Of erfitt er að saksækja fyrir hatur á netinu 27. apríl 2012 07:00 Fordómar Íslenskir lögreglumenn ættu að bregðast við og stöðva brot á lögum sjái þeir skilti með hatursáróðri í mótmælum hér á landi segir Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra.Nordicphotos/AFP Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Fæstir gera sér kannski grein fyrir því en fáein orð á Facebook eða Twitter geta kveikt hugmyndir og sáð fræjum í huga þeirra sem eru veikir fyrir," sagði Margrét í erindi sem hún hélt á opnum fundi innanríkisráðuneytisins um hatursáróður. Hún nefndi dæmi um ungan sænskan mann sem hafði látið hatursfull ummæli falla á Twitter-samfélagsmiðlinum um afrísk-ættaðan knattspyrnumann. Tíu dögum eftir að ummælin féllu hafði hann verið dæmdur í 56 daga fangelsi. Margrét sagði nauðsynlegt að breyta ákvæði hegningarlaga um hatursáróður þannig að hægt sé að saksækja þá sem láti frá sér slíkan áróður á grundvelli almannahagsmuna án þess að kæra þurfi að koma til. Hún benti á að í Svíþjóð sé sérstakur saksóknari sem hafi meðal annars slíka glæpi á sínu forræði. „Ég þekki dæmi um að fólk hafi leitað til lögreglunnar og ætlað að kæra það sem það taldi vera hatursáróður, en verið sagt að það hefði ekki lögvarða hagsmuni og gæti því ekki kært," sagði Margrét. Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá stjórnsýslusviði Ríkislögreglustjóra, sagði ekki þurfa lagabreytingu til. Hver sem er geti komið ábendingum um meint lögbrot til lögreglu án þess að vera tengdur málinu. Lögreglan hafi hins vegar takmarkaða möguleika til að fylgjast með og treysti því á ábendingar frá borgurunum um meintan hatursáróður á netinu. Logi sagði þó rétt að rannsókn vissra brota færi aðeins af stað að kröfu einhvers sem teldi brotið á sér. Það eigi til dæmis við um nafnlaus skrif á netinu sem geti talist ærumeiðandi. Margrét sagði einnig mikilvægt að breyta fjölmiðlalögum, sem sett voru í fyrra, til að hægt sé að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að breiða út hatursáróður. Í dag er aðeins hægt að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að hvetja til refsiverðrar háttsemi með útbreiðslu slíks áróðurs. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Fæstir gera sér kannski grein fyrir því en fáein orð á Facebook eða Twitter geta kveikt hugmyndir og sáð fræjum í huga þeirra sem eru veikir fyrir," sagði Margrét í erindi sem hún hélt á opnum fundi innanríkisráðuneytisins um hatursáróður. Hún nefndi dæmi um ungan sænskan mann sem hafði látið hatursfull ummæli falla á Twitter-samfélagsmiðlinum um afrísk-ættaðan knattspyrnumann. Tíu dögum eftir að ummælin féllu hafði hann verið dæmdur í 56 daga fangelsi. Margrét sagði nauðsynlegt að breyta ákvæði hegningarlaga um hatursáróður þannig að hægt sé að saksækja þá sem láti frá sér slíkan áróður á grundvelli almannahagsmuna án þess að kæra þurfi að koma til. Hún benti á að í Svíþjóð sé sérstakur saksóknari sem hafi meðal annars slíka glæpi á sínu forræði. „Ég þekki dæmi um að fólk hafi leitað til lögreglunnar og ætlað að kæra það sem það taldi vera hatursáróður, en verið sagt að það hefði ekki lögvarða hagsmuni og gæti því ekki kært," sagði Margrét. Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá stjórnsýslusviði Ríkislögreglustjóra, sagði ekki þurfa lagabreytingu til. Hver sem er geti komið ábendingum um meint lögbrot til lögreglu án þess að vera tengdur málinu. Lögreglan hafi hins vegar takmarkaða möguleika til að fylgjast með og treysti því á ábendingar frá borgurunum um meintan hatursáróður á netinu. Logi sagði þó rétt að rannsókn vissra brota færi aðeins af stað að kröfu einhvers sem teldi brotið á sér. Það eigi til dæmis við um nafnlaus skrif á netinu sem geti talist ærumeiðandi. Margrét sagði einnig mikilvægt að breyta fjölmiðlalögum, sem sett voru í fyrra, til að hægt sé að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að breiða út hatursáróður. Í dag er aðeins hægt að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að hvetja til refsiverðrar háttsemi með útbreiðslu slíks áróðurs. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira