Endurteknar staðfestingar Þórður Snær Júlíusson skrifar 4. júlí 2012 10:00 Í febrúar 2009 kynnti Framsóknarflokkurinn sitt helsta tromp í kosningum sem fram undan voru, tilboð um tuttugu prósenta almenna niðurfellingu skulda. Síðan þá hefur þessi krafa verið sett ítrekað fram og háværir þrýstihópar knúið á um að þessi leið verði farin. Fleiri og fleiri stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa tekið undir þessa kröfu. Á árinu 2012 einu saman hafa komið út þrjár skýrslur sem fara yfir málið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann þá fyrstu að beiðni ríkisstjórnarinnar í kjölfar þess að formaður Hagsmunasamtaka heimilanna afhenti forsætisráðherra undirskriftarlista þeirra sem vildu „almennar og réttlátar leiðréttingar á stökkbreyttum lánum heimilanna". Niðurstaðan var nokkuð skýr. Nýju bankarnir hafa fullnýtt þann afslátt sem þeir fengu á húsnæðislánasöfnum, kostnaður við að færa lán niður um 18,7 prósent yrði rúmlega 200 milljarðar króna og hann myndi lenda nánast alfarið á skattgreiðendum, óháð því hvort þeir myndu fá niðurfellingu eða ekki. Í byrjun apríl kynnti Seðlabankinn lokaniðurstöðu sína á greiningu á stöðu íslenskra heimila. Hún byggir á gagnagrunni sem bankinn aflaði á árinu 2009 og samanstendur af ítarlegum upplýsingum um hvert stakt lán, tekjur, fjölskyldugerð, búsetu og aldur. Hún nær til nærri því hvers einasta heimilis á landinu. Niðurstaðan var sú að tuttugu prósenta almenn skuldaniðurfærsla á verðtryggðum lánum myndi kosta 261 milljarð króna. Um 57 prósent afskriftanna, tæplega 150 milljarðar króna, myndu falla í skaut tekjuháum heimilum. Það eru heimili sem hafa meira en 200 þúsund krónur á milli handanna á mánuði eftir að greitt hefur verið af lánum og lágmarksframfærslu. Einungis fjórðungur afskriftanna myndu skila sér til þeirra sem eru í greiðsluvanda. Enn ein skýrslan var lögð fram á Alþingi í byrjun júní. Hún var afrakstur vinnu þriggja sérfræðinga sem unnin var fyrir þingið. Í henni kom fram að heildarkostnaður við 20 prósenta niðurfærslu yrði 248 milljarðar króna. Þar af yrði beinn kostnaður ríkis og sveitarfélaga 172 milljarðar. Afgangurinn myndi skiptast á milli innlánsstofnana, sem eru að hluta til í eigu ríkisins, og lífeyrissjóða, sem eru í eigu okkar allra. En öllum skýrslunum er vísað út í hafsauga af áhugamönnum um afskriftir. Þar sem þær sýna allar sömu niðurstöðu þá eru skýrslurnar sagðar illa skrifaðir leikþættir ríkisstjórnarinnar sem neitar að forgangsraða í þágu heimilanna. Það má gagnrýna sitjandi ríkisstjórn fyrir margt, og sumt ansi kostnaðarsamt, en það er út í hött að gagnrýna hana fyrir að gefa ekki hluta af þjóðinni tæplega fjórtán prósent af vergri landsframleiðslu vegna þess að hávær minnihlutahópur heimtar það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Í febrúar 2009 kynnti Framsóknarflokkurinn sitt helsta tromp í kosningum sem fram undan voru, tilboð um tuttugu prósenta almenna niðurfellingu skulda. Síðan þá hefur þessi krafa verið sett ítrekað fram og háværir þrýstihópar knúið á um að þessi leið verði farin. Fleiri og fleiri stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa tekið undir þessa kröfu. Á árinu 2012 einu saman hafa komið út þrjár skýrslur sem fara yfir málið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann þá fyrstu að beiðni ríkisstjórnarinnar í kjölfar þess að formaður Hagsmunasamtaka heimilanna afhenti forsætisráðherra undirskriftarlista þeirra sem vildu „almennar og réttlátar leiðréttingar á stökkbreyttum lánum heimilanna". Niðurstaðan var nokkuð skýr. Nýju bankarnir hafa fullnýtt þann afslátt sem þeir fengu á húsnæðislánasöfnum, kostnaður við að færa lán niður um 18,7 prósent yrði rúmlega 200 milljarðar króna og hann myndi lenda nánast alfarið á skattgreiðendum, óháð því hvort þeir myndu fá niðurfellingu eða ekki. Í byrjun apríl kynnti Seðlabankinn lokaniðurstöðu sína á greiningu á stöðu íslenskra heimila. Hún byggir á gagnagrunni sem bankinn aflaði á árinu 2009 og samanstendur af ítarlegum upplýsingum um hvert stakt lán, tekjur, fjölskyldugerð, búsetu og aldur. Hún nær til nærri því hvers einasta heimilis á landinu. Niðurstaðan var sú að tuttugu prósenta almenn skuldaniðurfærsla á verðtryggðum lánum myndi kosta 261 milljarð króna. Um 57 prósent afskriftanna, tæplega 150 milljarðar króna, myndu falla í skaut tekjuháum heimilum. Það eru heimili sem hafa meira en 200 þúsund krónur á milli handanna á mánuði eftir að greitt hefur verið af lánum og lágmarksframfærslu. Einungis fjórðungur afskriftanna myndu skila sér til þeirra sem eru í greiðsluvanda. Enn ein skýrslan var lögð fram á Alþingi í byrjun júní. Hún var afrakstur vinnu þriggja sérfræðinga sem unnin var fyrir þingið. Í henni kom fram að heildarkostnaður við 20 prósenta niðurfærslu yrði 248 milljarðar króna. Þar af yrði beinn kostnaður ríkis og sveitarfélaga 172 milljarðar. Afgangurinn myndi skiptast á milli innlánsstofnana, sem eru að hluta til í eigu ríkisins, og lífeyrissjóða, sem eru í eigu okkar allra. En öllum skýrslunum er vísað út í hafsauga af áhugamönnum um afskriftir. Þar sem þær sýna allar sömu niðurstöðu þá eru skýrslurnar sagðar illa skrifaðir leikþættir ríkisstjórnarinnar sem neitar að forgangsraða í þágu heimilanna. Það má gagnrýna sitjandi ríkisstjórn fyrir margt, og sumt ansi kostnaðarsamt, en það er út í hött að gagnrýna hana fyrir að gefa ekki hluta af þjóðinni tæplega fjórtán prósent af vergri landsframleiðslu vegna þess að hávær minnihlutahópur heimtar það.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun