Fjölbreytt fullorðinspopp Trausti Júlíusson skrifar 28. júní 2012 10:00 Matur fyrir tvo með Melchior. Tónlist. Melchior. Matur fyrir tvo. Hljómsveitin Melchior starfaði upphaflega á áttunda áratugnum, en kom saman fyrir nokkrum árum og tók upp plötuna Melchior sem kom út fyrir þremur árum. Nú er sveitin búin að gera plötu númer tvö á þessu seinna skeiði og það er auðheyrt á laga- og textasmíðunum á Matur fyrir tvo að meðlimir hennar þjást ekki af skrifteppu. Það eru fjórtán lög á plötunni og þau standa öll vel fyrir sínu. Eins og fyrr á Hilmar Oddsson mest grípandi lögin, til dæmis Ugluna og Svona eru útlönd, en styrkur Melchiors, og plötunnar, er að þeir Hilmar, Karl Roth og Hróðmar I. Sigurbjörnsson semja ólík lög og þó að lög hinna tveggja síðarnefndu séu ekki jafn melódísk og grípandi, þá eru þau engu síðri. Lagið Gaman eftir Karl er til að mynda frábært og það sama má segja um Spriklandi vor, Sveitin svífur hjá og Þetta kvöld Hróðmars. Tónlist Melchiors er dannað fullorðinspopp. Hún einkennist meðal annars af hljóðfæraskipaninni og útsetningunum. Melchior notar rafmagnshljóðfærin sparlega, en auk píanós, bassa (oft kontrabassa), gítara og slagverks, eru strengir í nokkrum lögum og básúnuleikur í upphafslaginu. Þá radda meðlimirnir oft skemmtilega. Útsetningarnar eru nettar og snyrtilegar, tónlistin fær að anda og það heyrist vel í öllum hljóðfærunum. Lögin eru líka flest frekar hæg. Einhver kallaði þetta kammerpopp og það er ágæt nafngift. Á heildina litið er Matur fyrir tvo fín fullorðinspoppplata. Hún er heilsteyptari og betri heldur en síðasta plata. Niðurstaða: Fjölbreytt og fáguð fullorðinspoppplata frá þessari gömlu MR-sveit. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Melchior. Matur fyrir tvo. Hljómsveitin Melchior starfaði upphaflega á áttunda áratugnum, en kom saman fyrir nokkrum árum og tók upp plötuna Melchior sem kom út fyrir þremur árum. Nú er sveitin búin að gera plötu númer tvö á þessu seinna skeiði og það er auðheyrt á laga- og textasmíðunum á Matur fyrir tvo að meðlimir hennar þjást ekki af skrifteppu. Það eru fjórtán lög á plötunni og þau standa öll vel fyrir sínu. Eins og fyrr á Hilmar Oddsson mest grípandi lögin, til dæmis Ugluna og Svona eru útlönd, en styrkur Melchiors, og plötunnar, er að þeir Hilmar, Karl Roth og Hróðmar I. Sigurbjörnsson semja ólík lög og þó að lög hinna tveggja síðarnefndu séu ekki jafn melódísk og grípandi, þá eru þau engu síðri. Lagið Gaman eftir Karl er til að mynda frábært og það sama má segja um Spriklandi vor, Sveitin svífur hjá og Þetta kvöld Hróðmars. Tónlist Melchiors er dannað fullorðinspopp. Hún einkennist meðal annars af hljóðfæraskipaninni og útsetningunum. Melchior notar rafmagnshljóðfærin sparlega, en auk píanós, bassa (oft kontrabassa), gítara og slagverks, eru strengir í nokkrum lögum og básúnuleikur í upphafslaginu. Þá radda meðlimirnir oft skemmtilega. Útsetningarnar eru nettar og snyrtilegar, tónlistin fær að anda og það heyrist vel í öllum hljóðfærunum. Lögin eru líka flest frekar hæg. Einhver kallaði þetta kammerpopp og það er ágæt nafngift. Á heildina litið er Matur fyrir tvo fín fullorðinspoppplata. Hún er heilsteyptari og betri heldur en síðasta plata. Niðurstaða: Fjölbreytt og fáguð fullorðinspoppplata frá þessari gömlu MR-sveit.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira