Leikverkið Tengdó eftir Val Frey Einarsson er sýning ársins að mati gagnrýnenda Reykvélarinnar, vefrits sem helgað er leiklist. Reykvélin veitir nú í fyrsta sinn leiklistarverðlaunin Leikvélina, en þau falla í skaut „eftirtektarverðustu og mikilvægustu" leiksýningu ársins, að mati gagnrýnenda miðilsins.
Tengdó var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í byrjun árs. Í umsögnum gagnrýnenda Reykvélarinnar segir meðal annars að í verkinu sé sleginn tær og sannur tónn, sem byggi á raunverulegri reynslu sem sé færð yfir á leiksviðið með hrífandi frásagnartækni. Jón Páll Eyjólfsson leikstýrði.
Í öðru sæti varð Sýning ársins eftir leikhópinn 16 elskendur, en Beðið eftir Godot í meðförum Kvenfélagsins Garps hafnaði í þriðja sæti.
Reykvélin veitir leikhúsverðlaun
