Innlent

Útlendingastofnun fái fjármagn

Ögmundur jónasson Innanríkisráðherra lagði til á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að fjárframlög til Útlendingastofnunar yrðu aukin til að mæta auknum fjölda hælisleitenda. fréttablaðið/valli
Ögmundur jónasson Innanríkisráðherra lagði til á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að fjárframlög til Útlendingastofnunar yrðu aukin til að mæta auknum fjölda hælisleitenda. fréttablaðið/valli
Innanríkisráðuneytið leggur til að fjárframlög til Útlendingastofnunar verði aukin svo hægt verði að flýta málsmeðferð hælisleitenda hér á landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun.

Í minnisblaðinu kemur einnig fram að mikill fjöldi hælisleitenda bíði nú afgreiðslu sinna mála. Það leiði til þess að umönnunarkostnaður muni fara langt fram úr áætlunum.

Af þessum sökum leggur ráðuneytið til við ríkisstjórnina að framlög til Útlendingastofnunar verði aukin. Með því að flýta málsmeðferð má áætla að umönnunarkostnaður minnki, þar sem hælisleitendur þurfi ekki að bíða eins lengi eftir úrlausn mála sinna. Auk þess sé það margfalt mannúðlegra.

Alls bíða 89 hælisleitendur afgreiðslu mála sinna hér á landi og er heildarkostnaður vegna þeirra tæpar 200 milljónir á ári, að því er fram kom í fréttum RÚV.

Málið var ekki afgreitt á fundi ríkisstjórnar í gær.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×