Skemmtilegur trúðleikur Elísabet Brekkan skrifar 6. júní 2012 06:00 „Leikrit Hallgríms H. Helgasonar um þessa tvo í raun einmana menn er sneisafullt af snjöllum tengingum,” segir gagnrýnandi Fréttablaðsins. Leikhús. Trúðleikur. Höfundur: Hallgrímur H. Helgason, leikstjóri: Halldór Gylfason, leikarar: Benedikt Karl Gröndal og Kári Viðarsson, ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson, ljós og hljóð: Ægir Þórsson, búningar: Hulda Skúladóttir. Sýnt í Frystiklefanum á Rifi. Það glitrar á jökulinn fyrir ofan gamla frystihúsið sem nú er orðið að leikhúsi á Rifi á Snæfellsnesi, það bærist ekki hár á höfði, sumarið er komið og úti ríkir algjör friður. Inni í leikhúsinu er spenna í lofti enda frumsýning í uppsiglingu. Gestir bíða glaðir í fremri sal og svo er opnað inn í það allra heilagasta og hver einasti áhorfandi verður að klofa yfir tjaldstæði á útihátíðinni Finnskir dagar. Þar eru tvö tjöld og fjórar lappir stingast út úr öðru þeirra og bjórdósir beyglaðar liggja eins og skeljar á strönd og agnarlítið útileguborð ásamt enn minni stólum standa fyrir framan annað tjaldanna. Á veggspjaldi til hliðar sést dagskráin og það er greinilega að koma að innkomu trúðanna á þessari hátíð. Allt í einu ekur risakaggi beint á húsið og inn þeytist annar trúðanna. Út úr þessum risakagga kemur svo annar trúðurinn sem Benedikt Karl Gröndal leikur. Kári í hlutverki hins skríður svo út úr tjaldinu og hefst þá leit þeirra að þeim sjálfum og tilganginum með því að vera trúður. Kári Viðarsson leikur hinn unga og brothætta sem ögrar hinum og þeir kollveltast í ýmsum stöðum og þykjustuleikjum. Hápunktur samleiks þeirra er þó þegar trúður Kára bregður sér í hlutverk forstjóra sem er að taka á móti atvinnuleitandi mönnum og skipar hinum í alls kyns hlutverk til að sanna að hann sé hæfur í væntanlegt starf. Benedikt Kári Gröndal er útskrifaður úr The Commedia School og lék í ferðasýningu fyrir börn í Danmörku í fyrrasumar og hefur sömuleiðis leikið í „Grindvíska Atvinnuleikhúsinu“. Hann býr yfir mikilli tækni trúðafræðanna, fimur sem fiskur og sprenghlægilegur apandi eftir Magnúsi Scheving. Það ætlaði allt að rifna úr hlátri þegar hann þóttist fastur í glerbúri og var við það að kafna úr eigin prumpufýlu. Kári Viðarson, leikhússtjóri Frystiklefans, er hér með sína þriðju sýningu á staðnum, áður kynnti hann okkur fyrir hetjunni Bárði fyrir tveimur árum og svo Axlar-Birni í fyrra og ekki bregst honum bogalistin að þessu sinni heldur. Halldór Gylfason, föðurbróðir Kára, leikstýrir og leggur mikið upp úr nálægðinni við trúðana. Friðþjófur Þorsteinsson hannar lýsingu og er hún skemmtileg. Leikrit Hallgríms H. Helgasonar um þessa tvo í raun einmana menn er sneisafullt af snjöllum tengingum og margt í samskiptum þeirra botnar í ýmsu sem gerst hefur hér á landi. Manni varð hugsað til margra þekktra tvíeykja í bókmenntum og bíómyndum, og hvernig annar nær valdi yfir hinum er sérlega vel gert. Rif á Snæfellsnesi er fallegur bær þar sem hafið og himininn umkringja þennan máttuga jökul og það er víst óhætt að benda fólki á að þessi vel gerða fjölskyldusýning gleður jafnt unga sem aldna. Niðurstaða: Skemmtilegur trúðaleikur, aðeins of lengi í gang, en sprenghlægilegur í lokin. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús. Trúðleikur. Höfundur: Hallgrímur H. Helgason, leikstjóri: Halldór Gylfason, leikarar: Benedikt Karl Gröndal og Kári Viðarsson, ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson, ljós og hljóð: Ægir Þórsson, búningar: Hulda Skúladóttir. Sýnt í Frystiklefanum á Rifi. Það glitrar á jökulinn fyrir ofan gamla frystihúsið sem nú er orðið að leikhúsi á Rifi á Snæfellsnesi, það bærist ekki hár á höfði, sumarið er komið og úti ríkir algjör friður. Inni í leikhúsinu er spenna í lofti enda frumsýning í uppsiglingu. Gestir bíða glaðir í fremri sal og svo er opnað inn í það allra heilagasta og hver einasti áhorfandi verður að klofa yfir tjaldstæði á útihátíðinni Finnskir dagar. Þar eru tvö tjöld og fjórar lappir stingast út úr öðru þeirra og bjórdósir beyglaðar liggja eins og skeljar á strönd og agnarlítið útileguborð ásamt enn minni stólum standa fyrir framan annað tjaldanna. Á veggspjaldi til hliðar sést dagskráin og það er greinilega að koma að innkomu trúðanna á þessari hátíð. Allt í einu ekur risakaggi beint á húsið og inn þeytist annar trúðanna. Út úr þessum risakagga kemur svo annar trúðurinn sem Benedikt Karl Gröndal leikur. Kári í hlutverki hins skríður svo út úr tjaldinu og hefst þá leit þeirra að þeim sjálfum og tilganginum með því að vera trúður. Kári Viðarsson leikur hinn unga og brothætta sem ögrar hinum og þeir kollveltast í ýmsum stöðum og þykjustuleikjum. Hápunktur samleiks þeirra er þó þegar trúður Kára bregður sér í hlutverk forstjóra sem er að taka á móti atvinnuleitandi mönnum og skipar hinum í alls kyns hlutverk til að sanna að hann sé hæfur í væntanlegt starf. Benedikt Kári Gröndal er útskrifaður úr The Commedia School og lék í ferðasýningu fyrir börn í Danmörku í fyrrasumar og hefur sömuleiðis leikið í „Grindvíska Atvinnuleikhúsinu“. Hann býr yfir mikilli tækni trúðafræðanna, fimur sem fiskur og sprenghlægilegur apandi eftir Magnúsi Scheving. Það ætlaði allt að rifna úr hlátri þegar hann þóttist fastur í glerbúri og var við það að kafna úr eigin prumpufýlu. Kári Viðarson, leikhússtjóri Frystiklefans, er hér með sína þriðju sýningu á staðnum, áður kynnti hann okkur fyrir hetjunni Bárði fyrir tveimur árum og svo Axlar-Birni í fyrra og ekki bregst honum bogalistin að þessu sinni heldur. Halldór Gylfason, föðurbróðir Kára, leikstýrir og leggur mikið upp úr nálægðinni við trúðana. Friðþjófur Þorsteinsson hannar lýsingu og er hún skemmtileg. Leikrit Hallgríms H. Helgasonar um þessa tvo í raun einmana menn er sneisafullt af snjöllum tengingum og margt í samskiptum þeirra botnar í ýmsu sem gerst hefur hér á landi. Manni varð hugsað til margra þekktra tvíeykja í bókmenntum og bíómyndum, og hvernig annar nær valdi yfir hinum er sérlega vel gert. Rif á Snæfellsnesi er fallegur bær þar sem hafið og himininn umkringja þennan máttuga jökul og það er víst óhætt að benda fólki á að þessi vel gerða fjölskyldusýning gleður jafnt unga sem aldna. Niðurstaða: Skemmtilegur trúðaleikur, aðeins of lengi í gang, en sprenghlægilegur í lokin.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira