Ferðamenn fyrirferðarmiklir í símkerfunum 10. júlí 2012 08:00 erlendir ferðamenn Frá áramótum til og með maí hafa ríflega 170 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð. Hefur þeim fjölgað um fimmtung frá árinu á undan.Fréttablaðið/GVA Sú mikla aukning á fjölda ferðamanna sem orðið hefur hér á landi síðustu tvö ár hefur áhrif víðar í hagkerfinu en hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt dæmi um áhrifin er fjölgun á notendum símkerfa símafyrirtækjanna yfir sumarmánuðina. Greint var frá því nýverið að sennilega hefðu aldrei jafn margir ferðamenn verið í Reykjavík á einum degi og hinn 18. júní síðastliðinn. Þann dag lögðu fjögur skemmtiferðaskip að bryggju við höfnina en samanlagður fjöldi farþega í skipunum var 6.500 manns. Þennan skyndilega topp í fjölda ferðamanna á Íslandi má glögglega sjá séu skoðaður tölur yfir fjölda erlendra notenda innlendra símkerfa. Á línuritinu hér til hliðar sést þróun á fjölda erlendra ferðamanna sem tengst hafa símkerfi Vodafone í júní. Hinn 18. júní voru þannig 33% fleiri erlendir farsímar í dreifikerfi Vodafone en á sama degi í fyrra. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir símnotkun gefa glögga mynd af því sem um er að vera í samfélaginu. „Við sjáum oft skýr merki í símnotkun. Við samdrátt í efnahagslífinu minnkar notkun og þegar vindurinn kemur aftur í seglin sést það. Þegar landsliðið í handbolta er að spila eða þegar Eurovision er í gangi þá sjáum við það líka," segir Hrannar og bætir við að fjöldi notenda símkerfis Vodafone aukist yfir sumarmánuðina vegna ferðamanna. Hrannar segir langflesta ferðamenn sem hingað koma nota innlend símkerfi. „Flestir einfaldlega kveikja á símanum sínum þegar þeir koma til landsins og nota hann inni á því símkerfi sem þeir tengjast sjálfkrafa en stór hópur kaupir líka íslensk númer til að nota á meðan á dvölinni stendur." Hrannar segir símkerfin ráða að fullu við aukið álag. „Það er alls ekki þannig að þetta kalli á aðgerðir, það eru miklu heldur einhverjir sértækir viðburðir sem reyna á kerfin, til dæmis Menningarnótt eða Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum," segir Hrannar. Loks segir Hrannar ferðamannastrauminn hafa jákvæð áhrif á rekstur Vodafone. Það gefi augaleið að hundruð þúsunda notenda sem skráist inn á innlend símkerfi yfir árið, til viðbótar við þá sem búa á Íslandi, séu búbót fyrir símafyrirtækin. Frá áramótum til og með maí hafa 170.560 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð sem er 20,7% aukning frá árinu áður. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sú mikla aukning á fjölda ferðamanna sem orðið hefur hér á landi síðustu tvö ár hefur áhrif víðar í hagkerfinu en hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt dæmi um áhrifin er fjölgun á notendum símkerfa símafyrirtækjanna yfir sumarmánuðina. Greint var frá því nýverið að sennilega hefðu aldrei jafn margir ferðamenn verið í Reykjavík á einum degi og hinn 18. júní síðastliðinn. Þann dag lögðu fjögur skemmtiferðaskip að bryggju við höfnina en samanlagður fjöldi farþega í skipunum var 6.500 manns. Þennan skyndilega topp í fjölda ferðamanna á Íslandi má glögglega sjá séu skoðaður tölur yfir fjölda erlendra notenda innlendra símkerfa. Á línuritinu hér til hliðar sést þróun á fjölda erlendra ferðamanna sem tengst hafa símkerfi Vodafone í júní. Hinn 18. júní voru þannig 33% fleiri erlendir farsímar í dreifikerfi Vodafone en á sama degi í fyrra. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir símnotkun gefa glögga mynd af því sem um er að vera í samfélaginu. „Við sjáum oft skýr merki í símnotkun. Við samdrátt í efnahagslífinu minnkar notkun og þegar vindurinn kemur aftur í seglin sést það. Þegar landsliðið í handbolta er að spila eða þegar Eurovision er í gangi þá sjáum við það líka," segir Hrannar og bætir við að fjöldi notenda símkerfis Vodafone aukist yfir sumarmánuðina vegna ferðamanna. Hrannar segir langflesta ferðamenn sem hingað koma nota innlend símkerfi. „Flestir einfaldlega kveikja á símanum sínum þegar þeir koma til landsins og nota hann inni á því símkerfi sem þeir tengjast sjálfkrafa en stór hópur kaupir líka íslensk númer til að nota á meðan á dvölinni stendur." Hrannar segir símkerfin ráða að fullu við aukið álag. „Það er alls ekki þannig að þetta kalli á aðgerðir, það eru miklu heldur einhverjir sértækir viðburðir sem reyna á kerfin, til dæmis Menningarnótt eða Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum," segir Hrannar. Loks segir Hrannar ferðamannastrauminn hafa jákvæð áhrif á rekstur Vodafone. Það gefi augaleið að hundruð þúsunda notenda sem skráist inn á innlend símkerfi yfir árið, til viðbótar við þá sem búa á Íslandi, séu búbót fyrir símafyrirtækin. Frá áramótum til og með maí hafa 170.560 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð sem er 20,7% aukning frá árinu áður. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira