Borgar bara undir tvo álfa af sjö 16. maí 2012 09:00 Svona stórir! Ragnhildur Jónsdóttir, sjáandi frá Álfagarðinum í Hafnarfirði, sýnir Árna Johnsen alþingismanni, hvað álfarnir í steininum á bak við þau séu stórir, svona um það bil. Fréttablaðið/GVA „Steinninn er 24 tonn!" kallaði Arnar Kristjánsson úr krana sínum þegar búið var að hífa á loft bjarg allmikið við Litlu-kaffistofuna um klukkan hálftíu í gærmorgun. Eftir nokkuð baks við að koma klettinum fyrir á tengivagni vörubíls, var lagt af stað með hann í Landeyjahöfn rétt upp úr klukkan tíu. Þaðan fór steinninn og fylgdarlið með Herjólfi til Vestmannaeyja. Seinni partinn var steinninn kominn upp í garðinum hjá Árna Johnsen alþingismanni. Í fylgdarliði steinsins voru vitanlega þingmaðurinn sjálfur á Landcruiser-jeppa sínum og svo Ragnhildur Jónsdóttir, sjáandi frá Álfagarðinum í Hellisgerði í Hafnarfirði. Í Peugeot smábifreið hennar var með í för Ragnar Unnarsson sonur hennar og svo álfafjölskylda sem Ragnhildur segir að búið hafi í steininum. Búið var um fjölskylduna í bastkörfu í aftursæti bílsins. Áhöld eru því um hvort farið hafi verið á svig við reglur um hámarksfjölda farþega í fólksbifreið, mæðginin sátu tvö frammi í, en aftur í voru að sögn Ragnhildar þrjár kynslóðir álfa, gömul hjón, sem bjuggu á efri hæð í steininum, og svo yngri hjón með þrjú börn sem bjuggu á neðri hæð. Alls níu farþegar. Rúmið var upp á rönd„Álfunum finnst hunang sælgæti og ég færði þeim svolítið í nesti á leiðinni," útskýrir Ragnhildur, en að hennar sögn eru álfarnir í steininum nokkuð litlir, eitthvað nálægt hálfum metra á hæð. Fjölskyldan segir hún að hafi búið í steininum kynslóðum saman, en sé nú hin spenntasta að flytjast til Vestmannaeyja. „Þau settu samt sem skilyrði að útsýnið yrði gott. Þau vilja sjá til hafs." Eins vildu álfarnir hafa gras, því þeir ætla að halda kindur. „Ég safna svona steinum," útskýrir Árni Johnsen kíminn og kveður ferðalag klettsins og „fjölskyldunnar" í honum hafa haft nokkurn aðdraganda. „Fyrir um tveimur árum lenti ég í bílslysi á þessum slóðum, en gekk ómeiddur frá ónýtum bílnum eftir fimm veltur niður brekkuna hér við Litlu-kaffistofuna," segir Árni. „Bíllinn stoppaði við stóran stein hér ofan í dálítilli kvos sem er hér á mörkum Svínahrauns og Sandskeiðs." Þegar úr bílnum var komið segir Árni að sér hafi orðið starsýnt á steininn meðan hann beið hjálpar. Hann hafi svo í framhaldinu áttað sig á því að steinninn myndi fara undir nýjan Suðurlandsveg í framkvæmdunum við tvöföldun hans. „Þannig að ég bað Ingileif Jónsson, sem er verktaki við tvöföldunina, að bjarga steininum." Honum var svo komið fyrir á planinu á bak við Litlu-kaffistofuna. „Í júlí í fyrra datt mér svo í hug að biðja stelpurnar í Álfagarðinum í Hafnarfirði að kíkja á steininn," segir hann, en í framhaldinu sá Ragnhildur Jónsdóttir fjölskylduna í steininum, sem var heldur ósátt á nýjum stað. „Steinninn var svo skakkur og gamli maðurinn var ósáttur við það. Rúmið hans var eiginlega upp á rönd," segir Ragnhildur. Fluttu út fyrir flutningÞegar Ingileifur frétti af þessu bætti hann þegar úr. „Já ég þorði ekki annað," segir hann og telur eins gott að fara að öllu með gát í kring um álfa. Ragnhildur segir hins vegar að fjölskyldan hafi flutt út úr steininum þegar böndum var komið á hann fyrir nokkru. „Þau færðu sig til annarrar fjölskyldu hér í nágrenninu. Þau hafa hins vegar margoft vinkað til mín þegar ég hef farið hér um og voru orðin óþreyjufull að flytja," bætir hún við. „Þetta er bara skemmtilegt," segir Árni þegar hann er spurður að því hvort þetta sé ekki fullmikið tilstand við einn stein. „Og ekkert kostnaðarsamt þegar menn hjálpast að," segir hann. „Aðallega hafa menn gaman að þessu." Auk Ingileifs og Arnars á krananum segist Árni hafa notið liðsinnis veitingamannanna Jóhannesar Stefánssonar í Múlakaffi og Bjarna Óskarssonar hjá Nings. Úti í Eyjum hjálpi svo til við flutning steinsins Íslenska gámafélagið og Já verktakar frá Selfossi. „Síðan samdi ég við Eimskip um flutninginn í Herjólfi," segir Árni. Borgað er undir steininn eins og um vörubíl væri að ræða og svo almennt fargjald fyrir ungu hjónin í steininum. „Gömlu hjónin og börnin fengu frítt." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Steinninn er 24 tonn!" kallaði Arnar Kristjánsson úr krana sínum þegar búið var að hífa á loft bjarg allmikið við Litlu-kaffistofuna um klukkan hálftíu í gærmorgun. Eftir nokkuð baks við að koma klettinum fyrir á tengivagni vörubíls, var lagt af stað með hann í Landeyjahöfn rétt upp úr klukkan tíu. Þaðan fór steinninn og fylgdarlið með Herjólfi til Vestmannaeyja. Seinni partinn var steinninn kominn upp í garðinum hjá Árna Johnsen alþingismanni. Í fylgdarliði steinsins voru vitanlega þingmaðurinn sjálfur á Landcruiser-jeppa sínum og svo Ragnhildur Jónsdóttir, sjáandi frá Álfagarðinum í Hellisgerði í Hafnarfirði. Í Peugeot smábifreið hennar var með í för Ragnar Unnarsson sonur hennar og svo álfafjölskylda sem Ragnhildur segir að búið hafi í steininum. Búið var um fjölskylduna í bastkörfu í aftursæti bílsins. Áhöld eru því um hvort farið hafi verið á svig við reglur um hámarksfjölda farþega í fólksbifreið, mæðginin sátu tvö frammi í, en aftur í voru að sögn Ragnhildar þrjár kynslóðir álfa, gömul hjón, sem bjuggu á efri hæð í steininum, og svo yngri hjón með þrjú börn sem bjuggu á neðri hæð. Alls níu farþegar. Rúmið var upp á rönd„Álfunum finnst hunang sælgæti og ég færði þeim svolítið í nesti á leiðinni," útskýrir Ragnhildur, en að hennar sögn eru álfarnir í steininum nokkuð litlir, eitthvað nálægt hálfum metra á hæð. Fjölskyldan segir hún að hafi búið í steininum kynslóðum saman, en sé nú hin spenntasta að flytjast til Vestmannaeyja. „Þau settu samt sem skilyrði að útsýnið yrði gott. Þau vilja sjá til hafs." Eins vildu álfarnir hafa gras, því þeir ætla að halda kindur. „Ég safna svona steinum," útskýrir Árni Johnsen kíminn og kveður ferðalag klettsins og „fjölskyldunnar" í honum hafa haft nokkurn aðdraganda. „Fyrir um tveimur árum lenti ég í bílslysi á þessum slóðum, en gekk ómeiddur frá ónýtum bílnum eftir fimm veltur niður brekkuna hér við Litlu-kaffistofuna," segir Árni. „Bíllinn stoppaði við stóran stein hér ofan í dálítilli kvos sem er hér á mörkum Svínahrauns og Sandskeiðs." Þegar úr bílnum var komið segir Árni að sér hafi orðið starsýnt á steininn meðan hann beið hjálpar. Hann hafi svo í framhaldinu áttað sig á því að steinninn myndi fara undir nýjan Suðurlandsveg í framkvæmdunum við tvöföldun hans. „Þannig að ég bað Ingileif Jónsson, sem er verktaki við tvöföldunina, að bjarga steininum." Honum var svo komið fyrir á planinu á bak við Litlu-kaffistofuna. „Í júlí í fyrra datt mér svo í hug að biðja stelpurnar í Álfagarðinum í Hafnarfirði að kíkja á steininn," segir hann, en í framhaldinu sá Ragnhildur Jónsdóttir fjölskylduna í steininum, sem var heldur ósátt á nýjum stað. „Steinninn var svo skakkur og gamli maðurinn var ósáttur við það. Rúmið hans var eiginlega upp á rönd," segir Ragnhildur. Fluttu út fyrir flutningÞegar Ingileifur frétti af þessu bætti hann þegar úr. „Já ég þorði ekki annað," segir hann og telur eins gott að fara að öllu með gát í kring um álfa. Ragnhildur segir hins vegar að fjölskyldan hafi flutt út úr steininum þegar böndum var komið á hann fyrir nokkru. „Þau færðu sig til annarrar fjölskyldu hér í nágrenninu. Þau hafa hins vegar margoft vinkað til mín þegar ég hef farið hér um og voru orðin óþreyjufull að flytja," bætir hún við. „Þetta er bara skemmtilegt," segir Árni þegar hann er spurður að því hvort þetta sé ekki fullmikið tilstand við einn stein. „Og ekkert kostnaðarsamt þegar menn hjálpast að," segir hann. „Aðallega hafa menn gaman að þessu." Auk Ingileifs og Arnars á krananum segist Árni hafa notið liðsinnis veitingamannanna Jóhannesar Stefánssonar í Múlakaffi og Bjarna Óskarssonar hjá Nings. Úti í Eyjum hjálpi svo til við flutning steinsins Íslenska gámafélagið og Já verktakar frá Selfossi. „Síðan samdi ég við Eimskip um flutninginn í Herjólfi," segir Árni. Borgað er undir steininn eins og um vörubíl væri að ræða og svo almennt fargjald fyrir ungu hjónin í steininum. „Gömlu hjónin og börnin fengu frítt." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira