Íslenski boltinn

Ríkharður byrjaði betur en Kolbeinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson skorar hér markið sitt.
Kolbeinn Sigþórsson skorar hér markið sitt. Mynd/AFP
Kolbeinn Sigþórsson skoraði glæsilegt skallamark í tapinu á móti Svíum í fyrrakvöld og hefur þar með skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck.

Kolbeinn hefur alls skorað 6 mörk í fyrstu 10 A-landsleikjum sínum sem er frábær árangur en ekki þó besta byrjun landsliðsmanns.

Ríkharður Jónsson skoraði nefnilega 8 mörk í fyrstu 10 landsleikjum sínum á árunum 1947 til 1954. Ríkharður skoraði alls 17 mörk fyrir A-landsliðið og átti markametið í 59 ár eða þar til Eiður Smári Guðjohnsen sló það árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×