Harpa reis á hárréttum tíma 12. maí 2012 11:00 Steinunn Birna leikur á hverjum degi á píanó þrátt fyrir annir í starfi í Hörpu, starfi sem hún segir vera ævintýri lífs síns. Fréttablaðið/Vilhelm Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri Hörpu tekur á móti blaðamanni Fréttablaðsins á skrifstofu sinni í Hörpu. Ár er liðið síðan tónlistarhúsið var opnað, hús sem almenningur og tónlistarmenn höfðu beðið lengi eftir, en var einnig umdeilt, einkum vegna kostnaðar við framkvæmdina. Mikil aðsókn hefur hins vegar verið í húsið frá upphafi og segir Steinunn Birna það afar ánægjulegt. „Það er ótrúlegt hvað húsinu hefur verið tekið vel. Auðvitað vissi maður sem tónlistarmaður að það væri uppsöfnuð þörf fyrir húsið og við biðum auðvitað ansi lengi eftir því. Eigi að síður fara móttökurnar fram úr mínum væntingum og ég vona svo sannarlega að húsið verði áfram svona vel sótt, fólk sé ekki bara að koma því það er nýtt og spennandi. Og raunar tel ég enga sérlega hættu á því. Við erum ekki í samkeppni við önnur hús, eins og stundum er raunin í nágrannalöndunum þegar ný tónlistarhús eru opnuð og sambærileg hús eru fyrir. En auðvitað er mikil aðsókn ekki sjálfgefin, við þurfum að halda áfram að vanda okkur og bjóða upp á fjölbreytt úrval tónlistar." Allir stoltir af HörpuSteinunn Birna segir einnig að gagnrýnisraddir þeirra sem óttuðust að húsið yrði ekki fyrir alla hafi hljóðnað en viðburðirnir í Hörpu spanna allt frá ráðstefnum og rokktónleikum til klassískra tónleika og framúrstefnulegrar tónlistar. „Þegar fólk sannfærðist um það að hér yrði fjölbreytt tónleikaval fyrir fólk með alls konar tónlistarsmekk og efnahagslega getu þá þögnuðu þessar raddir. Það var alltaf ætlunin að hafa stefnuna þannig en eitt er að segja það og annað að framkvæma. Almenningur hefur nú sannfærst um að Harpan er hús fyrir alla. Ég skynja að fólk er stolt af húsinu sem reis nákvæmlega þegar þess var mest þörf. Og það er virkileg ástæða til að vera stoltur af þessu húsi. Auðvitað hefur þetta ekki allt verið dans á rósum. En ég hef kosið að leiða hjá mér þegar gagnrýni á húsið og starfsemina hefur verið persónugerð, annað er ekki hægt ætli maður að sinna þessu starfi. Það gleymist hvort eð er allt í lok dagsins og hverfur í skuggann af velgengni hússins sem skiptir mig öllu máli." Steinunn Birna segir augljóst að húsið skipti sköpum fyrir íslenska tónlistarmenn. „Landslagið hefur breyst algjörlega. Tónlistarhúsið er afar vel kynnt erlendis, betur en margir gera sér grein fyrir. Hingað koma hljóðfæraleikarar í fremstu röð og hrósa því í hástert. Þannig spyrst það út meðal tónlistarmanna að það sé eftirsóknarvert að koma hingað og við eigum auðveldara með að fá til okkar erlenda gesti. Athygli erlendra gesta, hvort sem það eru tónlistarmenn eða blaðamenn, skiptir mjög miklu fyrir íslenskt tónlistarfólk og tónlistarlíf og mun örugglega verða til þess að það verða framfarir hjá tónlistarmönnum hér á landi. Það birtist til dæmis gagnrýni í Daily Telegraph daginn eftir að óperan frumsýndi La Boheme. Þannig er farið að bera okkur saman við það sem best gerist í heiminum, ekki bara á Íslandi, og í kjölfarið víkkar viðmiðið sem hlýtur að skila sér í framförum hjá íslenskum tónlistarmönnum." Spennandi tímar framundanHúsið hefur frá upphafi verið vel nýtt. „Sætanýting hefur verið mjög mikil, hátt í 90 prósent og vonandi heldur þessi góða aðsókn áfram. Í það minnsta er ekkert lát á bókunum og við erum að bóka sali mörg ár fram í tímann," segir Steinunn Birna sem segir margt spennandi á döfinni í Hörpu. „Sóknarfærin eru svo mörg. Til dæmis í ráðstefnuhaldi, sá þáttur mun vitanlega styrkjast enn frekar þegar hótelið við hlið Hörpu rís. Svo ætlum við að gera mikið fyrir erlenda ferðamenn í sumar. Við verðum með eitthvað á hverjum einasta degi fyrir þá, skoðunarferðir um húsið, gamanleik á ensku um hvernig á að verða Íslendingur á 60 mínútum og svo verða tónleikar svo til daglega. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að leggja natni við þetta verkefni nú fyrstu árin, reynsla nágranna okkar sýnir að fyrstu tvö árin séu mjög mikilvæg í lífi svona húss og við þurfum að vinna vel og ná til ferðamanna. En það er auðvitað fjölmargt annað á döfinni. Ég vonast til dæmis til þess að Berlínarfílharmónían komi hingað í haust og er að vinna í því." Halldór Guðmundsson tekur bráðum við starfi sem forstjóri Hörpu sem Steinunn Birna segir fagnaðarefni. „Koma hans verður mikill fengur fyrir húsið, hann er reynslumikill og það verður ánægjulegt að fá hann hingað til starfa," segir hún. Spurð hvað standi upp úr þegar litið er yfir árið segir Steinunn Birna af mörgu að taka. „Hér hafa verið haldnar stórar og framsæknar tónlistarhátíðir eins og Tectonics, hingað kom Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar og lék undir stjórn eins fremsta stjórnanda heims, Gustavo Dudamels, og svo mætti lengi telja. En ætli það standi ekki upp úr hversu vel húsinu hefur verið tekið og að þær vonir sem ég hafði fyrir hússins hönd hafi ræst." Ævintýri lífs mínsSteinunn Birna er píanóleikari og segir að þrátt fyrir annir í Hörpu gefi hún sér alltaf tíma til þess að leika á píanóið. „Fyrir mig er það lífsspursmál að spila, ég æfi mig á hverjum degi og myndi hreinlega veslast upp ef ég gerði það ekki. Ég hef haldið mínu striki að spila og taka upp þó að aðalstarf mitt núna sé að vera tónlistarstjóri Hörpu og ég spili eðlilega talsvert minna opinberlega en áður. Það má líka segja að ég sé í mínu draumastarfi. Ég hef tekið þátt í draumnum um íslenskt tónlistarhús frá því að ég fór í minn fyrsta píanótíma barnung. Mér verður oft hugsað til þeirra sem börðust fyrir byggingu tónlistarhúss en lifðu ekki að sjá það, mér þykir það mikill heiður að sinna þessu starfi og get sagt með sanni að þetta hús sé ævintýri lífs míns." Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Lífið samstarf Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri Hörpu tekur á móti blaðamanni Fréttablaðsins á skrifstofu sinni í Hörpu. Ár er liðið síðan tónlistarhúsið var opnað, hús sem almenningur og tónlistarmenn höfðu beðið lengi eftir, en var einnig umdeilt, einkum vegna kostnaðar við framkvæmdina. Mikil aðsókn hefur hins vegar verið í húsið frá upphafi og segir Steinunn Birna það afar ánægjulegt. „Það er ótrúlegt hvað húsinu hefur verið tekið vel. Auðvitað vissi maður sem tónlistarmaður að það væri uppsöfnuð þörf fyrir húsið og við biðum auðvitað ansi lengi eftir því. Eigi að síður fara móttökurnar fram úr mínum væntingum og ég vona svo sannarlega að húsið verði áfram svona vel sótt, fólk sé ekki bara að koma því það er nýtt og spennandi. Og raunar tel ég enga sérlega hættu á því. Við erum ekki í samkeppni við önnur hús, eins og stundum er raunin í nágrannalöndunum þegar ný tónlistarhús eru opnuð og sambærileg hús eru fyrir. En auðvitað er mikil aðsókn ekki sjálfgefin, við þurfum að halda áfram að vanda okkur og bjóða upp á fjölbreytt úrval tónlistar." Allir stoltir af HörpuSteinunn Birna segir einnig að gagnrýnisraddir þeirra sem óttuðust að húsið yrði ekki fyrir alla hafi hljóðnað en viðburðirnir í Hörpu spanna allt frá ráðstefnum og rokktónleikum til klassískra tónleika og framúrstefnulegrar tónlistar. „Þegar fólk sannfærðist um það að hér yrði fjölbreytt tónleikaval fyrir fólk með alls konar tónlistarsmekk og efnahagslega getu þá þögnuðu þessar raddir. Það var alltaf ætlunin að hafa stefnuna þannig en eitt er að segja það og annað að framkvæma. Almenningur hefur nú sannfærst um að Harpan er hús fyrir alla. Ég skynja að fólk er stolt af húsinu sem reis nákvæmlega þegar þess var mest þörf. Og það er virkileg ástæða til að vera stoltur af þessu húsi. Auðvitað hefur þetta ekki allt verið dans á rósum. En ég hef kosið að leiða hjá mér þegar gagnrýni á húsið og starfsemina hefur verið persónugerð, annað er ekki hægt ætli maður að sinna þessu starfi. Það gleymist hvort eð er allt í lok dagsins og hverfur í skuggann af velgengni hússins sem skiptir mig öllu máli." Steinunn Birna segir augljóst að húsið skipti sköpum fyrir íslenska tónlistarmenn. „Landslagið hefur breyst algjörlega. Tónlistarhúsið er afar vel kynnt erlendis, betur en margir gera sér grein fyrir. Hingað koma hljóðfæraleikarar í fremstu röð og hrósa því í hástert. Þannig spyrst það út meðal tónlistarmanna að það sé eftirsóknarvert að koma hingað og við eigum auðveldara með að fá til okkar erlenda gesti. Athygli erlendra gesta, hvort sem það eru tónlistarmenn eða blaðamenn, skiptir mjög miklu fyrir íslenskt tónlistarfólk og tónlistarlíf og mun örugglega verða til þess að það verða framfarir hjá tónlistarmönnum hér á landi. Það birtist til dæmis gagnrýni í Daily Telegraph daginn eftir að óperan frumsýndi La Boheme. Þannig er farið að bera okkur saman við það sem best gerist í heiminum, ekki bara á Íslandi, og í kjölfarið víkkar viðmiðið sem hlýtur að skila sér í framförum hjá íslenskum tónlistarmönnum." Spennandi tímar framundanHúsið hefur frá upphafi verið vel nýtt. „Sætanýting hefur verið mjög mikil, hátt í 90 prósent og vonandi heldur þessi góða aðsókn áfram. Í það minnsta er ekkert lát á bókunum og við erum að bóka sali mörg ár fram í tímann," segir Steinunn Birna sem segir margt spennandi á döfinni í Hörpu. „Sóknarfærin eru svo mörg. Til dæmis í ráðstefnuhaldi, sá þáttur mun vitanlega styrkjast enn frekar þegar hótelið við hlið Hörpu rís. Svo ætlum við að gera mikið fyrir erlenda ferðamenn í sumar. Við verðum með eitthvað á hverjum einasta degi fyrir þá, skoðunarferðir um húsið, gamanleik á ensku um hvernig á að verða Íslendingur á 60 mínútum og svo verða tónleikar svo til daglega. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að leggja natni við þetta verkefni nú fyrstu árin, reynsla nágranna okkar sýnir að fyrstu tvö árin séu mjög mikilvæg í lífi svona húss og við þurfum að vinna vel og ná til ferðamanna. En það er auðvitað fjölmargt annað á döfinni. Ég vonast til dæmis til þess að Berlínarfílharmónían komi hingað í haust og er að vinna í því." Halldór Guðmundsson tekur bráðum við starfi sem forstjóri Hörpu sem Steinunn Birna segir fagnaðarefni. „Koma hans verður mikill fengur fyrir húsið, hann er reynslumikill og það verður ánægjulegt að fá hann hingað til starfa," segir hún. Spurð hvað standi upp úr þegar litið er yfir árið segir Steinunn Birna af mörgu að taka. „Hér hafa verið haldnar stórar og framsæknar tónlistarhátíðir eins og Tectonics, hingað kom Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar og lék undir stjórn eins fremsta stjórnanda heims, Gustavo Dudamels, og svo mætti lengi telja. En ætli það standi ekki upp úr hversu vel húsinu hefur verið tekið og að þær vonir sem ég hafði fyrir hússins hönd hafi ræst." Ævintýri lífs mínsSteinunn Birna er píanóleikari og segir að þrátt fyrir annir í Hörpu gefi hún sér alltaf tíma til þess að leika á píanóið. „Fyrir mig er það lífsspursmál að spila, ég æfi mig á hverjum degi og myndi hreinlega veslast upp ef ég gerði það ekki. Ég hef haldið mínu striki að spila og taka upp þó að aðalstarf mitt núna sé að vera tónlistarstjóri Hörpu og ég spili eðlilega talsvert minna opinberlega en áður. Það má líka segja að ég sé í mínu draumastarfi. Ég hef tekið þátt í draumnum um íslenskt tónlistarhús frá því að ég fór í minn fyrsta píanótíma barnung. Mér verður oft hugsað til þeirra sem börðust fyrir byggingu tónlistarhúss en lifðu ekki að sjá það, mér þykir það mikill heiður að sinna þessu starfi og get sagt með sanni að þetta hús sé ævintýri lífs míns."
Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Lífið samstarf Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira