Þarf að fækka fé ef ekki vöknar í bráð 10. júlí 2012 11:30 Við heyskap Þurrkar setja nú strik í reikninginn hjá bændum, jafnvel svo að ekki fæst vatn í vökvunarbúnaðinn.fréttablaðið/gva Miklir þurrkar hafa haft veruleg áhrif á bændur víða um land. Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, segir að ef fram haldi sem horfir muni hann þurfa að fækka fé. „Það er þannig ástatt að líklegast er einn fjórði partur af túninu allverulega brunninn og þar er nær engin uppskera," segir hann. „Á þeim stöðum sem eitthvað hey var að hafa var uppskeran ágæt en gæðin eru eflaust eitthvað slakari." Hann segir þetta þriðja sumarið í röð sem þurrkar setja strik í reikninginn en þó hafi það aldrei verið jafn slæmt og í ár. Hann var reyndar búinn að búa sig undir þurrkatíð, ásamt öðrum bændum, en þeir fjárfestu í sérstökum vökvunarbúnaði til að vera við sem flestu búnir. „En við fengum hann aðeins of seint, það var allt vatn búið þegar við fengum hann enda allir lækir hér uppþornaðir og lindirnar sem við höfum aðgang að duga engan veginn í þetta," segir hann. Hann vonast þó til að úr rætist fyrir seinni sláttinn. „En það er náttúrulega ekkert þægileg staða að þurfa að horfa til himins og vona að úr rætist svo ekki þurfi að fækka fé," bætir hann við en hann hefur um 450 ær. Húnvetningum til huggunar má geta þess að á Vestfjörðum virðast bændur hafa verið bænheyrðir en þar var útlitið verulega svart en svo hefur ræst úr að sögn Bjarna Hákonarsonar á Haga á Barðaströnd og Jóns Bjarnasonar í Hvestu í Arnarfirði. „Útlitið var verulega svart en svo rættist úr þessu þegar það rigndi hér í fjóra eða fimm daga," segir Jón sem er sæll eftir fyrri slátt. „Heyskapurinn tefst kannski um viku, tíu daga en það gerir ekkert til," bætir hann við. Undir Eyjafjöllum hafa menn hins vegar ekki yfir neinu að kvarta. „Hér er spretta góð, kornið farið að skríða, hitinn yfirleitt um átján til tuttugu stig og sveitin fjölsótt af ferðamönnum svo að við höfum ekki yfir neinu að kvarta," segir Ólafur Eggertsson, bóndi og ferðamannafrömuður á Þorvaldseyri. jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Miklir þurrkar hafa haft veruleg áhrif á bændur víða um land. Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, segir að ef fram haldi sem horfir muni hann þurfa að fækka fé. „Það er þannig ástatt að líklegast er einn fjórði partur af túninu allverulega brunninn og þar er nær engin uppskera," segir hann. „Á þeim stöðum sem eitthvað hey var að hafa var uppskeran ágæt en gæðin eru eflaust eitthvað slakari." Hann segir þetta þriðja sumarið í röð sem þurrkar setja strik í reikninginn en þó hafi það aldrei verið jafn slæmt og í ár. Hann var reyndar búinn að búa sig undir þurrkatíð, ásamt öðrum bændum, en þeir fjárfestu í sérstökum vökvunarbúnaði til að vera við sem flestu búnir. „En við fengum hann aðeins of seint, það var allt vatn búið þegar við fengum hann enda allir lækir hér uppþornaðir og lindirnar sem við höfum aðgang að duga engan veginn í þetta," segir hann. Hann vonast þó til að úr rætist fyrir seinni sláttinn. „En það er náttúrulega ekkert þægileg staða að þurfa að horfa til himins og vona að úr rætist svo ekki þurfi að fækka fé," bætir hann við en hann hefur um 450 ær. Húnvetningum til huggunar má geta þess að á Vestfjörðum virðast bændur hafa verið bænheyrðir en þar var útlitið verulega svart en svo hefur ræst úr að sögn Bjarna Hákonarsonar á Haga á Barðaströnd og Jóns Bjarnasonar í Hvestu í Arnarfirði. „Útlitið var verulega svart en svo rættist úr þessu þegar það rigndi hér í fjóra eða fimm daga," segir Jón sem er sæll eftir fyrri slátt. „Heyskapurinn tefst kannski um viku, tíu daga en það gerir ekkert til," bætir hann við. Undir Eyjafjöllum hafa menn hins vegar ekki yfir neinu að kvarta. „Hér er spretta góð, kornið farið að skríða, hitinn yfirleitt um átján til tuttugu stig og sveitin fjölsótt af ferðamönnum svo að við höfum ekki yfir neinu að kvarta," segir Ólafur Eggertsson, bóndi og ferðamannafrömuður á Þorvaldseyri. jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira