Grúví danspopp Trausti Júlíusson skrifar 11. júní 2012 16:00 Tónlist. Human Woman. Human Woman. Human Woman er rafpoppdúó skipað þeim Jóni Atla Helgasyni (Sexy Lazer), hárgreiðslumanni úr Hairdoctor og Gísla Galdri plötusnúð sem hefur verið meðlimur í fjölmörgum sveitum, meðal annars Trabant og Ghostigital. Þeir félagar eru nú búsettir í Kaupmannahöfn og gefa út hjá HFN-plötufyrirtækinu í Hamborg, en bæði Kasper Björke og Trentemöller eru á samningi hjá HFN. Tónlist Human Woman er dansvæn og grúví og það flaug í gegn um hugann þegar ég hlustaði á hana í fyrsta skipti að loksins væri kominn einhver sem gæti veitt Gusgus samkeppni í þessari tegund tónlistar hér á landi. Það er margt mjög vel gert á plötunni og hún er stútfull af fyrsta flokks hráefni fyrir dansgólf og remixara. Taktarnir eru margir frábærir (flottar bassalínur!) og þeir Jón Atli og Gísli eru naskir í að búa til poppaðar laglínur. Nokkur laganna eru hrein snilld. Delusional, DDDI, Love Games, It?s Gonna Hurt You og Dike Bike eru öll afbragð. Textarnir eru líka skemmtilegir, fullir af mjúkum og áreynslulausum töffaraskap. Human Woman er ekki fullkomin plata. Lögin eru misgóð og sums staðar mætti vera aðeins meiri kraftur, en á heildina litið er þetta samt mjög fín danspoppplata sem óhætt er að mæla með. Niðurstaða: Hárdoktorinn Jón Atli og Gísli Galdur með flotta rafpoppplötu. Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Human Woman. Human Woman. Human Woman er rafpoppdúó skipað þeim Jóni Atla Helgasyni (Sexy Lazer), hárgreiðslumanni úr Hairdoctor og Gísla Galdri plötusnúð sem hefur verið meðlimur í fjölmörgum sveitum, meðal annars Trabant og Ghostigital. Þeir félagar eru nú búsettir í Kaupmannahöfn og gefa út hjá HFN-plötufyrirtækinu í Hamborg, en bæði Kasper Björke og Trentemöller eru á samningi hjá HFN. Tónlist Human Woman er dansvæn og grúví og það flaug í gegn um hugann þegar ég hlustaði á hana í fyrsta skipti að loksins væri kominn einhver sem gæti veitt Gusgus samkeppni í þessari tegund tónlistar hér á landi. Það er margt mjög vel gert á plötunni og hún er stútfull af fyrsta flokks hráefni fyrir dansgólf og remixara. Taktarnir eru margir frábærir (flottar bassalínur!) og þeir Jón Atli og Gísli eru naskir í að búa til poppaðar laglínur. Nokkur laganna eru hrein snilld. Delusional, DDDI, Love Games, It?s Gonna Hurt You og Dike Bike eru öll afbragð. Textarnir eru líka skemmtilegir, fullir af mjúkum og áreynslulausum töffaraskap. Human Woman er ekki fullkomin plata. Lögin eru misgóð og sums staðar mætti vera aðeins meiri kraftur, en á heildina litið er þetta samt mjög fín danspoppplata sem óhætt er að mæla með. Niðurstaða: Hárdoktorinn Jón Atli og Gísli Galdur með flotta rafpoppplötu.
Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira