Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Kára 23. maí 2012 11:00 Sólveig Káradóttir klæðist kjól frá Stellu McCartney er hún gengur að eiga unnnusta sinn Dhani Harrison, son Bítilsins sáluga George Harrison, í næstu viku. Nordicphotos/getty Fatahönnuðurinn Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Káradóttur en hún gengur að eiga tónlistarmanninn Dhani Harrison í næstu viku. Harrison er sonur Bítilsins sáluga George Harrison en parið hefur verið saman í nokkur ár og býr saman í Los Angeles. Sólveig er fyrrum fyrirsæta og menntaður sálfræðingur frá Háskólanum í Boston en Harrison er tónlistarmaður og meðlimur sveitarinnar Thenewno2. Brúðkaupið fer fram í Bretlandi og búist er við fjölmenni frá báðum fjölskyldum. Það kemur ekki á óvart að dóttir Bítilsins Pauls McCartney hafi fengið það vandasama hlutverk að hanna brúðarkjólinn en þeim Sólveigu er vel til vina. Til að mynda voru Harrison, Sólveig og tilvonandi tengdamóðir hennar Olivia Harrison gestir í brúðkaupi Pauls McCartney og Nancy Shevell í fyrra. Stella McCartney hannaði einmitt brúðarkjól Shevell en hún var einnig í umræðu yfir þá bresku hönnuði sem kom til greina að myndu hanna brúðarkjól Katrínar hertogaynju af Cambrigde er hún gekk að eiga Vilhjálms Bretaprins. Það var Sarah Burton fyrir Alexander McQueen sem að lokum hannaði kjólinn fræga. McCartney hannaði hins vegar brúðarkjól Madonnu þegar hún giftist leikstjóranum Guy Richie. Hún hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir framlag sitt til fatahönnunarbransans. Árið 2007 fékk hún til að mynda verðlaun sem fatahönnuður ársins í Bretlandi frá breska fagráðinu en hún er fræg fyrir einfalda og klassíska hönnun. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Fatahönnuðurinn Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Káradóttur en hún gengur að eiga tónlistarmanninn Dhani Harrison í næstu viku. Harrison er sonur Bítilsins sáluga George Harrison en parið hefur verið saman í nokkur ár og býr saman í Los Angeles. Sólveig er fyrrum fyrirsæta og menntaður sálfræðingur frá Háskólanum í Boston en Harrison er tónlistarmaður og meðlimur sveitarinnar Thenewno2. Brúðkaupið fer fram í Bretlandi og búist er við fjölmenni frá báðum fjölskyldum. Það kemur ekki á óvart að dóttir Bítilsins Pauls McCartney hafi fengið það vandasama hlutverk að hanna brúðarkjólinn en þeim Sólveigu er vel til vina. Til að mynda voru Harrison, Sólveig og tilvonandi tengdamóðir hennar Olivia Harrison gestir í brúðkaupi Pauls McCartney og Nancy Shevell í fyrra. Stella McCartney hannaði einmitt brúðarkjól Shevell en hún var einnig í umræðu yfir þá bresku hönnuði sem kom til greina að myndu hanna brúðarkjól Katrínar hertogaynju af Cambrigde er hún gekk að eiga Vilhjálms Bretaprins. Það var Sarah Burton fyrir Alexander McQueen sem að lokum hannaði kjólinn fræga. McCartney hannaði hins vegar brúðarkjól Madonnu þegar hún giftist leikstjóranum Guy Richie. Hún hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir framlag sitt til fatahönnunarbransans. Árið 2007 fékk hún til að mynda verðlaun sem fatahönnuður ársins í Bretlandi frá breska fagráðinu en hún er fræg fyrir einfalda og klassíska hönnun. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira