Innlent

Undirrita Landslagssamning Evrópu

hjálparfoss Samkvæmt samningnum þarf að huga að landslagi við aðra stefnumótun, svo sem varðandi félags- og efnahagsmál.fréttablaðið/vilhelm
hjálparfoss Samkvæmt samningnum þarf að huga að landslagi við aðra stefnumótun, svo sem varðandi félags- og efnahagsmál.fréttablaðið/vilhelm
Ísland hefur undirritað Landslagssamning Evrópu, en fullgilding þess samnings er á meðal markmiða í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2009. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Frakklandi, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd.

Markmið samningsins er að stuðla að verndun, stýringu og skipulagi landslags og koma á fót evrópsku samstarfi um landslag. Í samningnum er að finna almenn ákvæði um fjögur meginatriði, að því er fram kemur í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu:

Að veita landslagi ákveðinn sess í lögum og viðurkenna mikilvægi þess í umhverfi landsins.

Að móta og framfylgja stefnu um landslag sem miðar að verndun, nýtingu og skipulagi þess.

Að tryggja aðkomu almennings og fleiri að mótun stefnu um landslag.

Að huga að landslagi við aðra stefnumótun, svo sem um byggðaþróun, menningarmál, landbúnað, félagsmál og efnahagsmál.

„Með þátttöku í Landslagssamningi Evrópu er staðfestur vilji stjórnvalda til að stuðla að landslagsvernd og að taka ákveðin skref í þá átt í samræmi við leiðbeiningar samningsins. Þá getur Ísland nýtt sér vinnu sem þegar hefur farið fram í tengslum við samninginn í öðrum ríkum Evrópu," segir á heimasíðu umhverfisráðuneytisins.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×