Þarf að fækka fé ef ekki vöknar í bráð 10. júlí 2012 11:30 Við heyskap Þurrkar setja nú strik í reikninginn hjá bændum, jafnvel svo að ekki fæst vatn í vökvunarbúnaðinn.fréttablaðið/gva Miklir þurrkar hafa haft veruleg áhrif á bændur víða um land. Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, segir að ef fram haldi sem horfir muni hann þurfa að fækka fé. „Það er þannig ástatt að líklegast er einn fjórði partur af túninu allverulega brunninn og þar er nær engin uppskera," segir hann. „Á þeim stöðum sem eitthvað hey var að hafa var uppskeran ágæt en gæðin eru eflaust eitthvað slakari." Hann segir þetta þriðja sumarið í röð sem þurrkar setja strik í reikninginn en þó hafi það aldrei verið jafn slæmt og í ár. Hann var reyndar búinn að búa sig undir þurrkatíð, ásamt öðrum bændum, en þeir fjárfestu í sérstökum vökvunarbúnaði til að vera við sem flestu búnir. „En við fengum hann aðeins of seint, það var allt vatn búið þegar við fengum hann enda allir lækir hér uppþornaðir og lindirnar sem við höfum aðgang að duga engan veginn í þetta," segir hann. Hann vonast þó til að úr rætist fyrir seinni sláttinn. „En það er náttúrulega ekkert þægileg staða að þurfa að horfa til himins og vona að úr rætist svo ekki þurfi að fækka fé," bætir hann við en hann hefur um 450 ær. Húnvetningum til huggunar má geta þess að á Vestfjörðum virðast bændur hafa verið bænheyrðir en þar var útlitið verulega svart en svo hefur ræst úr að sögn Bjarna Hákonarsonar á Haga á Barðaströnd og Jóns Bjarnasonar í Hvestu í Arnarfirði. „Útlitið var verulega svart en svo rættist úr þessu þegar það rigndi hér í fjóra eða fimm daga," segir Jón sem er sæll eftir fyrri slátt. „Heyskapurinn tefst kannski um viku, tíu daga en það gerir ekkert til," bætir hann við. Undir Eyjafjöllum hafa menn hins vegar ekki yfir neinu að kvarta. „Hér er spretta góð, kornið farið að skríða, hitinn yfirleitt um átján til tuttugu stig og sveitin fjölsótt af ferðamönnum svo að við höfum ekki yfir neinu að kvarta," segir Ólafur Eggertsson, bóndi og ferðamannafrömuður á Þorvaldseyri. jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Miklir þurrkar hafa haft veruleg áhrif á bændur víða um land. Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, segir að ef fram haldi sem horfir muni hann þurfa að fækka fé. „Það er þannig ástatt að líklegast er einn fjórði partur af túninu allverulega brunninn og þar er nær engin uppskera," segir hann. „Á þeim stöðum sem eitthvað hey var að hafa var uppskeran ágæt en gæðin eru eflaust eitthvað slakari." Hann segir þetta þriðja sumarið í röð sem þurrkar setja strik í reikninginn en þó hafi það aldrei verið jafn slæmt og í ár. Hann var reyndar búinn að búa sig undir þurrkatíð, ásamt öðrum bændum, en þeir fjárfestu í sérstökum vökvunarbúnaði til að vera við sem flestu búnir. „En við fengum hann aðeins of seint, það var allt vatn búið þegar við fengum hann enda allir lækir hér uppþornaðir og lindirnar sem við höfum aðgang að duga engan veginn í þetta," segir hann. Hann vonast þó til að úr rætist fyrir seinni sláttinn. „En það er náttúrulega ekkert þægileg staða að þurfa að horfa til himins og vona að úr rætist svo ekki þurfi að fækka fé," bætir hann við en hann hefur um 450 ær. Húnvetningum til huggunar má geta þess að á Vestfjörðum virðast bændur hafa verið bænheyrðir en þar var útlitið verulega svart en svo hefur ræst úr að sögn Bjarna Hákonarsonar á Haga á Barðaströnd og Jóns Bjarnasonar í Hvestu í Arnarfirði. „Útlitið var verulega svart en svo rættist úr þessu þegar það rigndi hér í fjóra eða fimm daga," segir Jón sem er sæll eftir fyrri slátt. „Heyskapurinn tefst kannski um viku, tíu daga en það gerir ekkert til," bætir hann við. Undir Eyjafjöllum hafa menn hins vegar ekki yfir neinu að kvarta. „Hér er spretta góð, kornið farið að skríða, hitinn yfirleitt um átján til tuttugu stig og sveitin fjölsótt af ferðamönnum svo að við höfum ekki yfir neinu að kvarta," segir Ólafur Eggertsson, bóndi og ferðamannafrömuður á Þorvaldseyri. jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira