Innlent

Karlar fá 6,6 prósentum hærri laun

Launamunur Kynjanna
Ný könnun PwC sýnir að karlar fá 6,6% hærri laun en konur þegar tekið hefur verið tillit til helstu áhrifaþátta.
Fréttablaðið/XXX
Launamunur Kynjanna Ný könnun PwC sýnir að karlar fá 6,6% hærri laun en konur þegar tekið hefur verið tillit til helstu áhrifaþátta. Fréttablaðið/XXX
Föst laun karla á Íslandi eru 6,6% hærri en föst laun kvenna þegar búið er að taka tillit til helstu áhrifaþátta. Þetta er niðurstaða greiningar PwC á launamun kynjanna.

Greiningin byggir á launaupplýsingum yfir 14.000 launþega hjá liðlega 70 íslenskum fyrirtækjum í september á síðasta ári.

Í sambærilegri greiningu árið 2006 voru laun karla 12% hærri en laun kvenna.

Samkvæmt PwC eru helstu áhrifaþættir launa aldur, starfsaldur, menntun, starfshlutfall, fyrirtæki, starf, staða í skipuriti og heildarvinnustundir.

Fram kom í Fréttablaðinu á fimmtudag að kynbundinn launamunur hafi aukist á síðasta ári eftir að saman hafði dregið með kynjunum um árabil.

Þar sagði jafnframt að kynbundinn launamunur hjá hinu opinbera hefði vaxið úr 9,9% árið 2010 upp í 13,2% í fyrra.

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, sagði opinbera starfsmenn orðna langeyga eftir úrbótum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagðist hafa áhyggjur af þessari þróun og ríkisstjórnin muni gera allt sem í hennar valdi standi til að ná fram launajafnrétti. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×