúns, þar sem hún var dýrust. Verðmunurinn er 4.276 krónur, eða um 21 prósent.

Eina varan í körfunni sem kostaði nákvæmlega það sama alls staðar, 115 krónur, var lítri af nýmjólk. Mesti verðmunur var á kílóverði á bönunum, sem voru dýrastir á 379 krónur í Hagkaup en ódýrastir á 129 krónur hjá Fjarðarkaupum. Verðmunurinn var því 194 prósent.

Einungis munaði 22 krónum á körfunni í Nóatún og Samkaupum-Úrvali. Fjarðarkaup var með næstódýrustu körfuna, þar sem hún kostaði 22.058 krónur, átta prósentum dýrari en hjá Bónus.

Matarkarfan samanstendur af 54 almennum neysluvörum til heimilisins, til dæmis mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti og drykkjarvörum. Verð á matarkörfunni var kannað víðs vegar um landið í stórmörkuðum og lágvöruverðsverslunum á mánudaginn síðasta. Verslanirnar Kostur og Víðir neituðu sem fyrr þátttöku í könnuninni.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×