Kýrin sem varð að hveiti Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. júní 2012 06:00 Hinn 14. október 2009 kvaddi þingmaðurinn David Tredinnick sér hljóðs í breska þinginu. Hann sakaði yfirvöld heilbrigðismála um að líta fram hjá einni stærstu ógn við velferð almennings: tunglinu. Tredinnick sagði að í ákveðinni stöðu hefði tunglið áhrif á heilsu fólks; skaðaði meðgöngur hjá konum; ylli því að blóð storknaði ekki við skurðaðgerðir. Hvað uppskar þingmaðurinn fyrir? Háð? Spott? Brottrekstur úr samfélagi vitiborinna manna? Nei. Honum var fengið sæti í heilbrigðismálanefnd. Íslenski fáninn blakti þar sem hann hékk á trépriki ofan í blómapotti í gluggakistunni. Dreggjar Júróvisjón-partís nokkurra Íslendinga í London kvöldið áður seytluðu um höfuðið. Morgunfréttir breska ríkissjónvarpsins dóluðu þokukenndar á skjánum fyrir framan mig. Ég pírði skyndilega augun. „Dr. Gía Aradóttir“ stóð fyrir neðan skörulega ljóshærða vísindakonu sem fréttamaður tók tali. Ég teygði mig í fánann, ánægð að fá að fagna góðum árangri Íslands á erlendri grundu eftir Júróvisjón-tapið. Gía og samstarfsmenn hennar hjá Rothamsted rannsóknarstofnuninni biðluðu til mótmælenda að standa ekki við hótanir um að skemma erfðabreytt hveiti sem stofnunin ræktaði í rannsóknarskyni. Þau sögðu sjónarmið mótmælenda byggð á misskilningi: það væri rangt að stofnunin ræktaði hveiti í gróðaskyni og að það byggði á genasamsetningu kúa. En allt kom fyrir ekki. Í anda jafnræðis hélt næsti viðmælandi fréttamanns tilfinningaþrungna tölu um hvernig verið væri að rækta Frankensteinískt beljuhveiti til að gera stórfyrirtæki rík og bændur fátæka. Á tímum þar sem forsetaframbjóðendum nægir að taka sér orðið „þjóðaratkvæðagreiðsla“ í munn og það kviknar á geislabaugi yfir höfðinu á þeim á eftirfarandi fullyrðing ef til vill eftir að tryggja mér nornabrennu. En ég tek sénsinn: Ekki eru allar raddir jafnréttháar. (Er þetta brunalykt sem ég finn?) Nýverið hélt umhverfisráðuneytið málþing um erfðabreytta ræktun. Var niðurstaða helstu íslensku vísindamannanna á þá leið að lítil hætta stafaði af henni. Svandís Svavarsdóttir dæmdi málþingið hins vegar misheppnað því „sérfræðingar … áttu sviðið“ á kostnað þeirra sem ekki aðhylltust „sterka vísindahyggju“. Að láta eins og skoðun David Tredinnick á læknisfræði sé jafnrétthá og læknis er rökvilla. Slíkt viðhorf hefur að engu áreiðanlegasta verkfæri sem mannkynið hefur smíðað til að efla þekkingu og greina staðreyndir frá húmbúkki: vísindalega aðferðafræði. Óskilgreind persónuleg tilfinning er ekki jafngild skoðun og kenning studd vísindalegum rannsóknum. Ef svo væri væri jörðin enn flöt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun
Hinn 14. október 2009 kvaddi þingmaðurinn David Tredinnick sér hljóðs í breska þinginu. Hann sakaði yfirvöld heilbrigðismála um að líta fram hjá einni stærstu ógn við velferð almennings: tunglinu. Tredinnick sagði að í ákveðinni stöðu hefði tunglið áhrif á heilsu fólks; skaðaði meðgöngur hjá konum; ylli því að blóð storknaði ekki við skurðaðgerðir. Hvað uppskar þingmaðurinn fyrir? Háð? Spott? Brottrekstur úr samfélagi vitiborinna manna? Nei. Honum var fengið sæti í heilbrigðismálanefnd. Íslenski fáninn blakti þar sem hann hékk á trépriki ofan í blómapotti í gluggakistunni. Dreggjar Júróvisjón-partís nokkurra Íslendinga í London kvöldið áður seytluðu um höfuðið. Morgunfréttir breska ríkissjónvarpsins dóluðu þokukenndar á skjánum fyrir framan mig. Ég pírði skyndilega augun. „Dr. Gía Aradóttir“ stóð fyrir neðan skörulega ljóshærða vísindakonu sem fréttamaður tók tali. Ég teygði mig í fánann, ánægð að fá að fagna góðum árangri Íslands á erlendri grundu eftir Júróvisjón-tapið. Gía og samstarfsmenn hennar hjá Rothamsted rannsóknarstofnuninni biðluðu til mótmælenda að standa ekki við hótanir um að skemma erfðabreytt hveiti sem stofnunin ræktaði í rannsóknarskyni. Þau sögðu sjónarmið mótmælenda byggð á misskilningi: það væri rangt að stofnunin ræktaði hveiti í gróðaskyni og að það byggði á genasamsetningu kúa. En allt kom fyrir ekki. Í anda jafnræðis hélt næsti viðmælandi fréttamanns tilfinningaþrungna tölu um hvernig verið væri að rækta Frankensteinískt beljuhveiti til að gera stórfyrirtæki rík og bændur fátæka. Á tímum þar sem forsetaframbjóðendum nægir að taka sér orðið „þjóðaratkvæðagreiðsla“ í munn og það kviknar á geislabaugi yfir höfðinu á þeim á eftirfarandi fullyrðing ef til vill eftir að tryggja mér nornabrennu. En ég tek sénsinn: Ekki eru allar raddir jafnréttháar. (Er þetta brunalykt sem ég finn?) Nýverið hélt umhverfisráðuneytið málþing um erfðabreytta ræktun. Var niðurstaða helstu íslensku vísindamannanna á þá leið að lítil hætta stafaði af henni. Svandís Svavarsdóttir dæmdi málþingið hins vegar misheppnað því „sérfræðingar … áttu sviðið“ á kostnað þeirra sem ekki aðhylltust „sterka vísindahyggju“. Að láta eins og skoðun David Tredinnick á læknisfræði sé jafnrétthá og læknis er rökvilla. Slíkt viðhorf hefur að engu áreiðanlegasta verkfæri sem mannkynið hefur smíðað til að efla þekkingu og greina staðreyndir frá húmbúkki: vísindalega aðferðafræði. Óskilgreind persónuleg tilfinning er ekki jafngild skoðun og kenning studd vísindalegum rannsóknum. Ef svo væri væri jörðin enn flöt.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun