Geðrænn vandi ein helsta ástæða fjarvista frá vinnu 27. apríl 2012 06:00 Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. Þetta kemur fram í grein Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, í ársriti stofnunarinnar 2012. Vigdís segir að tölur um skjólstæðinga VIRK séu áþekkar tölum Tryggingastofnunar um ástæður örorku en tekur jafnframt fram að þeir sem nefna geðrænan vanda séu oft þeir sömu sem eiga við stoðkerfisvanda að stríða. „Hjá sumum geta verið marþættar ástæður svo tölfræðin þarf að skoðast með þeim fyrirvara. En þriðjungur þeirra sem leita til ráðgjafa með skerta starfsgetu, og geta ekki unnið þess vegna, glímir við geðrænan vanda." Tilkoma VIRK árið 2008 var hluti af kjarasamningum það ár og einn þáttur í svokölluðum stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Sjóðurinn var stofnaður vegna merkja um aukna örorku hér á landi án þess að stjórnvöld hefðu brugðist við því með kerfisbundnum hætti. Ljóst var að samfélagslegur kostnaður er gríðarlegur og mikilvægt að leita leiða til að minnka hann. Árið 2008 voru heildarlaun allra launamanna á Íslandi ásamt launatengdum gjöldum 850 milljarðar króna en á sama tíma var hlutfall veikindafjarvista um 4% vinnudaga það ár. Má því ætla að launagreiðslur í veikindum hafi numið ríflega 34 milljörðum króna að viðbættum kostnaði við staðgengla þeirra sem voru veikir; laun, yfirvinna og fleira. Árangur VIRK er góður en 72% þeirra sem þangað leita fara aftur á vinnumarkað. Um 18% þurfa frá að hverfa og fara á örorku. - shá Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. Þetta kemur fram í grein Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, í ársriti stofnunarinnar 2012. Vigdís segir að tölur um skjólstæðinga VIRK séu áþekkar tölum Tryggingastofnunar um ástæður örorku en tekur jafnframt fram að þeir sem nefna geðrænan vanda séu oft þeir sömu sem eiga við stoðkerfisvanda að stríða. „Hjá sumum geta verið marþættar ástæður svo tölfræðin þarf að skoðast með þeim fyrirvara. En þriðjungur þeirra sem leita til ráðgjafa með skerta starfsgetu, og geta ekki unnið þess vegna, glímir við geðrænan vanda." Tilkoma VIRK árið 2008 var hluti af kjarasamningum það ár og einn þáttur í svokölluðum stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Sjóðurinn var stofnaður vegna merkja um aukna örorku hér á landi án þess að stjórnvöld hefðu brugðist við því með kerfisbundnum hætti. Ljóst var að samfélagslegur kostnaður er gríðarlegur og mikilvægt að leita leiða til að minnka hann. Árið 2008 voru heildarlaun allra launamanna á Íslandi ásamt launatengdum gjöldum 850 milljarðar króna en á sama tíma var hlutfall veikindafjarvista um 4% vinnudaga það ár. Má því ætla að launagreiðslur í veikindum hafi numið ríflega 34 milljörðum króna að viðbættum kostnaði við staðgengla þeirra sem voru veikir; laun, yfirvinna og fleira. Árangur VIRK er góður en 72% þeirra sem þangað leita fara aftur á vinnumarkað. Um 18% þurfa frá að hverfa og fara á örorku. - shá
Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira